Fréttablaðið - 06.11.2019, Side 11
Gera má ráð fyrir því að á íslenskum vinnumarkaði séu á bilinu 2.000-2.500 einstakl-
ingar sem stama. Málbjörg – félag
um stam gerði nýlega óvísindalega
könnun meðal félagsmanna sinna
þar sem fram kom að um 30% svar-
enda sögðust ekki vera opinská um
stam við sína vinnuveitendur.
Verandi einstaklingur sem þekkir
stam af eigin raun – ásamt því að
vera vera móðir ungrar manneskju
sem stamar og atvinnurekandi til
Stam og atvinnulífið
Margrét
Kristmanns-
dóttir
framkvæmda-
stjóri PFAFF Stam á ekki að skilgreina
nokkurn mann og má aldrei
koma í veg fyrir að fólk láti
drauma sína rætast.
Þáttur þjóðkirkjunnar
endurspeglar fjölbreytileika
hennar, sem stærstu félaga-
samtök þjóðarinnar.
Þáttaröðin Svona fólk hefur verið í umræðunni að undan-förnu. Mikil vinna hefur verið
lögð í gerð þáttanna og eiga fram-
leiðendur hennar þakkir skildar
fyrir að halda þessari sögu til haga.
Við sem munum eitthvað aftur í
öldina sem leið höfum fylgst með
þeirri gífurlegu hugarfarsbreytingu
sem orðið hefur í garð samkyn-
hneigðra, tvíkynhneigðra, trans-
fólks, intersex og fleiri.
Í einum þáttanna kom fram að
andstaða kirkjunnar hefði verið
hatrömm gagnvart hjónavígslu
samkynhneigðra og leyfi þeirra til
ættleiðinga.
Þarna var vissulega farið með
réttar sögulegar staðreyndir, en
sleppt að minnast á, að innan kirkj-
unnar stóðu mjög margir og sterkir
aðilar, f lestir prestar, nánast í stríði
við kirkjuleg yfirvöld í baráttu sinni
fyrir réttindum samkynhneigðra.
Í þeirri baráttu var hart tekist á
Kirkjan og réttindi samkynhneigðra
Solveig Lára
Guðmunds-
dóttir
vígslubiskup
á Hólum
Skúli Ólafsson
sóknarprestur
í Neskirkju
og að baki henni var langur aðdrag-
andi, samtal og guðfræðileg vinna.
Við vorum kölluð „fjörutíumenn-
ingarnir“ því upphaflega vorum við
40 prestar sem skoruðum á presta-
stefnu, sem haldin var á Húsavík
árið 2007 að samþykkja hjónavígslu
samkynhneigðra og leggja það fyrir
kirkjuþing. Reyndar urðum við
miklu fleiri þegar á reyndi.
Barátta okkar hélt áfram allt þar
til kirkjuþing loks samþykkti hjóna-
vígslu samkynhneigðra árið 2010.
Margir spáðu klofningi innan
kirkjunnar. Sá spádómur rættist
aldrei.
Kirkjunnar þjónar hafa síðan
gefið saman samkynja pör án nokk-
urra vandkvæða. Var íslenska þjóð-
kirkjan fyrsta kirkjan á Norður-
löndum til að ganga þetta skref til
fulls. Árið 2015 var síðan lögð fyrir
kirkjuþing tillaga um að presti væri
ekki leyfilegt að neita því að gefa
saman samkynja hjón á grundvelli
þess sem kallað hafði verið „sam-
viskufrelsi“. Er íslenska þjóðkirkjan
eina kirkjan á Norðurlöndum og
ef til vill eina kirkjan í heiminum
öllum sem hefur gengið svo langt í
að standa vörð um réttindi samkyn-
hneigðra.
Árið 2015 tók djáknavígslu fyrsta
konan sem er í hjónabandi með
manneskju af sama kyni. Í ágúst
árið 2017 var fyrsti presturinn
vígður sem er í hjónabandi með
manneskju af sama kyni. Reyndar
eru djákninn og presturinn í þessu
tilfelli hjón. Þær tvær eru brautryðj-
endur.
Í Kastljósþætti sem sýndur var á
RÚV í vikunni baðst biskup Íslands,
sr. Agnes M. Sigurðardóttir, afsök-
unar á þeim sárindum sem kirkjan
olli samkynhneigðum á árum áður
og í kjölfarið tjáði formaður Sam-
takanna ’78 sig um það að full sátt
væri gagnvart kirkjunni eftir þessa
afsökunarbeiðni.
Mannréttindi og mannhelgi er
grundvallarþáttur í lýðfrjálsu sam-
félagi. Við, ásamt fjölda annarra
presta, guðfræðinga, djákna og
kirkjunnar fólks, erum stolt af því
að hafa tekið þátt í mannréttinda-
baráttu samkynhneigðra innan
þjóðkirkjunnar og unnið á endanum
fullnaðarsigur. Í dag er þjóðkirkjan
stoltur bakhjarl og samverkamaður
Samtakanna ’78. Þáttur þjóðkirkj-
unnar endurspeglar fjölbreytileika
hennar sem stærstu félagasamtaka
þjóðarinnar. Það er eðlilegt og við-
búið að ekki séu allir á sama máli í
svo fjölmennu samfélagi.
Við leggjum til að haldið verði
málþing í upphafi nýs árs þar sem
sögu þessari verði gerð skil. Sam-
band þjóðkirkjunnar og Samtak-
anna ’78 verði formgert, í sátt við for-
tíðina – samferða inn í framtíðina. Í
ljósi sögunnar skiptir máli að halda
öllum staðreyndum málsins til haga.
Þrátt fyrir tafir á málinu urðu lyktir
þær að þau sem börðust fyrir fullum
réttindum samkynhneigðra höfðu
betur. Því ber að fagna en um leið
þurfum við að halda vöku okkar.
áratuga þá tel ég þetta óásættan-
lega staðreynd. Stam er reyndar
oftast hundleiðinlegt, en stam er
ekkert til að skammast sín fyrir og
ef einstaklingur sem stamar er hálf-
partinn í felum fyrir vinnuveitanda
sínum þá er verk að vinna.
Það er vitað að einstaklingar sem
stama eru líklegir til að stama mun
meira undir álagi og atvinnuviðtal
er dæmi um aðstæður sem eru lík-
legar til að auka stam til muna. Því
er nauðsynlegt að atvinnurekendur
átti sig á að líklega er einstaklingur
sem stamar ekki alveg að sýna sitt
rétta andlit í atvinnuviðtali. Ég
hvet hins vegar fólk sem stamar til
að vera strax í upphafi opinskátt
um sitt stam – það eitt og sér getur
dregið töluvert úr spennustigi í við-
talinu sjálfu.
Það að tala opinskátt um eigið
stam sýnir hugrekki og styrk og
það eru eiginleikar sem byggja
upp traust og virðingu. Við eigum
að opna okkur gagnvart hugsan-
legum vinnuveitanda – sýna ein-
lægni og óttast ekki að viðurkenna
að við erum ekki fullkomin frekar
en næsti maður. Þannig er líklegt að
þessi veikleiki breytist í styrkleika
og geri ekkert nema auka líkur á að
fá starf eða aukinn starfsframa.
Stam á ekki að skilagreina nokk-
urn mann og má aldrei koma í veg
fyrir að fólk láti drauma sína rætast.
Best er fyrir alla – atvinnuveitendur
sem og fólk sem stamar – að stam
sé uppi á borðinu. Stam „í felum“
skapar óþægilegt andrúmsloft, sem
auðvelt er að koma í veg fyrir. Tölum
um stam!D gblöð 99x170 (2x17)
MEIRA AF
HREINNI JÓGÚRT
Nú fáanleg í 1 kg ölskyldustærð
gottimatinn.is
ÁSTRÍÐUFULLT ÁVARP
T IL SAMTÍÐARINNAR
Einar Már á hér erindi við
okkur öll og veltir vöngum
um upphaf og endalok, efa
og óvissu, sjálfa eilífðina.
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Lau. 11-16 | www.forlagid.is
Útgáfuhóf í
dag kl. 17.00
í Pennanum-
Eymundsson á
Skólavörðustíg
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
8
-B
A
4
4
2
4
2
8
-B
9
0
8
2
4
2
8
-B
7
C
C
2
4
2
8
-B
6
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K