Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 8
Eins og staðan er í dag þarf að prenta allar teikningar út, og keyra með afritin til stofnana til að fá stimpla. Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavett- vangsins. HÚSNÆÐISMÁL „Heilt yfir snúa útfærslurnar að því að einfalda regluverk og verkferla til þess að byggingarferlið verði skilvirkara og framleiðni aukin. Þannig náum við að stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem skilar sér í lægra húsnæðisverði,“ segir Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Bygg- ingavettvangsins. Íslenski Byggingavettvangurinn hefur boðað til fundar á Grand Hótel næsta mánudag. Þar verða kynntar fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og ein- földun regluverks. „Við höfum verið að byggja of einsl eitt húsnæði þar sem reglu- verkið hefur m.a. ekki heimilað ákveðna nýsköpun né veitt svigrúm til að byggja hagkvæmar íbúðir. Ég er sannfærð um að þessar metnað- arfullu tillögur sem verða kynntar á mánudaginn munu auðvelda bygg- ingu húsnæðis af því tagi sem hefur verið vöntun á,“ segir Sandra. Þar leikur rafræn stjórnsýsla lykilhlut- verk. Frá árinu 2011 hefur átt sér stað uppbygging á rafrænni byggingar- gátt með það að markmiði að hægt sé að gefa út byggingarleyfi raf- rænt, með því að efla þá vinnu og víkka hlutverk þeirrar gáttar munu ferlar verða einfaldari, skilvirkni og gagnsæi aukast. „Við viljum ganga inn í fjórðu iðnbyltinguna með rafrænni stjórn- sýslu, með einföldum hlut eins og að skylda sveitarfélögin til að nota Byggingargáttina og að innleiða rafrænar undirskriftir inn í gáttina má stytta byggingartíma og lækka byggingarkostnað sem síðan skilar sér í lægra byggingarverði,“ segir Sandra. Hún bætir við að það muni hafa meiri áhrif en marga grunar og tekur dæmi. „Eins og staðan er í dag þarf að prenta allar teikningar út, og keyra með afritin til stofnana til að fá stimpla. Eins og gefur að skilja er það tímafrekt og dýrt. Annað dæmi er að svo hægt sé að fá nákvæmar tölur um það hversu mikið af hús- næði er í byggingu, þarf starfsmað- ur Samtaka iðnaðarins að keyra í þrjár vikur um landið og handtelja íbúðir í byggingu. Með öflugri inn- leiðingu á rafrænum lausnum eins og Byggingargáttin er munu þessir hlutir heyra sögunni til.“ Spurð hvort mikil samstaða sé um breytingarnar sem útfærslur Byggingarvettvangsins fela í sér segir Sandra að svo sé. „Það er mikill einhugur um að nú sé kominn tími til að leysa þessi mál enda er hús- næði ein stærsta fjárfesting fólks á æviskeiði þess. Stjórnvöld hafa lagt aukna áherslu á að létta á reglu- verkinu í byggingariðnaði og skerpa á regluverkinu og tillögurnar sem komu fram í skýrslu átakshópsins gefa skýr skilaboð um að það eigi að taka þetta föstum tökum,“ segir Sandra. Íslenski byggingavettvangurinn var settur á stofn árið 2016 sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana sem koma að byggingar- málum. Hlutverk Byggingavett- vangsins var síðan aukið á þann hátt að auk þess myndi hann fjalla um skipulagsmál í tengslum við byggingu íbúðarhúsnæðis. Sandra segir að útfærslurnar sem kynntar verði á mánudaginn snúi eingöngu að byggingarmálum. Skipulags- málin verði tekin fyrir eftir áramót. thorsteinn@frettabladid.is Rafræn skref í stjórnsýslunni lækka kostnað Innleiðing rafrænna undirskrifta er á meðal út- færslna Byggingavettvangsins sem kynntar verða eftir helgi. Eiga að skila sér í lægri kostnaði við uppbyggingu og þar með lægra húsnæðisverði. Tillögur Byggingarvettvangsins verða kynntar eftir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Mat á áhrifum stórframkvæmda á samfélög Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða býður til opins fundar um mat á áhrifum stórframkvæmda á samfélög þriðjudaginn 12.nóvember 2019 kl 13:15-16:30 í fyrirlestrasal LBH, Þjóðarbókhlöðu Frummælendur: Frank Vanclay, prófessor við háskólann í Groningen Ana Maria Esteves, fv forseti International Association for Impact Assessment Birna Björk Árnadóttir, Skipulagsstofnun Hjalti Jóhannesson, Háskólanum á Akureyri Ólafur Árnason, Eflu Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnisstjórnar RÁ4 Erindi verða flutt á ensku. Beint streymi verður frá fundinum. Nánari upplýsingar á www.ramma.is Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i ára afmælishátíð Spítalans okkar5 Alma Anna Charlotta Sigríður Svandís Dagskrá: Kl. 15.00 Setning – Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður Spítalans okkar Kl. 15.10 – 15.25 „Þörfin kallar hærra með hverju árinu“ Áhrif kvenna á stofnun Landspítala – Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar 15.25 – 15.45 Nýtt þjóðarsjúkrahús – framþróun heilbrigðisþjónustu – Alma Möller, landlæknir Tónlist – Blásarakvintett Skólahljómsveitar Grafarvogs 16.00- 16.20 Vísindi og menntun til framtíðar – Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala 16.20- 16.50 Learnings and warnings from the boom of „digital health“ in Sweden – Charlotta Tönsgaard, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans „Kind App“ 16.50-17.00 Lokaorð – Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Að málþinginu loknu er gestum boðnar léttar veitingar Verið öll hjartanlega velkomin Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 15-17 á Icelandair Hótel Natura UPPBYGGING LANDSPÍTALA: Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -2 9 7 4 2 4 3 3 -2 8 3 8 2 4 3 3 -2 6 F C 2 4 3 3 -2 5 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.