Fréttablaðið - 06.11.2019, Qupperneq 35
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Miðvikudagur
hvar@frettabladid.is
6. NÓVEMBER 2019
Orðsins list
Hvað? Hver er staðan í endurheimt
votlendis?
Hvenær? 8.30-11.00
Hvar? Kaldalón, Hörpu
„Er klukkan orðin fimm? Vanga-
veltur um tímasetningu björgun-
araðgerða“ er yfirskrift fundar
sem Votlendissjóður efnir til.
Hvað? Fræðsluerindi
Hvenær? 12.00-13.00
Hvar? Þjóðminjasafnið
Magnús Karl Magnússon, læknir
og prófessor, f lytur erindi á vegum
Vísindafélags Íslands um nóbels-
verðlaunin í læknisfræði 2019.
Tónlist
Hvað? Stórtónleikar
Hvenær? 19.30
Hvar? Háskólabíó
Skólahljómsveit Kópavogs leikur
tónlist sem tengist Barnasáttmál-
anum. Stjórnendur: Össur Geirs-
son og Jóhann Björn Ævarsson.
Hvað? Tónleikar Slayer
Hvenær? 19.30
Hvar? Bíó Paradís
Tónleikarnir eru sýndir samtímis í
kvikmyndahúsum um allan heim.
Hvað: Kvintett Sigurðar Flosasonar /
Hans Olding á Múlanum
Hvenær: 6. nóvember kl. 21.00
Hvar: Múlinn jazzklúbbur, Björtu-
loft, Hörpu
Hvað? Langi Seli og Skuggarnir
Hvenær? 21.00-23.00
Hvar? Petersen svítan,
Hin rúmlega 30 ára gamla sveit
spilar sína frumsömdu tónlist með
tilbrigðum við rokkabillýið og
rokksöguna.
Aðrir viðburðir
Hvað? Teiknismiðja
Hvenær? 16.00-17.30
Hvar? Borgarbókasafnið, Árbæ
Kristín Arngrímsdóttir, mynd-
listarmaður og starfsmaður safns-
ins, verður þátttakendum innan
handar. Ókeypis þátttaka.
Hvað? Skrekkur – undanúrslit
Hvenær? 20.00
Hvar? Borgarleikhúsið
Fulltrúar átta grunnskóla í Reykja-
vík keppa um að komast á úrslita-
kvöldið.
BÆKUR
Við erum ekki morðingjar
Dagur Hjartarson
Útgefandi: JPV útgáfa
Fjöldi síðna: 173
Skáldsagan Við erum ekki morð-
ingjar eftir Dag Hjartarson er
nokkurs konar myrk spennusaga
um unga konu sem skrifar bók
sem leggur líf hennar í rúst. Þetta
er önnur skáldsaga Dags en fyrsta
skáldsaga hans, Síðasta ástarjátn-
ingin, var tilnefnd Bókmenntaverð-
launa Evrópusambandsins.
Þegar Við erum ekki morðingjar
hefst er ár liðið frá útgáfu bókar-
innar umdeildu og líf konunnar
er í algjörri upplausn. Kærastinn
sparkaði henni út á guð og gaddinn,
hún er vinalaus og er lögð í einelti á
samfélagsmiðlum.
Þegar hún fær svo óvænt tækifæri
til þess að setjast niður með ókunn-
ugum meðleigjanda sínum og segja
honum sína hlið málsins þá grípur
hún gæsina en hefur einungis til
þess eina nótt. Meðleigjandinn er á
leiðinni úr landi og leitast höfundur
þannig við að hámarka spennu frá-
sagnarinnar.
Strax á fyrstu síðum bókarinnar
byggir Dagur upp miklar væntingar
hjá lesanda hvað varðar fram-
haldið. Ekki nóg með það að öll
atburðarás verksins snúi að því
að upplýsa lesanda um innihald
bókarinnar margumræddu heldur
er gefið sterklega til kynna snemma
í verkinu að meðleigjandinn búi yfir
myrku leyndarmáli.
Á sama tíma og söguþráðurinn
er nokkuð spennandi á köflum þá
skemmir fyrir hversu höfuðper-
sónur sögunnar, rithöfundurinn
ungi og meðleigjandi hennar, eru
litlausar og vekja litlar sem engar
tilfinningar hjá lesanda. Sögumað-
urinn á til að mynda að vera ung
kona í tilvistarkreppu sem aldrei
hefur myndað almennileg tengsl
við neinn, nema fyrrverandi kær-
astann, sem kenndi henni að gráta.
Samt sem áður er hún einhvers
konar snillingur sem var semídúx
í menntaskóla og fær útgáfusamn-
inga hægri, vinstri.
Skemmtilegustu sprettir verks-
ins eru þeir sem snúa að sköpun
bókarinnar umdeildu, allt frá því að
söguhetjan lokar sig af í litlu húsi á
Stokkseyri og skrifar frá sér allt vit
til útgáfu þar sem hún missir tök á
eigin verki. Dagur veltir upp ýmsum
áhugaverðum spurningum um sið-
ferðisleg vafamál í íslenskum sam-
tíma og er sá þáttur verksins sem
snýr að elítu íslenskrar bókaútgáfu
líka litríkur og skemmtilegur.
Eins verður að minnast á endi
verksins sem er nokkur vonbrigði
og skilar ekki því sem lesanda var
lofað en búið var að byggja upp
væntingar um í góðar 150 blaðsíður.
Bryndís Silja Pálmadóttir
NIÐURSTAÐA: Spennusaga með
skemmtilegum sprettum en skilar ekki
nægilega miklu.
Miklar
væntingar
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
„SANNKALLAÐUR
YNDISLESTUR“
R Þ / M O R G U N B L A Ð I Ð
Áhrifamikil fjölskyldusaga eftir Steinunni
Helgadóttur um leitina að hamingjunni,
breyskleika og óvænta krafta.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19M I Ð V I K U D A G U R 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9
0
6
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:1
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
8
-D
C
D
4
2
4
2
8
-D
B
9
8
2
4
2
8
-D
A
5
C
2
4
2
8
-D
9
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K