Fréttablaðið - 06.11.2019, Síða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki velja að flétta reglu-bundna starfsemi saman við
samfélagsverkefni og kaupa vörur
af Múlalundi sem annars væru
keyptar annars staðar. Þannig
skapast störf fyrir fólk með skerta
starfsorku. „Að nota vörur frá
Múlalundi er því einfaldasta sam-
félagsverkefnið,“ Sigurður Viktor
Úlfarsson, framkvæmdastjóri
Múlalundar vinnustofu SÍBS.
Umhverfisvænir pappírspokar
eru stöðugt að verða mikilvægari
þáttur í starfsemi Múlalundar
vinnustofu SÍBS sem veitir um
80 manns með skerta starfsorku
vinnu árlega.
Fjölbreytt úrval burðar- og
gjafapoka
„Múlalundur býður upp á fjölbreytt
úrval umhverfisvænna papp-
írspoka. Pokarnir fást í ýmsum
stærðum, litlir og stórir. Hægt er að
fá þá í brúnum náttúrulit en einnig
í hvítum, svörtum og rauðum með
matt- eða glansáferð. Handföngin
eru ýmist snúin eða flöt. Snúnu
handföngin eru notuð þegar bera
á litla þyngd í pokunum, til dæmis
fatnað eða létta gjafavöru. Sléttu
handföngin henta betur þegar bera
á meiri þyngd í pokunum, til dæmis
matvöru eða aðra þyngri vöru.
Fallegir jólagjafapokar eru einn-
ig í boði í nokkrum litum,“ segir
Sigurður Viktor.
„Pokarnir eru innfluttir af
Múlalundi en skila mikilvægum
fjármunum inn í rekstur vinnu-
staðarins, auk þess að skapa störf
fyrir fólk með skerta starfsorku við
afgreiðslu og lager,“ bætir hann við.
Merktir pokar skapa enn
fleiri störf
Fjölmargir kjósa að merkja pokana
með fyrirtækismerki eða ann-
arri merkingu. Með því verður til
öflug auglýsing þar sem notendur
pokanna taka þá víða og nota aftur
og aftur. Merkingarnar geta verið í
ýmsum litum. Pokarnir eru merktir
af starfsfólki Múlalundar og skapa
þar dýrmæt störf.
Poki.is nýtt vörumerki á
vegum Múlalundar
Á 60 ára afmælisári Múlalundar
sem nú er senn á enda var tekið í
notkun nýtt vörumerki, Poki. is.
„Með Poki.is fá viðskiptavinir
okkar vefslóð sem mjög auðvelt er
að muna þegar kaupa þarf poka.
Poki.is sendir netnotandann beint
í pokahluta vefverslunar Múla-
lundar þar sem í boði er fjölbreytt
úrval pappírspoka.“
Nýjar enn umhverfisvænni
Eglamöppur úr pappír
Nýjungarnar eru fleiri á Múlalundi.
„Nú í haust komu á markaðinn
nýjar Eglamöppur en þær hafa
verið vinsælustu bókhaldsmöppur
Múlalundar í áratugi. Eglamöppur
eru afar vandaðar.“
Nýju Eglamöppurnar eru ein-
göngu úr pappa og pappír, auk
járnsins, og er pappírskápa límd
utan á endurunninn pappa. Þær
eru því án plasts og henta vel til
endurvinnslu í lok notkunar.
„Nýju möppurnar eru sérstyrkt-
ar, járnin eru þau sömu og áður.
Þær koma í svörtu, hvítu og bláu
en hefðbundnu möppurnar fást í
átta litum. Pappírinn í möppunum
er evrópskur, vottaður pappír. Þær
eru því enn umhverfisvænni kostur
en eldri gerðin,“ segir Sigurður.
Dagatöl og merktar dag-
bækur vinsælar um áramót
Sigurður bendir á að nú líði að
áramótum og Múlalundur sé
áramótafyrirtæki. „Í áratugi hafa
fyrirtæki um allt land nýtt sér stór
borðdagatöl Múlalundar, ýmist á
borðum eða uppi á vegg í tengslum
við sýnilega stjórnun. Þá framleiðir
Múlalundur dagatöl fyrir fjölda
fyrirtækja auk þess að gefa út eigið
dagatal. Múlalundur framleiðir líka
dagatalsblokk sem fólk getur nýtt
á dagatöl sem það föndrar sjálft,“
segir hann.
„Á Múlalundi er einnig í boði
glæsilegt úrval dagbóka af ýmsum
stærðum og gerðum. Þá eru fjöl-
margir sem kjósa að merkja þær
með merki fyrirtækisins og nafni
starfsmanns. Ýmist eru nöfnin
letruð á dagbækurnar eða þrykkt
í ytra byrði bókanna. Það sama er
hægt að gera við til dæmis funda-
eða minnisbækur allt árið um
kring.“
Fjölbreytt handavinna og sér-
framleiðsla
„Hjá Múlalundi tökum við að
okkur mjög fjölbreytt verkefni
fyrir fyrirtæki og stofnanir víðs
vegar um samfélagið til lengri eða
skemmri tíma. Öll þessi verkefni
skapa störf fyrir fólk með skerta
starfsorku auk þess að skila
hágæðaverki til viðskiptavina.
Mörg fyrirtæki ná með við-
skiptum sínum við Múlalund að
flétta saman daglega starfsemi og
samfélagsverkefni sem er frábær
blanda. Þetta eru ýmist sérfram-
leiðsluverkefni eða fjölbreytt verk
sem þarf að vinna í höndunum.
Verkefni til lengri tíma eru sér-
staklega mikilvæg,“ segir Sigurður.
„Á Múlalundi vinna dugmiklir
einstaklingar sem hafa þurft að
takast á við fötlun og veikindi, bæði
andleg og líkamleg, í kjölfar slyss
eða heilsubrests.“
Vefverslunin vinsæl
Á heimasíðunni mulalundur. is
er rekin stór vefverslun. „Þar geta
viðskiptavinir valið úr glæsilegu
úrvali og bæði verð og úrval kemur
flestum á óvart.
Það er einfalt að versla á netinu
og við sendum vörurnar strax dag-
inn eftir,“ útskýrir Sigurður, en fari
pöntun yfir 16 þúsund krónur er
frí heimsending um allt land. Fyrir
lægri pantanir er lágt sendingar-
gjald, 2.150 krónur.
Á Múlalundi er sífellt leitað nýrra
verkefna svo skjóta megi fleiri og
styrkari stoðum undir reksturinn.
Virkir á vinnumarkaði
Á Múlalundi er aðstaða til að taka
á móti mun fleira starfsfólki en for-
senda fjölgunar er aukin viðskipti
og verkefni. „Þetta er hörkuduglegt
fólk og það þarf að hafa nóg að gera.
Vinnudagur og verkefni eru löguð
að getu hvers og eins.
Nýir pappírspokar, Eglamöppur
í sátt við umhverfið, dagbækur,
dagatöl og fjölbreytt verkefni
styðja við starfsemi Múlalundar og
tryggja fjölbreytni í verkefnum,“
segir Sigurður ánægður.
Múlalundur vinnustofa SÍBS er við
Reykjalund í Mosfellsbæ. Sími 562
8500 netfang mulalundur@mula-
lundur.is. Sjá nánar á mulalundur.is
og poki.is
Starfsmenn Múlalundar eru með mismikla starfsorku en Sigurður segir að allir séu vinnusamir. LJÓSMYND: JÓN PÁLL
Fallegir bréf-
pokar með jóla-
mynstri fyrir
fyrirtæki.
Pokana er líka hægt að fá einlita og með merki viðkomandi fyrirtækis.
Starfsfólk Múlalundar sér um að merkja sem skapar mikilvæg störf
Venjulegir burðarpokar í nokkrum stærðum sem henta fyrir verslanir.
Nýju Egla-möppurnar eru sérstak-
lega vandaðar, án plasts og enn
umhverfisvænni
Múlalundur býður
upp á fjölbreytt
úrval umhverfisvænna
pappírspoka. Pokarnir
fást í ýmsum stærðum,
bæði litlir og stórir.
Pokarnir fást í ýmsum
litum og stærðum. Þá er
einnig hægt að fá fallega
jólapoka.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-C
E
0
4
2
4
2
8
-C
C
C
8
2
4
2
8
-C
B
8
C
2
4
2
8
-C
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K