Fréttablaðið - 06.11.2019, Side 4

Fréttablaðið - 06.11.2019, Side 4
AFMÆLISKVÖLD Á BÍLDSHÖFÐA FRÁBÆR AFMÆLISTILBOÐ MILLI KL. 19:00-22:00 Í KVÖLD AÐEINS Í VERSLUN OKKAR AÐ BÍLDSHÖFÐA 20 VEGLEGIR GJAFAPOKAR FYRIR HEPPNA VIÐSKIPTAVINI EKKI MISSA AF ÞESSU ! Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Birta vott orð albönsku kon-unnar: „Ætti erfitt með langt flug“ Í vottorði lækna segir að konan ætti erfitt með langt flug. 2 Sigga Dögg: „Hvað finnst konum um typpi“ Kynfræð- ingurinn Sigga Dögg vill út rýma mýtum og kanna viðhorf til typpa. 3 Á rásin gróf og harka leg: Veitti stúlkunni mörg högg og stappaði á and liti Árás gegn fyrrum kærustu gróf og harkaleg. 4 Steinunn Ó lína skýtur föstum skotum: „Mun allt fara til and- skotans“ Steinunn svarar gagnrýni tæplega hundrað kvenna. 5 Vísað úr landi á áttunda mánuði Albanskri fjölskyldu var vísað úr landi í gærmorgun. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar. REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hyggst leggja 2,7 milljarða króna á næsta ári í byggingu nýrra leikskóla til að brúa bil milli fæðingarorlofs og leik­ skóla. Frumvarp um lengingu fæð­ ingarorlofs gerir ráð fyrir að börn séu almennt komin á leikskóla við tólf mánaða aldur. „Það er okkar framlag í þessum breytingum,“ segir Þórdís Lóa Þór­ hallsdóttir, formaður borgarráðs. „Við vitum hversu mikið forgangs­ efni það er fyrir foreldra að geta treyst á leikskóla borgarinnar og þurfa ekki að standa í alls kyns reddingum fyrstu mánuði eftir að fæðingarorlofi lýkur.“ – ab Milljarðar til nýrra leikskóla S TJÓ R N M ÁL For menn st jór n­ málaf lokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dóms­ vald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoð­ aðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi for­ manna í október átti forsætisráð­ herra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dóm­ stólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönn­ unar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbættur á ákvæðum um dóms­ vald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtíma­ bilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauð­ lindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og til­ tölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætis­ ráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rök­ ræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðar atkvæði og um framsal vald­ heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórn­ arskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnar­ skrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóð­ tunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og fram­ kvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrár­ innar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og hér­ aðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæð­ um stjórnarskrárinnar um ábyrgð­ arleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi. adalheidur@frettabladid.is Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang. Vísa til viðhorfa almennings. Ákvæði um þjóðkirkju kynnt um áramót og ákvæði um forseta á vormánuðum. Nokkur hundruð manns ræða stjórnarskrármál í Laugardalshöll um komandi helgi. Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnar- skrárinnar fer fram í Laugar- dalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðana- könnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðu- stjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti for- seta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, at- kvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræð- unum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðu- maður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins. Formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi hafa hist reglulega á kjör- tímabilinu til að ræða breytingar á stjórnarskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR REYKJAVÍK Rekstrarniðurstaða sam­ stæðu Reykjavíkurborgar verður jákvæð um 12,9 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárhags­ áætlun. Borgarsjóður verður rekinn með 2,5 milljarða afgangi. Fyrri umræða um áætlunina fór fram í borgarstjórn í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samdrátt í efnahagslífinu krefja borgina til að vera á varð­ bergi. „Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hag­ ræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja,“ segir Dagur. Í greinargerð með áætluninni kemur fram að þar sem kjara­ samningar stórs hluta starfsmanna borgarinnar séu lausir ríki óvissa um þróun launakostnaðar. Þá munu gjaldskrárhækkanir ekki verða umfram 2,5 prósent eins og Sam­ band sveitarfélaga hefur mælst til sem hluta af lífskjarasamningnum. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf­ stæðismanna, gagnr ý nir hins vegar áframhaldandi skuldasöfnun borgarinnar. „Forsendur meirihluta­ sáttmálans og Viðreisnar eru því brostnar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðismenn vilja að Gagna­ veita Reykjavíkur verði seld og sölu­ andvirðið nýtt til skuldalækkunar. – sar Samstæðan verði rekin með 13 milljarða afgangi Fjárhagsáætlun rædd borgarstjórn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Oddviti Sjálfstæðis- manna gagnrýnir áfram- haldandi skuldasöfnun borgarinnar. 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 8 -C 9 1 4 2 4 2 8 -C 7 D 8 2 4 2 8 -C 6 9 C 2 4 2 8 -C 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.