Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 09.11.2019, Qupperneq 18
ENSKI BOLTINN Manchester City og Liverpool voru í algjörum sér- f lokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendi- punktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Eti- had-leikvanginum hófst á síðasta keppnist ímabili . Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knatt- spyrnustjóra Manchest er City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Man chester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virð- ing væri á milli þeirra og þeir hlökk- uðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslapp- að inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt lík- lega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stang- anna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigr- inum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Ein- hverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðnings- menn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síð- ustu viðureignum liðanna í deild- inni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchest- er City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntef li. hjorvaro@frettabladid.is Liverpool getur aftur stungið af Liverpool fær Manchester City í heimsókn í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á Anfield á morgun. Leikmenn Liverpool fá þar tækifæri til þess að komast níu stigum fram úr andstæðingi sínum í baráttunni um enska meistaratitilinn en þeim mistókst það í svipaðri stöðu síðasta vetur. 16 Ár eru liðin síðan Man. City vann síðast á Anfield. 10 Markahrókurinn Sergio Aguero hefur aldrei skorað á Anfield í tíu tilraunum. Líklegt byrjunarlið Man.City Claudio Bravo Walker Stones Otamendi Mendy Gündogan Fernandinho De Bruyne Sterling Agüero Bernardo Líklegt byrjunarlið Liverpool Alisson Trent Alexander Van Dijk Lovren Robertson Henderson Fabinho Wijn- aldum Salah Firmino Mané KARLAR KONUR LAU. 9. NÓVEMBER 2 0 .1 5 SUN. 10. NÓVEMBER 1 6 .3 0 SUN. 10. NÓVEMBER 1 7 .0 0 SUN. 10. NÓVEMBER 1 8 .0 0 LAU. 9. NÓVEMBER 1 4 .0 0 LAU. 9. NÓVEMBER 1 4 .0 0 LAU. 9. NÓVEMBER 1 8 .0 0 SUN. 10. NÓVEMBER 1 9 .3 0 MÁN. 11. NÓVEMBER 1 9 .3 0 OLÍS-DEILDINNI NÆSTU LEIKIR Í SUN. 10. NÓVEMBER 1 7 .0 0 KOMDU Á VÖLLINN #O lís de ild in Tímasetningar geta breyst vegna veðurs. Sjá nánar á olis.is/deildin 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 2 -F 8 1 4 2 4 3 2 -F 6 D 8 2 4 3 2 -F 5 9 C 2 4 3 2 -F 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.