Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 2

Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 2
Það sem vefst fyrir flestum eru regl- urnar sem gilda um hrók- anir. Gunnar Björnsson, forseti skáksam- bands Íslands Það verður bæði að bæta aðstöðuna og stækka deildina því að hún getur ekki tekið við öllum. Guðrún Péturs- dóttir, formaður stjórnar Hollvina Grensásdeildar Veður Lægir um morguninn. Suð- austan 8-13 eftir hádegi. Rigning suðaustan til, en þurrt á Norður- landi, en annars úrkomulítið. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig, mildast syðst. SJÁ SÍÐU 40 Mótmæltu brottflutningi albanskrar fjölskyldu 31. okt — 14. nóv hverfidmitt.is Kosning HLAÐVARPIÐ Hlaðvarpsþátturinn Skjáskot, nefndur eftir samnefndri bók Bergs Ebba, er kominn í loftið. Bókin Skjáskot fjallar um samskipti manns og tækni og mun hver þáttur taka á nýjum kafla í bókinni. Hlað- varpið verður í fjórum þáttum sem verða byggðir á mismunandi köfl- um bókarinnar. Eftir upplestur frá höfundi mætast gestir til að ræða kaflann, en í fyrsta þættinum eru það Saga Garðarsdóttir og Jóhann Kristófer Stefánsson sem taka fyrir afstöður gegn afstöðum, innrás tækninnar í einkalífið og ábyrgðar- tilfinninguna sem fylgir því að taka símtal. Fyrsti þátturinn er nú aðgengilegur á Hlaðvarpi Frétta- blaðsins, Spotify og iTunes. – atv Samskipti manns og tækni SAMFÉLAG Um síðustu helgi lauk heimsmeistaramótinu í Fischer- slembiskák í Bærum í Noregi. Mótið vakti mikla athygli ytra enda öttu þar kappi fremstu skákmenn heims í þessu óvenjulega af brigði af skák- listinni. Þar á meðal Magnus Carl- sen, heimsmeistari í skák, sem er þjóðhetja hjá frændþjóðinni. Íslendingar áttu fulltrúa á vett- vangi en yfirdómari mótsins var Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands. Hann segir að mótið hafi verið frábær upplifun en óvenju mikið hafi þó reynt á dómara mótsins því þessir bestu skákmenn heims voru ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu. Fischer-slembiskák er, eins og nafnið gefur tilkynna, hugarfóstur Bobbys Fischer heitins, skáksnill- ingsins sem hvílir nú í íslenskri mold. Fischer hafði áhyggjur af því að búið væri að rannsaka hina hefðbundnu skák um of og bjó því til nýtt af brigði. Það virkar þann- ig að þungu mönnunum er raðað á tilviljanakenndan hátt fyrir aftan peðin en þegar leikar hefjast gilda almennar skákreglur. Afleiðingin er sú að skákmenn geta ekki undirbú- ið sig eins og vanalega heldur þurfa alfarið að treysta á hyggjuvitið yfir borðinu. „Það sem vefst fyrir f lestum eru reglurnar sem gilda um hrókanir. Það kom einmitt upp eitt atvik þar sem einn besti skákmaður heims, Rússinn Nepomi klúðraði hrókun og upphófst heilmikil rekistefna. Ég úrskurðaði leikinn ólöglegan en málinu var síðan áfrýjað og niður- staðan varð sú að skákin var endur- tekin. Ég er enn á því að það hafi verið kolröng ákvörðun en þetta sýnir kannski að þetta afbrigði er að feta ótroðnar slóðir,“ segir Gunnar. Að hans mati var um frábæran viðburð að ræða sem mun eflaust stuðla að framgangi Fischer-slembi- skákarinnar. „Þetta er frábært af brigði af skáklistinni samhliða hinni hefðbundnu skák sem ég tel að eigi nóg eftir,“ segir Gunnar. Hann segir mikinn heiður hafa verið fólginn í því að honum bauðst að vera aðaldómari mótsins. „Sam- starf milli íslensku og norsku skáksambandanna er afar gott og þetta er angi af því. Samhliða móts- haldinu fundaði ég einnig með full- trúum norsku skákhreyfingarinnar um þá hugmynd að Noregur og Ísland standi saman að skipulagn- ingu heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 2022,“ segir Gunnar. Þær hugmyndir hafa verið viðr- aðar áður að Ísland tæki að sér ein- vígið í tilefni af 50 ára afmæli Ein- vígis aldarinnar sem fór fram árið 1972. Meðal annars fundaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, í byrjun árs með forseta Alþjóðaskáksambandsins um málefnið þegar sá síðastnefndi kom í heimsókn til landsins. bjornth@frettabladid.is Þeir bestu ekki alveg með reglurnar á tæru Forseti Skáksambandsins var yfirdómari á heimsmeistaramótinu í Fischer- slembiskák sem fram fór á dögunum. Hann segir mikið hafa reynt á dómar- ann þar sem bestu skákmenn heims hafi ekki verið með reglurnar á hreinu. Hópur fólks mótmælti brottvísun albanskrar fjölskyldu, sem vísað var úr landi á þriðjudag, í dómsmálaráðuneytinu í gær. Um er að ræða par og tveggja ára son þeirra. Konan var gengin 36 vikur á leið þegar henni var vísað frá Íslandi þrátt fyrir að hafa fengið vottorð frá heilbrigðisstarfsfólki um að hún væri ekki í standi til að f ljúga. Mæður og óléttar konur voru sérstaklega hvattar til að mæta á mótmælin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Wesley So, sem er hér til hægri, varð heimsmeistari. MYND/MARIA EMELIANOVA SAMFÉLAG „Við erum eiginlega hættar að prjóna vettlinga og reyna að byggja spítala fyrir prjónaða vettlinga,“ segir Guðrún Péturs- dóttir, formaður stjórnar Hollvina Grensásdeildar. Jólakaf f i og basar Hollvina Grensásdeildar verður haldinn í Bústaðakirkju í dag frá klukkan 13-17. Þar verða til sölu ýmsar kræsingar og happdrættismiðar til styrktar deildinni ásamt því að hljómsveitin Strá-kurr tekur lagið. „Jólakaffið er okkar leið til að safna fé fyrir deildina og með því fjármagni getum við keypt búnað sem vantar,“ segir Guðrún. „Draumur okkar er að safna nægum peningum til þess að geta fengið ríkið til liðs við okkur í því að byggja við Grensásdeildina,“ segir Guðrún. „Húsnæðið sem deildin er í er gjörsamlega glatað. Það verður bæði að bæta aðstöðuna og stækka deildina því að hún getur ekki tekið við öllum sem þurfa að komast inn. Þá liggur fólk á legudeildum í stað þess að byrja í endurhæfingu og á meðan minnka batahorfurnar,“ segir hún. „Þetta er skemmtilegur dagur þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og styrkt þetta mikil- væga málefni. Við vitum jú aldrei hvenær slysin verða eða hver er næstur,“ segir Guðrún. Nánar má lesa um stöðu Grensásdeildar á fretta bladid.is. – bdj Draumurinn að stækka Grensás Bergur Ebbi Benediktsson. 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 2 -E E 3 4 2 4 3 2 -E C F 8 2 4 3 2 -E B B C 2 4 3 2 -E A 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.