Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.11.2019, Qupperneq 8
PLAY er nýtt, íslenskt lággjaldaflugfélag á leiðinni í loftið. Við ætlum að fljúga til skemmtilegra áfangastaða á nýlegum Airbus flugvélum með stundvísi, gleði og hagstætt verð að leiðarljósi. Þess vegna viljum við bæta hressilega í hópinn og fá góðan liðsauka til að ræsa hreyflana. Sendu inn umsókn fyrir lok dags 13. nóvember, á flyplay.com/jobs. Þar eru allar nánari upplýsingar um störfin. Ef þú sérð ekki draumastarfið getur þú sent inn almenna umsókn. Kannski finnum við eitthvað til að gera saman. KOMDU ÚT AÐ LEIKA!FLUGMENN PLAY vantar fólk til að fljúga fínu Airbus vélunum milli áfangastaða. Fyrst um sinn koma eingöngu til greina þau sem eru með Airbus–réttindi, en þið hin megið líka láta vita af ykkur. SÖLUSÉNÍ Áttu auðvelt með að sannfæra fólk? PLAY leitar að hugmyndaríkum og söludrifnum einstaklingi með einstaklega góða skipulagshæfileika í starf sölusérfræðings. MARKAÐSGÚRÚ Við leitum að orkubolta til að sinna markaðsmálum PLAY, plana viðburði, setja samfélagsmiðla reglulega á hliðina og taka virkan þátt í uppbyggingu á öflugum vörumerkjum félagsins. VEFMÁLARI PLAY vantar skipulagðan og metnaðarfullan þúsundþjalasmið, til að sinna öllu sem viðkemur vefnum okkar, sjá um ritstjórn og bera ábyrgð á textagerð á netinu. ORÐSNILLINGUR Við leitum að orðheppnum og sérlega hugmyndaríkum textasmið, með auga fyrir smáatriðum og gott vald á íslensku og ensku, til að demba sér í skrif hjá sölu- og markaðsdeild PLAY. ENDURSKOÐANDI Við viljum ráða löggiltan endurskoðanda til að stýra fjármáladeild PLAY og hafa umsjón með fjármálum og starfsmannahaldi hennar. Heyrir undir framkvæmda- stjóra fjármálasviðs. TALNAGLÖGGVARI Okkur vantar greinanda sem elskar tölur og skýrslur. Mun gegna lykilhlutverki við kostnaðaraðhald og tekjustýringu PLAY ásamt því að sinna innleiðingu viðskiptagreindar. BÓKARAR Við viljum ráða bókara til að sjá um afstemmingar og skil á skilagreinum og skýrslum, auk annarra starfa á fjármálasviði PLAY. Ást á bókfærslu og Navison koma sér vel. FLUGLIÐAR Flugliðar allra landa sameinist — hjá PLAY. Okkur vantar brosandi flugliða, bæði næsta sumar og eins í framtíðarstörf. Fyrsti hópurinn hefur störf strax í desember. FLUGUMSJÓN Okkur vantar úrræðagott fólk í flugumsjón til að stýra flugáætlunum PLAY. Ef þú elskar vaktavinnu og áætlanagerð og dýrkar Keflavíkurflugvöll, þá er þetta rétta starfið. FORSTÖÐUMAÐUR PLAY vantar yfirburða sölu- og markaðsstjóra. Metnaðarfullan, drífandi einstakling, helst með skothelt meirapróf í ferðabransanum, sem þarf að geta selt öllum allt. GJALDKERI Við leitum að nákvæmum gjaldkera til að sjá um greiðslu reikninga, uppgjör, skráningar og innheimtu hjá PLAY. Öll reynsla af sambærilegum störfum kemur í góðar þarfir. ÞJÓNUSTUHETJUR PLAY leitar að jákvæðum þjónustufulltrúum til að ræða við viðskiptavini á samfélagsmiðlum, í pósti og netspjalli. Bæði í dagvinnu og eins hlutastörf á kvöld- og helgarvaktir. B ra n d en b u rg / SÍ A 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 8 -D 7 E 4 2 4 2 8 -D 6 A 8 2 4 2 8 -D 5 6 C 2 4 2 8 -D 4 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.