Fréttablaðið - 06.11.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 06.11.2019, Síða 26
Haldist skilyrði fyrir frekari vaxta- lækkunum þurfa lands- menn þó jafnframt að hafa það hugfast að engin er rós án þyrna. Þó vextir á Íslandi fari nú lækk-andi, og séu í sögulegu lág-marki, eru þeir ekki jafn lágir og erlendis. Bandaríska seðlabank- anum tókst rétt svo að hífa vexti upp í 2,5% í byrjun árs áður en bankinn hóf vaxtalækkunarferli á ný í sumar. Í síðustu þremur kreppum lækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti um 5%, en í þetta skiptið er svigrúmið helmingi minna. Enda var hætt við vaxtalækkun í síðustu viku, af ótta við að spila út svigrúminu ef efna- hagsástandið skyldi versna verulega á komandi ári. Þá hafa stýrivextir í Evrópu verið neikvæðir frá því í júní 2014. Evrópski seðlabankinn leitar á ný leiða til að lækka markaðsvexti enn frekar með markaðsaðgerðum í formi verðbréfakaupa, svokallaðri magnbundinni íhlutun (e. quan- titative easing). Neikvæðu vextirnir hafa smitast út í kerfið, eins og ætl- unin var. Evrópskir bankar rukka nú eigendur stórra innistæðna fyrir að leggja peningana inn á bankabók. Þýska ríkið fjármagnaði sig til 10 ára fyrr í haust á neikvæðum vöxtum, sem þýðir að fjárfestar fá minna til baka en þeir upphaflega lánuðu ríkinu. Íslenskir lántakendur kunna að horfa öfundaraugum á þessa stöðu. En það er önnur hlið á peningnum. Þó tilhneigingin sé að skipta lands- mönnum upp í tvo hópa, þá sem eiga fjármagn og þá sem fá fjármagn að láni, er það einföldun. Við leggjum öll fyrir að minnsta kosti 15,5% af tekjum okkar fyrir skatt í lífeyrissjóð til ávöxtunar. Stærsti hluti útborgaðs lífeyris kemur til vegna ávöxtunar sem er skattfrjáls. Vaxtavextir leika hér lykilhlutverk, en með því að taka ekki út vaxtatekjur fær fjár- festir ekki aðeins vexti greidda á fjármagnið sem lagt er inn í sjóðinn, heldur einnig á vaxtatekjurnar. Ef ávöxtunin er 8% verða 100 þúsund krónur að 260 þúsund á tuttugu árum ef vaxtatekjur eru teknar út, en að 466 þúsund krónum ef vaxtatekj- ur sitja óhreyfðar. Skyldusparnaður í lífeyrissjóð er því mikil fjárfesting og skiptir ávöxtunin þar lykilmáli. En vaxtavextir falla um sjálfa sig ef vextir verða neikvæðir, bæði nafnvextir og raunvextir, því minna verðmæti situr eftir en lagt var inn. Lífeyrissjóðir í Evrópu, og Japan þar sem vextir hafa verið lágir í langan tíma, standa nú frammi fyrir tví- þættum vanda; hækkandi lífaldur krefst enn betri ávöxtunar til að standa straum af lífeyrisgreiðslum til lengri tíma en ella, á sama tíma og erfiðara reynist að finna ávöxtun. Í Japan hafa fjárfestingar utan hins hefðbundna skulda- og hlutabréfa- markaðar aukist hratt, eignir sem eru ekki auðseljanlegar en veita von um jákvæða ávöxtun. Að jafnaði er gerð krafa til lífeyrissjóða að fjár- festa í öruggum eignum sem bjóða upp á stöðugt greiðsluflæði, en vandi skapast þegar öruggu eignirnar á markaðnum bjóða litla sem enga, eða jafnvel neikvæða, ávöxtun. Þó lækkandi vextir hafi hækkað verð á eldri skuldabréfum, og margir fjár- festar notið góðs af því, þá bjóða nýjar útgáfur í núverandi vaxtaum- hverfi upp á litla ávöxtun. Lífeyris- sjóðir horfa til framtíðarávöxtunar til að mæta skuldbindingum langt fram í tímann, ekki aðeins stöð- unnar í dag. Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið á að auka erlendan sparnað Íslendinga í gegnum fjár- festingar lífeyrissjóðanna. Hátt í hundrað milljarðar króna af líf- eyrissfé leita nú út úr landinu í betri eignadreifingu árlega. Sjóðirnir okkar mæta nýjum veruleika lág- vaxtastefnunnar erlendis þar sem erfiðara gæti reynst að læsa inn örugga og góða ávöxtun næstu árin. Viðhorf okkar Íslendinga til vaxta hefur ef til vill ráðist af þeirri sögu- legu staðreynd að við höfum verið skuldaraþjóð. Erlendar skuldir voru meiri en eignir, enda eina leiðin til að fjármagna þann viðvarandi viðskiptahalla sem var við lýði frá seinni heimsstyrjöld fram til 2009. Staðan er nú önnur því hrein erlend staða landsins, eða eignir umfram skuldir, hefur aldrei verið betri. Nú lánum við umheiminum, og ef fram heldur sem horfir, á lágum vöxtum. Snertipunktar finnast þannig við þetta einstaka lágvaxtaástand, án þess að íslenskir vextir séu til umræðu. Hin hliðin á peningnum Kristrún Frostadóttir aðalhagfræð- ingur Kviku Kínversk stjórnvöld leggja meiri áherslu á innflutningSkotsilfur Ásta Fjeldsted framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs Íslands Ef það heldur ekki, verðlagið, vextirnir og búvöruverðið, ríkisstjórnin, verkalýðsfélög- in. Ef einhver hópur fer að vaða uppi í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á því að þetta verð- ur að byggjast á gagnkvæmu jafn- ræði á milli hópa. Það þýðir ekki að keyra áfram, einhverjir sérhópar upp yfir aðra því þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki Guðmunds- son eftir að skrifað hafði verið undir hina svokölluðu þjóðarsáttarsamn- inga árið 1990. Þá líkt og nú var efnahagslegur stöðugleiki undir því kominn að línan sem dregin var í kjarasamn- ingum héldi enda stöðugleiki á vinnumarkaði undirstaða verð- stöðugleika og þar með lágs vaxta- stigs. Á Íslandi hafa vextir aldrei verið lægri. Færa má rök fyrir því að í fyrsta sinn á tímum nútíma hag- stjórnar megi tala um Ísland sem lágvaxtaland. Það verður umfjöll- unarefni árlegs Peningamála- fundar Viðskiptaráðs sem fram fer á morgun. Lágum vöxtum ber að fagna en hvort tveggja heimilin og viðskiptalífið hafa lengi beðið um og beðið eftir lækkun vaxta. Haldist skilyrði fyrir frekari vaxtalækkunum þurfa landsmenn þó jafnframt að hafa það hugfast að engin er rós án þyrna. Lágt vaxta- stig kemur fram í lægri kostnaði einstaklinga og fyrirtækja en hin hliðin á peningnum er sú að það felur í sér lægri ávöxtun sparnaðar. Slíkt getur til að mynda haft víð- tæk áhrif á lífeyrissjóði landsins og skapað hvata fyrir sjóðina til þess að sækja í áhættumeiri eignir. Yfirskrift Peningamálafundar- ins er töluvert breytt frá því í fyrra þegar við hjá Viðskiptaráði veltum því upp hvort við yrðum hávaxta- land að eilífu. Lágir vextir geta þó verið skammgóður vermir ef illa fer í samningum hins opinbera við starfsmenn sína. Missi samningsað- ilar sjónar á stóra samhengi efna- hagsmálanna er hætt við að Seðla- bankinn neyðist til þess að hækka vexti á ný sem aftur grefur undan Lífskjarasamningunum og getur leitt til enn frekari vaxtahækkana. Það er því mikið undir og verður fróðlegt að heyra sjónarhorn nýs seðlabankastjóra á þau úrlausnar- efni í hagstjórn sem standa fyrir dyrum um þessar mundir. Ótroðnar lágvaxtaslóðir  Viðhorf okkar Íslendinga til vaxta hefur ef til vill ráðist af þeirri sögulegu staðreynd að við höfum verið skuldara- þjóð Xi Jinping, forseti Kína, ávarpar fjölmiðla á alþjóðlegri innf lutningsráðstefnu í Sjanghæ en kínversk stjórnvöld munu að hans sögn framvegis leggja meiri áherslu á innf lutning en áður. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta stendur nú frammi fyrir ákvörðun um að afnema suma tolla á kínverskan innf lutning til þess að liðka fyrir samningaviðræðum milli stórveldanna. QILAI SHEN/BLOOMBERG VIA GETTY IMAGES Slæm skilyrði Samkeppniseftir- litið undir stjórn Páls Gunnars Pálssonar setti ströng skilyrði við því að samruni Haga og Olís næði fram að ganga. Högum var til að mynda gert að selja þrjár Bónus- verslanir og enduðu þær í höndum Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar sem opnaði nýjar verslanir undir vörumerkinu Super1. Nú er búið að loka tveimur af þremur verslunum Super1 og óhjákvæmilega vekur það upp spurningar um hvort ströng skilyrði hafi verið til þess fallin að auka samkeppni á svæð- unum. Eða hvort afleiðingarnar séu í raun þær að neytendur séu verr settir vegna framgöngu Sam- keppniseftirlitsins í þessu máli. Meira pláss Ólíklegt er að sam- eining Seðlabanka Íslands og Fjár- málaeftirlitsins, sem leidd verður af Ásgeiri Jóns- syni seðlabanka- stjóra, verði fyrir- mynd þegar kemur að hagræðingu í ríkisrekstrinum. Forsætisráðherra hefur áður sagt að ekki sé stefnt að fækkun starfsmanna hjá samein- aðri stofnun. Nú vill Seðlabankinn hækka Svörtuloft um tvær hæðir í ljósi þess að starfsmönnum mun fjölga um 40 prósent. Húsnæðið er fyrir með 13 þúsunda fermetra gólfflöt og starfsmenn sameinaðr- ar stofnunar verða um 300 talsins. Það gerir 43 fermetra á mann og þá er ótalinn allur fermetrafjöldinn sem bætist við þegar húsið verður hækkað. Leitun er að plássfrekari stofnun. Á leið til Fossa Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað sem lögmaður á lögmannsstof- unni SKR, hefur verið ráðin yfir- lögfræðingur Fossa markaða. Hún kemur í stað Birnu Hlínar Káradóttur, sem sagði upp störfum hjá verðbréfa- fyrirtækinu í haust til að taka við starfi yfirlögfræðings Arion banka í kjölfar skipulagsbreytinga. Þórunn hefur meistarapróf í lögum frá Há- skólanum í Reykjavík og málflutn- ingsréttindi fyrir héraðsdómi. 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 0 6 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 8 -E 1 C 4 2 4 2 8 -E 0 8 8 2 4 2 8 -D F 4 C 2 4 2 8 -D E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.