Fréttablaðið - 09.11.2019, Side 22

Fréttablaðið - 09.11.2019, Side 22
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir gaf nýverið út sína fyrstu barna­bók, Nína óskastjarna og ævintýrið á Álf hóli. Helga hefur starfað bæði hjá RÚV og Stöð 2 og er þekkt fyrir vandaða heimildarþætti um saka­ mál. Helga segir að ákvörðunin um að gerast barnabókahöfundur hafi ekki verið tekin á einum degi. „Um leið og ég fór að hafa það að atvinnu að skrifa sem fréttamaður þá vakn­ aði með mér þörf til að skrifa skap­ andi texta úr mínum hugarheimi og það eru allnokkur ár síðan það gerðist. Mig hefur samt dreymt um það í mörg ár að gefa út barnabók og loksins hefur sá draumur ræst,“ segir Helga. Bókin er komin út hjá Sölku og fékk Helga frænku sína Ylfu Rún Jörundsdóttur til að myndskreyta. „Hún teiknaði svo ólýsanlega fal­ legar myndir við söguna,“ segir hún. En um hvað fjallar sagan? „Bókin fjallar um Nínu óska­ stjörnu sem er skemmtileg stelpa með bein í nefinu. Hún er borgar­ barn en dvelur oft hjá ömmu sinni á sveitabæ sem stendur við borgar­ mörkin. Einn daginn lendir amma í vanda og til stendur að eyði­ leggja bæinn hennar því það á að nota lóðina undir lúxushótel sem sveitarfélagið ætlar að byggja. Nína vill hjálpa ömmu og fyrir utan að treysta á mátt óskarinnar sem getur oft verið svo sterkur kallar hún eftir stuðningi álfanna sem búa í stórum steini í garðinum hjá ömmu,“ segir Helga. Sagan sjálf er hreinn skáldskapur en sögusviðið byggir að einhverju leyti á persónulegri reynslu Helgu, frá þeim árum þegar hún bjó við Elliðavatn, sem hún kallar sannkall­ aðan töfrastað. „Ég gekk oft fram hjá litlum hvítum bæ þar sem eldri kona var oft að huga að blómunum í garðinum og geymdi meðal annars blóm í barnavagni sem vakti athygli mína,“ segir hún. „Byggingarstefnan hefur verið svo mikil síðustu ár við vatnið og ég hugsaði svolítið um þessi gömlu gildi, eins og örlög litla hvíta bæjarins sem nú hefur verið rifinn, því miður.“ Helga er hvergi nærri hætt að skrifa. Þegar er önnur saga um Gamall draumur rættist Helga Arnar- dóttir, fjöl- miðlakona og barnabókahöf- undur. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK Fyrsta bókin um Nínu ósk- astjörnu er komin út. Réttu handtökin Að gefa start Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda kennir réttu handtökin við að gefa bílum start. „Nýir og nýlegir bílar eru með ýmsum flóknum tölvu- og rafeindabúnaði sem getur verið viðkvæmur fyrir snöggum breytingum á spennu í rafkerfinu. Þess vegna er það mikilvægt, þegar gefa á bíl með tóman rafgeymi startstraum með startköplum milli bíla, að tengja kaplana milli þeirra í réttri röð,“ segir Hjörtur og gefur leiðbeiningar um hvernig það megi gefa start þannig að ekki verði hætta á skemmdum sem kostað getur stórfé að lagfæra. 1. Þegar startkaplar eru tengdir milli bíla og annar bíllinn er með fullhlaðinn rafgeymi en hinn með tóman, neistar á milli þegar 4. og síðasta kapalklemman er tengd. Á því augnabliki sem neistinn myndast getur orðið allt að 3.000 volta yfirspenna. 2. Áður en startkaplarnir eru tengdir er í öryggisskyni skyn- samlegt að fjarlægja lyklana úr kveikilásum beggja bílanna. 3. Þegar startkaplarnir eru tengdir skal síðasta kapalklemman látin bíta sig fasta við ómálaðan málm. 4. Þegar startkaplarnir eru tengdir við báða bílana skal setja hjálparbílinn (þann sem gefur strauminn) í gang og síðan skal starta straumlausa bílnum. 5. Þegar bíllinn með tóma geym- inum er kominn í gang skulu startkaplarnir vera tengdir saman um stund. Þetta skal gera til að forðast að neisti og yfirspenna hlaupi út í „galopið“ rafkerfið eftir að búið er að gefa straum og skemmi eða eyðileggi rafeindabúnað bílanna. FÍB mælir með: Notið einvörð- ungu vandaða startkapla. Kennslumyndband og frekari leiðbeiningar á fréttabladid.is.Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá FÍB. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helga Arnardóttir hefur lengi unnið við fjölmiðla og heimild- arþáttagerð. Nú hefur hún skipt um gír og skrifað barnabók, þar sem sögusviðið er byggt á per- sónulegri reynslu frá æskuárum. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is Nínu óskastjörnu tilbúin og sú þriðja mallar í kollinum á henni. Þá er hún einnig að skrifa handrit að barnamynd sem hún vonast til að líti dagsins ljós í náinni framtíð. Rétt eins og margir rithöfundar hefur hún áhyggjur af minnkandi bókalestri barna og telur mikil­ vægt að við hættum ekki að lesa fyrir börnin, jafnvel þó að þau séu orðin læs. „Þau elska þá samveru­ stund engu að síður og það örvar málþroska þeirra og hugsun.“ Mikil­ vægt sé einnig að halda bókum að börnum, reyna að hafa stjórn á snjallsímanotkun og styðja við íslenska barnabókaútgáfu. 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -1 F 9 4 2 4 3 3 -1 E 5 8 2 4 3 3 -1 D 1 C 2 4 3 3 -1 B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.