Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 24

Fréttablaðið - 09.11.2019, Page 24
Lífið hefur fært Dovelyn R annveig u Mendoza f r á fát æk r a hver f u m Maníla til Amsterdam með viðkomu á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hún starfar sem sérfræðingur á sviði fólksf lutninga og hefur því í rauninni atvinnu af því að rann- saka eigið líf. Dovelyn var stödd hérlendis á dögunum þar sem hún tók þátt í pallborðsumræðum um erlent vinnuafl á Íslandi á Þjóðar- speglinum. Þegar blaðamaður hitti Dovelyn var hún í óðaönn að lesa um nýj- ustu rannsóknir og fréttir af stöðu erlends vinnuaf ls á Íslandi, hóps sem hún tilheyrði einu sinni sjálf. Nú starfar hún við ráðgjöf á sviði stefnumótunar um fólksflutninga. Dovelyn var spennt fyrir því að eyða nokkrum dögum ásamt eigin- manni sínum í gamla heimalandinu áður en hún héldi í næstu fundar- ferð sem að þessu sinni er til Víet- nams. Tengsl Dovelyn við Ísland má rekja til þess að frænka hennar f luttist til Íslands seint á áttunda áratugnum. „Hún giftist Íslendingi en á þessum tíma bjuggu mjög fáir Filippseyingar hér. Með hennar hjálp fluttu margir ættingjar okkar líka til Íslands.“ Svo fór að móðir Dovelyn ákvað að slást í þennan stækkandi hóp Fil- ippseyinga sem freistaði gæfunnar á Íslandi, í tæplega ellefu þúsund kílómetra fjarlægð. „Mamma kom til mín og sagðist ætla að f lytja til Íslands. Ég hafði aldrei heyrt um landið áður. Hún vildi búa okkur betra líf og á Íslandi gat hún aflað meiri peninga.“ Dovelyn og pabbi hennar urðu eftir í Maníla þar sem þau bjuggu í einu af fátækrahverf- um borgarinnar. Þegar mamma hennar fór til Íslands voru tvær vikur í níu ára afmæli Dovelyn. Saknaði mömmu En hvernig var það fyrir unga stúlku að vera svona fjarri mömmu sinni? „Það var mjög erfitt. Pabbi ól mig í rauninni upp og við urðum mjög náin. Við mamma fjarlægðumst hins vegar þótt við héldum sam- bandi í gegnum bréfaskriftir. Ég man að hún breyttist mikið eftir að hún f lutti til Íslands. Auðvitað saknaði ég hennar mjög mikið en ég veit það núna að án peninganna sem hún sendi okkur hefði líf okkar í Maníla orðið mjög erfitt.“ Dovelyn fann einnig til öfundar í garð mömmu sinnar, til dæmis þegar hún sá myndir af henni á ferðalögum um Evrópu og í hópi ættingja á Íslandi. „Mér leið eins hún lifði lífi sem ég væri ekki hluti af.“ Peningarnir sem mamma Dove- lyn sendi heim til Filippseyja gerðu feðginunum kleift að lifa ágætu lífi í Maníla. Á þessum árum voru börn á Filippseyjum sex ár í grunnskóla og svo tók við fjögurra ára framhalds- skólanám. Þegar Dovelyn var sex- tán ára og hafði lokið þessu námi hvatti mamma hennar hana til að koma líka til Íslands. Ef hún kæmi hingað áður en hún yrði átján ára gæti hún fengið íslenskan ríkisborg- ararétt. Úr varð að Dovelyn flutti til Íslands en hún hafði þá aðeins hitt mömmu sína tvisvar sinnum allan þann tíma sem þær bjuggu hvor í sinni heimsálfunni. Þetta var árið 1995 en Dovelyn fékk svo íslenskan ríkisborgararétt ári síðar og tók upp millinafnið Rannveig. „Við gengum í gegnum erfiðan tíma þarna strax eftir að við sam- einuðumst á ný. Ég þurfti í rauninni að kynnast mömmu upp á nýtt. Það tók sinn tíma en ég get í dag verið þakklát fyrir að við eigum mjög fal- legt samband.“ Dovelyn hafði hug á því að halda námi sínu áfram á Íslandi og hélt hún gæti farið í háskóla. Hún komst hins vegar að því að fyrst þyrfti hún að klára íslenskan menntaskóla og í Vinnur við að rannsaka eigið líf Dovelyn Rannveig Mendoza starfar sem sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Sjálf fluttist hún til Íslands frá Filippseyjum þegar hún var sextán ára eftir langan aðskilnað frá mömmu sinni. Hún þekkir því af eigin raun þann heim sem bíður erlends vinnuafls. Dovelyn Rannveig Mendoza segir að bakgrunnur sinn nýtist vel í starfi þar sem mjög fáir sem rannsaki fólksflutninga hafi persónulega reynslu af því. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is staðinn fékk hún vinnu í niðursuðu- verksmiðju Ora. Góðar minningar frá Ora Hvernig minnist hún tímans í verk- smiðjunni? „Ég vann þarna í eitt og hálft ár. Um helgar hjálpaði ég svo mömmu við að þrífa heima hjá fólki til að drýgja tekjurnar. Mér leið vel hjá Ora. Ég átti góða vinnufélaga og mér fannst mér alls ekki mismunað að neinu leyti. Sérstaklega minnist ég Kristjáns, yfirmanns míns, sem skutlaði okkur heim ef það var vont veður. Einu sinni man ég eftir því að hafa næstum því eyðilagt eina vélina í verksmiðjunni. Ég var bara sextán ára unglingur og unglingar gera oft heimskulega hluti. Krist- ján leit á mig og spurði hvað ég væri 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -3 3 5 4 2 4 3 3 -3 2 1 8 2 4 3 3 -3 0 D C 2 4 3 3 -2 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.