Fréttablaðið - 09.11.2019, Side 36

Fréttablaðið - 09.11.2019, Side 36
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það er ekki út í loftið að dagurinn sé haldinn þennan dag. Talan númer eitt táknar einn einstakling á 11. degi og 11. mánuði ársins. Það eru fjögur stök prik þegar tölurnar eru settar saman. Að vera einhleypur og ánægður með það er lykillinn að þessum degi. Leikkonan Emma Watson sagði nýlega að hún væri afar glöð með að vera einhleyp, sagðist vera „self-partn ered“. Árið 2011 var dagurinn kallaður Dagur einhleypra aldarinnar þar sem ártalið var líka með prik. Sex prik voru sem sagt á degi einhleypra það árið. Singles’ Day var fyrst haldinn árið 1993 í Kína sem mótvægi við Valentínusardaginn. Hann var upphaflega stofnaður af hópi nemenda við Nanjing-háskólann sem vildu fagna því að vera ein- hleypingar. Fyrst var dagurinn líka kallaður Bachelor’s Day þar sem það voru aðallega karlmenn sem fögnuðu tilefninu. Nú eru konur alveg jafn miklir þátt- takendur. Dagurinn er söluhæsti netversl unardagur í Kína og víðar enda á fólk að kaupa eitthvað fal- legt handa sér þennan dag. Þessi dagur er núna söluhærri en Black Friday í Kína. Íslenskar vefverslanir hafa tekið upp Dag einhleypra ekkert síður en þær erlendu. Um að gera að fylgjast með tilboðum á mánudag til að kaupa sér eitthvað fallegt. Kínverskar netverslanir gera einstaklega mikið úr þessum degi og eru með þrumutilboð. Þar á meðal Alibaba sem er í eigu eins ríkasta manns í Kína, Jack Ma. Hann var sá fyrsti til að auglýsa viðburðinn sérstaklega árið 2009. Einhleypir dekra við sig Dagur einhleypra á rætur að rekja til Kína. Hann er haldinn hátíðlegur 11. nóvember ár hvert og er orðinn einn stærsti netsöludagur ársins. Ein- hleypir fagna og gera vel við sig. Nú er um að gera að dekra við sig og kaupa sér eitthvað á Singles’ Day – það er að segja sé maður einhleypur. Netsalan stendur yfir í sólarhring og það eru þrumuafslættir í kínverskum netverslunum. Eftir útsöluna á Singles’ Day hefur kínverski pósturinn ekki undan að senda pakka um allan heim. Þessi mynd var tekin á pósthúsi í Ganyu í Kína eftir 11. nóvember og starfsfólkið var að drukkna í sendingum frá Alibaba. Bridget Jones var ekkert sér- lega ánægð með að vera ein- hleyp. Margir Kínverjar fagna því hins vegar þann 11. nóv- ember ár hvert. Útsalan þennan dag stendur yfir í sólarhring. Þess má geta að Alibaba hefur um 730 milljónir viðskiptavina í Kína. Á Singles’ Day hafa þeir komið upp risaskjá líkt og á verðbréfamörkuðum þar sem sýnt er hvernig sölutölur eru á f leygiferð upp þennan dag. Sumar amerískar og breskar net- sölur hafa einnig tekið upp þennan dag en eru þó ekki jafn öflugar og þær kínversku enda halda þær Black Friday daginn frekar í heiðri sem söludag. Það er alveg öruggt að hægt verður að gera góð kaup handa sjálfum sér þennan dag en svo er líka hægt að gera eitthvað fleira skemmtilegt ef maður á frí. Hér eru nokkur ráð til að halda þennan dag hátíðlegan ef þú ert einhleyp/ur. n Fara út að borða með vini eða vinkonu. n Lesa góða bók í afslöppun. n Sofa út ef þú átt frí frá vinnu eða skóla. n Fara í ræktina og taka á því eða prófa nýja líkamsrækt. n Gera eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður. Skora á sjálfa/n þig. n Setjast á kaffihús og skrifa skemmtileg póstkort til fimm vina. n Fara í tveggja hæða túristavagn- inn í ferð um Reykjavík. n Kíkja í óvænta heimsókn til æskuvinar eða -vinkonu. n Fara á blint stefnumót. Alþjóðleg verslunarhátíð Á Ali Express sem Íslendingar þekkja vel er byrjað að undirbúa mánudaginn og er búist við mikilli sprengingu í sölu til fólks um allan heim. Þeir kalla þetta Alþjóðlega verslunarhátíð. Í fyrra seldi Ali Express svo marga varaliti að þeir myndu mælast á hæð á við þrjá Eiffel-turna á þessum eina sólar- hring. Handtöskur sem seldust þennan dag geta fyllt 50 farþega- þotur. Það þarf 2.717 trukka til að flytja alla sportskóna sem seldust hjá Ali Express á Singles’ Day í fyrra. Snjallsímarnir sem seldust þennan dag geta fyllt 92 sæmilega góða fótboltavelli. Á þessu má sjá hversu gríðarleg salan er á þessum degi. Vart verður hún minni á mánudag. AliExpress hefur verið að þróast á heimsvísu jafnt fyrir kaupendur sem seljendur. 30% AF ÖLLUM VÖRUM www.lindesign.is 11.11.2019 ER DAGUR VEFVERSLUNAR SMÁRATORGI KRINGLAN GLERÁRTORGI LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “1111” DAGUR VEFVERSLUNAR 4 KYNNINGARBLAÐ 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RSINGLES’ DAY 0 9 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 3 -5 0 F 4 2 4 3 3 -4 F B 8 2 4 3 3 -4 E 7 C 2 4 3 3 -4 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 8 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.