Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 6

Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 6
Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óal- gengt að fangar séu fluttir milli fangelsa. Páll Winkel, for- stjóri Fangelsis- málastofnunar EKKI MISSA AF SÝNINGU ÁRSINS Allra síðustu sýningar komnar í sölu 6 Grímuverðlaun borgarleikhus.is JAFNRÉTTISMÁL Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti stöðu jafn- launavottunar á ríkisstjórnarfundi í vikunni. Á fundinum kom fram að kallað hefði verið eftir upplýsingum um stöðu jafnlaunavottunar hjá rík- isstofnunum frá öllum ráðuneytum og höfðu upplýsingar borist frá 122 sem öðlast eiga vottun fyrir áramót. Alls hafa 35 opinberir aðilar af þessum 122 fengið jafnlaunavottun, 43 stefna á að öðlast hana fyrir ára- mót og 42 eru í innleiðingarferli sem ekki er gert ráð fyrir að klárist fyrir áramót. Tvær stofnanir hafa ekki hafið innleiðingarferli, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Sam- keppniseftirlitið. Öllum opinberum stofnunum, sjóðum og fyrirtækjum sem eru að hálfu eða að meirihluta rekin af rík- inu og þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri ber samkvæmt lögum að hafa öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2019. Sömu lög gilda um öll fyrirtæki þar sem starfa fleiri en 250 manns. Heimilt er að beita dag- sektum verði skilyrði laganna ekki uppfyllt. Katrín Jakobsdóttir telur ólíklegt að það takist að klára innleiðingar- ferli þeirra 85 aðila sem samkvæmt lögum skuli öðlast vottun fyrir ára- mót en hafa enn ekki gert það. „Ég er bjartsýn á að þetta verði allavega komið af stað hjá þeim sem heyra undir lögin en ég á ekki von á því að það verði klappað og klárt fyrir áramót,“ segir hún. „Þetta er verkefni sem fór hægt af stað en hefur tekið við sér og ferlið er þannig að gert er ráð fyrir að sjálf- stæð vottunarstofa veiti vottunina. Þeim hefur fjölgað og það hraðar á ferlinu,“ segir Katrín. – bdj Meirihluti hefur ekki öðlast jafnlaunavottun á tilsettum tíma Katrín segir að fjölgun vottunarstofa muni hraða ferlinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FANGELSISMÁL Þorsteinn Halldórs- son sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungl- ingspilti, var í gær f luttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins tengist f lutningurinn brotum Þorsteins á reglum fang- elsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál ein- stakra fanga, en það er ekki óal- gengt að fangar séu f luttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, for- stjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma. Foreldrar brotaþolans í máli Þor- steins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dags- leyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau stað- fest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvu- póst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í við- talinu. Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þor- steinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagn- vart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fang- elsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt. adalheidur@frettabladid.is Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla- Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn ungl- ingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn var fluttur af Sogni á Litla-Hraun sem er öryggisfangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILBRIGÐISMÁL Stjórn SÍBS hefur farið þess á leit við Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra að starfsstjórn verði tilnefnd til að fara með málefni Reykjalundar. Á meðan verði unnið að því að koma á varanlegri stjórn og aðgreina rekstur og endurhæfingu frá ann- arri starfsemi. Þá hefur Herdís Gunnarsdóttir, settur forstjóri Reykjalundar, ákveðið að láta af störfum fyrir stofnunina. Hún segist líta svo á að þau verkefni sem henni voru falin tímabundið séu nú í höfn. Nánar á fréttablaðið.is. – sar Starfsstjórn yfir Reykjalund KJARAMÁL Verkfall ljósmyndara, myndatökumanna og blaðamanna á fjórum vefmiðlum stóð yfir í fjórar klukkustundir í gær. Grunur kom upp um verkfallsbrot hjá RÚV og Morgunblaðinu. Þannig hafi verktaki sem ekki er í Blaðamannafélaginu verið fenginn til að ganga í störf tökumanna á RÚV á meðan á verkfalli stóð. Þá birtust fréttir á mbl.is á þeim tíma sem verkfallið náði yfir. Átján blaðamenn á mbl.is sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með stjórnendur Morgunblaðsins. Þar kemur fram að blaðamenn sem öllu jöfnu skrifi ekki fyrir vefinn hafi gert það á meðan á verkfalli stóð. „Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl. is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsing- unni. Nánar á fréttablaðið.is. – sar Blaðamenn og ljósmyndarar á ritstjórn Fréttablaðsins eru félagar í Blaðamannafélaginu. Blaðamenn mbl.is ósáttir 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -1 5 B 4 2 4 3 3 -1 4 7 8 2 4 3 3 -1 3 3 C 2 4 3 3 -1 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.