Fréttablaðið - 06.11.2019, Qupperneq 18
frelsi í ráðstöfun séreignarsparn-
aðar með því að fólki gefist kostur
á að fela verðbréfasjóðum að ávaxta
sparnaðinn muni auka veltu og
skoðanaskipti á markaði. Þá gætum
við séð rekstrarfélögum fjölga og
f leiri væru að sinna markaðinum í
fullu starfi,“ segir Jóhann en í Hvít-
bók um framtíðarsýn fyrir fjár-
málakerfið var einmitt lagt til að
viðurkenndum fjárfestingarsjóð-
um yrði gert heimilt að taka að sér
ávöxtun séreignarsparnaðar.
Viðmælendur Markaðarins á
fjármálamarkaði telja meiri líkur
á afskráningum félaga en nýskrán-
ingum á næsta ári. Félögin sem
nefnd hafa verið í því samhengi eru
Sýn, Skeljungur, Origo og Heima-
vellir. Aðspurður segist Jóhann
ekki sjá fram á nýskráningu félags á
markað á næsta ári, þó hann vonist
sannarlega til þess
En eru líkur á því að við sjáum
afskráningar félaga?
„Já og nei. Félög geta verið á hluta-
Fjöldi hluthafa fer
fækkandi í nánast
öllum félögum og er í
einhverjum tilvikum
kominn langt undir mörk
fyrir skráningu á aðal-
markað.
Svanhildur Nanna
Vigfúsdóttir,
stjórnarmaður
í VÍS
Erlendu fjárfestingasjóðirnir, sem hófu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum árið 2015, hafa minnkað stöður sínar í íslensku félögunum að Arion banka og Marel undanskildum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Velta sem hlutfall af markaðsvirði hefur, það sem af er ári, ver ið sambær ileg við undanfarin ár. Munurinn er hins
vegar sá að Marel og Arion banki
hafa verið fyrirferðarmeiri og tekið
til sín stærri hluta af veltunni en
áður. Veltan er að því leyti einsleit-
ari sem er áhyggjuefni hvað varðar
verðmyndun á markaðinum,“ segir
Jóhann Möller, forstöðumaður
hlutabréfa hjá Stefni, í samtali við
Markaðinn.
„Heilt yfir hefur veltan verið
ágæt á innlenda markaðinum og
seljanleiki á bréfum flestra skráðu
félaganna verið vel ásættanlegur.
Það er auðvitað mikilvægt að hafa
góðan seljanleika og skilvirka verð-
myndun en ég held að við stöndum
ágætlega að vígi varðandi hvort
tveggja,“ segir Davíð Rúdólfsson,
forstöðumaður eignastýringar hjá
Gildi lífeyrissjóði.
Jóhann segir að mikilvæg for-
senda fyrir skilvirkni hlutabréfa-
markaðar séu virk skoðanaskipti
í þeim skilningi að virk viðskipti
eigi sér stað milli markaðsaðila sem
hafa ólíkar væntingar og skoðanir á
hlutabréfum.
„Þeim sem hafa það að atvinnu að
koma að þessum skoðanaskiptum
á markaði hefur fækkað nokkuð
undanfarin ár. Það eru færri sjóð-
stjórar, færri rekstrarfélög og færri
einstaklingar að fjárfesta á mark-
aðinum. Ofan á það hafa lífeyris-
sjóðirnir aukið áherslu á erlendar
fjárfestingar á síðustu árum,“ segir
Jóhann.
Lífeyrissjóðir hafa verið að taka
fjármuni úr virkri stýringu hjá verð-
bréfasjóðum, auk þess sem sjóðun-
um hefur fækkað með sameining-
um fjármálafyrirtækja, og hafa því
eignir í stýringu þeirra sem hlutfall
af markaðsvirði skráðra félaga dreg-
ist mikið saman á síðustu árum.
Eign hlutabréfasjóða sem hlutfall af
heildarmarkaðsvirði skráðra félaga
í Kauphöllinni var um 18 prósent
vorið 2015 en hefur lækkað niður í
6 prósent fjórum árum síðar.
Þá hafa erlendu fjárfestingar-
sjóðirnir, sem hófu fyrst að kaupa
í íslenskum hlutabréfum á árinu
2015, minnkað stöður sínar í
f lestum íslenskum fyrirtækjum
að Arion banka og Marel undan-
skildum þar sem þeir hafa aukið
við hlut sinn. Þessir sjóðir hafa verið
nokkuð fyrirferðarmiklir og miklar
breytingar á eignarhaldi þeirra
vegna kaupa og sölu á félögum hafa
haft talsverð áhrif á verðmyndun á
markaðinum.
Allt frá því seint á árinu 2015 hafa
lífeyrissjóðirnir beint f læði í sjóðs-
félagalán og erlendar fjárfestingar.
Heildarf járfesting Íslendinga í
erlendum verðbréfum hefur numið
130 milljörðum það sem af er ári en
á sama tímabili hafa útlendingar
aðeins fjárfest fyrir þrjá milljarða
króna í íslenskum verðbréfum.
Jákvæð teikn
Jóhann segist þó gera sér væntingar
um meiri virkni á næsta ári. Hann
nefnir að íslenski hlutabréfamark-
aðurinn sé kominn á athugunarlista
MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrir-
tæki heims. Niðurstöðu er að vænta
í þessum mánuði og ef hún verður
jákvæð verða skráð íslensk félög
gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020.
Ísland verður fyrst um sinn í f lokki
vaxtarmarkaða (e. frontier markets).
„Það eru allar líkur á því að mark-
aðurinn muni fá aukna athygli frá
erlendum fjárfestum þegar og ef
markaðurinn verður gjaldgengur í
vísitöluna í vor. Það er nokkur fjöldi
af sjóðum úti í heimi sem fjárfesta í
samræmi við vísitöluna eða hafa hana
sem viðmið,“ segir Jóhann og tekur
dæmi um vísitölusjóð í stýringu sjóð-
stýringarrisans Blackrock. Fjárfest-
ingar sjóðsins fylgja Frontier-vísitölu
MSCI og ef hann ákveður að fjárfesta
á íslenska markaðinum í samræmi við
stærð markaðarins í vísitölunni muni
hann þurfa að kaupa íslensk hlutabréf
fyrir 5,6 milljarða króna.
Þegar greint var frá því að Ísland
væri komið á athugunarlistann ræddi
Financial Post við nokkra erlenda
sjóðstjóra um málið. Þeir höfðu á
orði að líklega væri seljanleiki flestra
skráðra íslenskra félaga ekki nægi-
legur að Marel og Arion banka und-
anskildum.
Þá leiðir Jóhann líkur að því að
innkoma stærri einkafjárfesta á
markaðinn á síðustu misserum hafi
aukið aðhald sem geti aukið áhuga
almennra fjárfesta á markaðinum.
Hann bendir jafnframt á að arð-
greiðslur og endurkaup fyrirtækja
hafi skilað rúmlega 4 prósenta
ávöxtun sem er meira en það sem
hefðbundnir lausafjársjóðir, innláns-
reikningar og ríkisskuldabréf eru að
gefa um þessar mundir.
Hvernig er hægt að auka virkni og
skoðanaskipti á hlutabréfamarkað-
inum?
„Ég er á þeirri skoðun að aukið
Markaðurinn
krefst fleiri
fjárfesta
Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti
inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera
í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI
mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins.
Ólík sjónarmið um möguleikann á afskráningum.
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Tillögur í Hvítbókinni
til að efla skilvirkni
verðbréfamarkaða
1. Auka frelsi einstaklinga við
ávöxtun viðbótarlífeyris-
sparnaðar.
2. Fjárfestingum lífeyrissjóð-
anna komið í faðmslengdar-
fjarlægð inn í fjárfestingar-
sjóði.
3. Skýr aðskilnaður á milli
eignastýringar og reksturs
bankastofnana.
4. Leyfa frjálsa för erlendra lang-
tímafjárfesta inn á íslenska
fjármálamarkaðinn, án bindi-
skyldu.
5. Efla viðskiptavakt bankanna
þriggja með auknum heim-
ildum fyrir stöðutökur.
6. Gefa fjárfestingarsjóðum
almennt aukið frelsi til stöðu-
töku, s.s. með því að taka
skortstöður.
7. Gefa almenningi skattalega
hvata til þess að kaupa hluta-
bréf.
✿ Eign hlutabréfasjóða sem hlutfall af virði félaga
6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-E
1
C
4
2
4
2
8
-E
0
8
8
2
4
2
8
-D
F
4
C
2
4
2
8
-D
E
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K