Skessuhorn


Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 18.11.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 201528 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is - - - - Daglegar ferðir frá Akranesi - Reykjavík Reykjavík - Akranes Föstudaginn 4. desember næst- komandi frumsýnir Frystiklefinn í Rifi leiksýninguna Fróðá. Verkið er nýtt íslenskt leikverk, lauslega byggt á draugasögunni um Fróðár- undrin úr Eyrbyggja sögu. Hand- rit, leikstjórn, sviðsmynd og fram- leiðsla er í höndum Kára Viðars- sonar frystiklefastjóra. Leikkonur eru Aldís Davíðsdóttir og Allison Osberg, kvikmyndataka, klipping, myndvinnsla og teikningar var í höndum Rhys Votano, brúðu- og grímugerð sá Allison Osberg um en hópurinn sá um búningahönn- un. Lýsingu stjórnar höfundur ásamt Rhys Votano en tónlistina í Fróða samdi Eirik Böen Gravdal Í tilkynningu frá Kára Viðars- syni segir að Fróðá sé áleitin og krefjandi sýning sem skoði þessa mögnuðu sögu út frá áður ókönn- uðum vinkli og ætti ekki á láta neinn ósnortinn. „Þar sem að- standendur og flytjendur sýning- arinnar koma úr öllum áttum og hafa mörg verkefni á sínum könn- um verður sýningatímabil verksins óhjákvæmilega í styttra lagi og því mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að sjá verkið að næla sér í miða með góðum fyrirvara. Eins og þekk- ist í Frystiklefanum eru það áhorf- endur sem ráða miðaverðinu sjálf- ir og leyfilegt er að borga eftir sýn- inguna ef þess er óskað.“ Fróðá fylgir á eftir verkinu MAR, sem sýnt var í fjóra mánuði fyrir fullu húsi í Rifi á síðasta leik- ári og hlaut meðal annars grímu- tilnefningu í flokki sprota ársins. Frystiklefinn í Rifi er handhafi Eyrarrósarinnar 2015 og verð- launa fyrir framúrskarandi starf á sviði lista og menningar á starfs- væði Byggðastofnunnar. mm Fróðá nefnist ný íslensk leiksýning úr smiðju Frystiklefans Laugardaginn 21. nóvember næst- komandi verður opnuð sýning á myndum og texta eftir Bjarna Guð- mundsson í Safnahúsinu í Borgar- nesi. Sýningin ber heitið „Leik- ið með strik og stafi,“ en þar sýnir Bjarni verk sem hann kallar myn- dyrðingar. Í tilkynningu frá Safna- húsinu segir að Bjarni hefur lagt mikla rækt við miðlun menning- ararfsins, sérstaklega með störf- um sínum fyrir Landbúnaðarsafn Íslands svo og með ritun heim- ildarita um einstaka þætti land- búnaðar. Hann er mörgum hæfi- leikum búinn og segir sjálfur að ein dægradvöl sín sé að teikna og það hefur hann gert frá unga aldri. Á síðari árum hefur hann gjarnan sett hugleiðingar sínar um menn og málefni fram á samfélagsmiðl- um með teikningum og svipmikilli íslensku. Bjarni er fæddur og uppalinn að Kirkjubóli í Dýrafirði en hef- ur búið á Hvanneyri um áratuga skeið. Hann brást vel við beiðni Safnahúss um að sýna verk sín og nálgast það viðfangsefni af þeirri hógværð sem honum er eiginleg. Hann segir m.a.: „Fátt er betra á langdregnum fundi, í prófyfir- setu eða undir góðum útvarpslestri eða þægilegri tónlist en að teikna. Mynd hefur komið upp í hugann eða borið fyrir: Þá er freistandi að færa hana í strik og stafi.“ Eitt af áhugamálum Bjarna er tónlist og hann er sjálfur lipur gít- arleikari. Til opnunar sýningar- innar í Safnahúsinu kemur hann með gítarinn með sér. Einnig mun hann kynna nýja bók sína; Íslensk- ir sláttuhættir. Hún verður til sölu á staðnum og allur ágóði af söl- unni rennur til Landbúnaðarsafns- ins. Sýning Bjarna er í Hallsteins- sal á efri hæð Safnahúss og stend- ur til 20. janúar næstkomandi. Á opnunardaginn verður opið til kl. 16.00 og eftir það alla virka daga 13.00 – 18.00 eða á öðrum tímum eftir samkomulagi. mm/fréttatilk. Sýningin Leikið með strik og stafi opnuð í Safnahúsi Ein af teikningum Bjarna af kerruhjóli. Bjarni Guðmundsson. Haukur Ingvarsson bókmennta- fræðingur flytur fyrirlestur í Bók- hlöðu Snorrastofu þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi um hinn eftirminnilega rithöfund, Guð- mund G. Hagalín (1898-1985), sem um 20 ára skeið bjó að Mýr- um í Reykholtsdal. Guðmund- ur var litríkur og eftirminnileg- ur persónuleiki. Þau hjónin Unn- ur og hann auðguðu samfélag sitt á margan hátt. Þau hvíla bæði í kirkjugarðinum í Reykholti, en Snorrastofa varðveitir bókasafn þeirra, sem þau gáfu af miklum rausnarskap þegar stofnunin var enn óskrifað blað. Stofuhúsgögn þeirra prýða gestaíbúð Snorra- stofu, sem leigð er út til fræði- og listamanna og gefa henni virðuleg- an og hlýlegan blæ, sem einkenndi jafnan heimilið á Mýrum. Guðmundur bjó á Ísafirði 1928-1945 þar sem hann starfaði að blaðaútgáfu og bókavörslu, auk þess að stunda ritstörf sín og taka virkan þátt í samfélaginu, ekki síst á pólitískum vettvandi. Í fyrirlestrinum fjallar Hauk- ur Ingvarsson um uppbyggingu bókasafnsins á Ísafirði sem hluta af menningarstefnu stjórnvalda á þriðja og fjórða áratugnum. Skoð- að verður sérstaklega hvernig Guð- mundur G. Hagalín rækti starf sitt sem bókavörður og hvernig áhuga- svið hans sjálfs setti svip sinn á starfsemina. Að lokum verða áhrif- in skoðuð með sérstakri áherslu á Guðmund Daníelsson sem nýtti sér safnið meðan hann starfaði sem kennari á Suðureyri við Súganda- fjörð undir lok fjórða áratugarins og í upphafi þess fimmta. Haukur Ingvarsson er fædd- ur 12. febrúar 1979. Hann lauk meistaraprófi í íslenskum bók- menntum árið 2005 og hefur síð- an fengist við ritstörf og dagskrár- gerð í útvarpi. Haukur kom fyrst fram sem ljóðskáld og tók m.a. þátt í ýmsum uppákomum á veg- um Nýhils áður en fyrsta ljóðabók hans, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, leit dagsins ljós árið 2004. Hann hefur síðan sent frá sér fræðibókina Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Laxness (2009) og skáld- söguna Nóvember 1976 (2011). Þá hefur hann birt ljóð, þýðingar og greinar í bókum og tímaritum. Haukur leggur nú stund á doktors- nám í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Efni rannsókn- arinnar er William Faulkner á Ís- landi. Fyrirlesturinn hefst að vanda kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveit- inga og umræðna. Aðgangur er 500 krónur. -fréttatilkynning Guðmundur G. Hagalín og bandarískar nútíðarbók- menntir á fyrirlestri í héraði Guðmundu G Hagalín. Haukur Ingvarsson bókmennta- fræðingur heldur fyrirlesturinn í Snorrastofu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.