Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 12
Tölvuleikjanotkun barna í Kína verður takmörkuð TÖLVULEIKIR Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að setja tímamörk á tölvu­ leikjanotkun barna. Munu allir undir 18 ára aldri ekki getað spilað netleiki frá klukkan 22.00 á kvöldin til 8.00 á morgnana. Þá verður net­ leikjanotkun takmörkuð við 90 mínútur á hverjum virkum degi og í 180 mínútur á helgardögum og opinberum frídögum. Þá verður einnig sett þak á hversu miklum peningum börn og ungmenni mega verja til tölvu­ leikjanotkunar. Börn að 16 ára aldri mega aðeins eyða 200 júönum á mánuði, eða um 3.500 krónum, en 16 og 17 ára börn mega eyða tvö­ faldri þeirri upphæð. Áætlanir Kínverja voru kynntar á þriðjudaginn var en yfirvöld hafa miklar áhyggjur af tölvuleikjafíkn barna og telja að of mikil leikja­ notkun hafi slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu barna. Hafa yfir­ völd meðal annars gagnrýnt leikja­ framleiðendur fyrir að hanna of ávanabindandi og tímafreka leiki. Á 9 mánaða tímabili árið 2018 voru yfirvöld treg til að gefa leyfi fyrir nýjum tölvuleikjum. Netleikjaröskun (Internet Gam­ ing Disorder) var skilgreind sem sjúkdómur af Alþjóða heilbrigðis­ málastofnuninni fyrir rúmu ári. Árið 2015 lést karlmaður í borginni Sjanghæ eftir að hafa spilað World of Warcraft samfleytt í 19 klukku­ tíma. Kína er einn af stærstu tölvu­ leikjamörkuðum heims og stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Ten­ cent, hefur þar höfuðstöðvar. Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvu­ leikjafyrirtækja 38 milljarðar doll­ ara, eða tæpar 5 billjónir króna. Í kjölfarið á þessari reglubreyt­ ingu munu Kínverjar koma sér upp eftirlitsstofnun til að fylgjast með hvort leikjafyrirtækin fara eftir reglunum. Einnig að sérstöku auð­ kennisfyrirkomulagi verði komið á, það er að innskráningarkerfi fyrir­ tækjanna verði samkeyrt við þjóð­ skrá landsins. – khg Árið 2018 voru tekjur kínverskra tölvuleikjafyrir- tækja 38 milljarðar dollara, eða tæpar 5 billjónir króna. Kínverjar hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna. NORDICPHOTOS/GETTY Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis Samspil ellilífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ Nýtt fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur Gildis Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi Vakin er athygli á að efni fundarins verður þýtt jafnóðum á ensku og texta varpað á skjá Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.00 Gildi–lífeyrissjóður Sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Fyrstu skref að betri byggingamarkaði Byggingavettvangurinn boðar til fundar á Grand Hótel, mánudaginn 11. nóvember kl. 8.30–10.00 nk. Kynntar verða fyrstu útfærslur á tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í húsnæðismálum er snúa að byggingarmálum með auknum þætti rafrænnar stjórnsýslu og einföldun regluverks. Við hlökkum til að sjá þig. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Dagskrá Fundarstjóri er Sandra Hlíf Ocares, verkefnastjóri Byggingavettvangsins. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. Skráning á si.is. V I Ð S K I P T I Ev rópu s a mba nd ið skoðar nú kosti þess að taka upp eigin rafmynt sem væri gefin út af Evrópska seðlabankanum (ECB). Málið hefur komist á skrið eftir að Facebook kynnti í júní síðastliðn­ um áætlanir um rafmyntina Libra. Bruno Le Maire, fjármálaráð­ herra Frakklands, sagði á fundi með fréttamönnum í Brussel að um langtímaverkefni væri að ræða. Það kæmi þó ekki í veg fyrir að einhver niðurstaða gæti legið fyrir á næsta ári. Reuters­fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni ECB að vinna við tæknilega útfærslu sé þegar hafin. Stjórnvöld ESB­ríkja myndu f ljótlega fá frekari upp­ lýsingar um málið. Með upptöku rafmyntar vonast stjórnendur ESB til að geta minnkað kostnað við fjármagnsflutninga sem þeir telja of mikinn. Fjármálaráðherrar ESB­ríkjanna ræddu málið meðal annars á fundi í Brussel í gær. Búist er við því að þeir sendi frá sér sameiginlega yfir­ lýsingu á næsta fundi sínum, sem haldinn verður í desember, þar sem framtaki ECB er fagnað. Nokkrar mismunandi sviðs­ myndir eru til skoðunar en sú róttækasta gerir ráð fyrir að við­ skiptavinir geti opnað eigin banka­ reikning hjá ECB. Önnur leið sem er í skoðun er að bankar hafi milli­ göngu um að veita viðskiptavinum sínum rafmynt sem ECB gæfi út. Heimildarmaður Reuters lagði áherslu á að á þessu stigi snerist umræðan fyrst og fremst um það hvort upptaka rafmyntar væri fýsi­ leg fyrir ESB eða ekki. – sar ESB skoðar kosti þess að taka upp eigin rafmynt Rafmynt ESB gæti keppt við Bitcoin og Libra. NORDICPHOTOS/GETTY 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -1 0 C 4 2 4 3 3 -0 F 8 8 2 4 3 3 -0 E 4 C 2 4 3 3 -0 D 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.