Fréttablaðið - 09.11.2019, Síða 74
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Austur fjallar í raun um óheppnasta mann í heimi. Hálfgerð Mr. Magoo eða
Mr. Bean týpa, en samt í raun-
verulegum, tragískum og hlægi-
legum heimi. Samt er allt sem
hann gengur í gegnum byggt á
sannsögulegum atburðum, sem
annaðhvort ég eða fólk sem ég
þekki hefur lent í,“ segir Bragi Páll
um efnistökin í Austur. „Ég hef
alltaf haft gaman af hrollvekjum,
Stephen King, Steinari Braga og
svo framvegis, en mesti hryllingur
sem ég veit um eru ömurlegir
hlutir sem koma fyrir venjulegt
fólk á hverjum einasta degi. Ég
vildi segja svoleiðis sögu, hvers-
dagslega hryllingssögu.“
Saga Bergþóru er margþætt.
„Svínshöfuð er í raun fjölskyldu-
saga sem gerist í tveimur löndum
og fléttast frá upphafi seinni
heimsstyrjaldarinnar að nútím-
anum. Hún er sögð út frá þremur
sjónarhornum; eldri manns frá
Breiðafirði sem er kallaður Svíns-
höfuð, konu í Kópavogi sem er að
kljást við mjög óþægilegar hugs-
anir og ungs stráks sem kemur frá
Kína til Íslands á tíunda ára-
tugnum ásamt móður sinni. Þetta
er bók um tengsl og þá sérstaklega
foreldra og barna, viðfangsefni
sem er mér mjög hugleikið. Fólk
sem er allt að gera sitt besta en
tekst samt að valda sínum nánustu
skaða.“
Ekkert svigrúm
fyrir meðvirkni
Bragi Páll segir það mikla gæfu að
vera í sambandi og sambúð með
konu sem starfi á sama vettvangi.
„Sambúð tveggja rithöfunda er að
mínu mati frábær pæling. Það ætti
að vera eitthvert app sem parar
einungis saman fólk í sömu starfs-
greinum. Við tölum mikið um bók-
menntir, lesum hvort fyrir annað
og ritstýrumst. Það er rosalegur
styrkur að vera með annan penna
inni á heimilinu, fyrir okkur bæði
held ég. Svo var ég náttúrulega
mikill aðdáandi Bergþóru, löngu
áður en við urðum par, þegar við
vorum saman í ritlist í háskólan-
um. Fyrsta bókin hennar, Daloon
Dagar, er ein af mínum uppáhalds
ljóðabókum. Þannig að ég er, þegar
allt kemur til alls, bara aðdáandi
sem datt í lukkupottinn.“
Bergþóra ber Braga ekki síður
vel söguna. „Bragi er góð mann-
eskja sem gerir sambúðina óneit-
anlega auðveldari. Við ræðum
skriftir mjög mikið, köstum á milli
okkar hugmyndum og lesum yfir
hvort hjá öðru.“ Amstur hvers-
dagsins geri þeim kleift að vera
hreinskilin hvort við annað.
„Maður er oft svolítið meðvirkur
þegar maður er að lesa yfir verk
annarra en það fer minna fyrir
því þegar maður er í sambúð með
viðkomandi og er nýbúinn að vera
að argast yfir uppvaskinu.“ Það sé
þó viss fórnarkostnaður sem fylgi
sambúð rithöfunda. „Gallinn við
þetta fyrirkomulag er helst fjár-
hagslegur – stundum væri gott ef
annað okkar væri í eðlilegri vinnu
og við þyrftum ekki að harka alveg
svona mikið.“
Sami gjörningurinn?
Bragi Páll segir barneignir
óneitanlega hafa áhrif á skrifin.
„Börn og bækur á sama tíma
er skrítin blanda, en þessi bók
mín verður í rauninni til á milli
barnanna okkar. Hlutir eins og
brjóstagjöf, meðganga og fæðing
koma til dæmis fyrir í bókinni hjá
mér, en þannig hlutir hafa almennt
í gegnum tíðina ekki verið fyrir-
ferðarmiklir í mínum skrifum.
Uppistaðan hjá mér hefur verið
kyn- og geðsjúkdómar fram að
þessu.“
„En svo eru þetta hvort tveggja
svo vonlausar og sjálfselskar
aðgerðir, að eignast barn á tímum
loftslagsbreytinga, þegar það
versta sem þú getur gert fyrir
umhverfið er að fjölga þér. Og að
skrifa bók á tímum þegar flest
forlög berjast í bökkum, bókasala
dregst saman, ungir drengir eru
meira og minna ólæsir, fyrir hvern
er þetta þá gert? Að búa til lista-
verk í deyjandi listformi? Að fæða
börn inn í deyjandi heim? Er þetta
ekki sami gjörningurinn?“ spyr
Bragi Páll.
Bergþóra skrifaði Svínshöfuð
samhliða meðgöngunni. „Ólíkt
Braga var ég enn að skrifa skáld-
söguna þegar ég varð ófrísk. Mér
leið hræðilega fyrstu þrjá mánuði
meðgöngunnar, var haldin mikilli
þreytu og ógleði. Þá var mjög erfitt
að neyða sig til að setjast niður og
skrifa í marga klukkutíma á dag.
Ég sé í dag að þessi vanlíðan gæti
hafa smeygt sér aðeins inn í skáld-
söguna, sérstaklega seinni hluta
hennar. Mér finnst samt mikil-
vægt að koma á framfæri að það er
miklu erfiðara að fæða barn en að
„fæða“ bók,“ áréttar Bergþóra.
Bókaskrif eða glæpir
Bragi Páll segir lítinn glæsibrag
vera yfir starfi rithöfundarins.
„Fram undan hjá mér er svo bara
að halda áfram að harka og vona að
úthlutunarnefnd listamannalauna
fari að sjá aumur á mér. Þeir sem
aðhyllast átrúnað á jakkaföt virð-
ast ekki átta sig á því hversu ósjar-
merandi og magurt ferli það er að
skrifa bækur. Jafnvel höfundar
sem komast á spenann, verðlauna-
höfundar, lepja margir dauðann
úr skel. Þannig að það ræðst þegar
Rannís birtir listann sinn í byrjun
næsta árs, hvort ég held áfram að
skrifa bækur eða leiðist út í glæpi,“
segir hann, vongóður.
Bergþóra hyggst vekja athygli
á bókinni og fagnar því að vita af
henni í góðum höndum. „Á dag-
skrá hjá mér er að halda áfram að
fylgja skáldsögunni eftir. Það gefur
mér svakalega mikið að vita að
hún sé núna komin í hendurnar
á raunverulegu fólki sem er að
handleika hana og lesa. Svo verð ég
heima á sófanum með nýburann
að berjast við að reyna að gefa
brjóst og fagna hverju grammi sem
bætist við í vigtun á milli þess sem
ég læt hugann reika og hugsa um
næstu bók.“
Erfiðara að fæða barn en bók
Frjósemin umlykur rithöfundana Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Braga Pál Sigurðarson sem
eignuðust nýverið sitt annað barn, ásamt því að vera nú bæði að gefa út nýjar bækur.
Bergþóra og Bragi Páll ásamt dóttur sinni, Úrsúlu, og nýfæddum syni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Maður er oft
svolítið meðvirkur
þegar maður er að lesa
yfir verk annarra en það
fer minna fyrir því þegar
maður er í sambúð með
viðkomandi og er nýbú-
inn að vera að argast yfir
uppvaskinu.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum.
Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan
„ginseng hafsins“ og til eru sagnir
um notkun sæbjúgna þar fyrir
meira en þúsund árum.
Arctic Star sæbjúgnahylkin
innihalda yfir fimmtíu tegundir
af næringarefnum sem geta haft
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega
starfsemi mannslíkamans, til
dæmis er mikið kollagen í þeim en
það er eitt helsta uppbyggingar-
prótein líkamans.
Finnur mikinn mun á sér
Á síðustu árum hefur Arctic Star
sérhæft sig í þróun á fæðubótar-
efnum, svo sem framleiðslu, mark-
aðssetningu og sölu á hágæða
sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru
framleidd úr íslenskum, hágæða,
villtum sæbjúgum sem eru veidd í
Atlantshafinu.
Magnús Friðbergsson, verkefna-
stjóri hjá Landspítala, hefur tekið
sæbjúgnahylkin frá Arctic Star
undanfarin tvö ár. „Vinur minn
kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj-
unum og þar sem ég hafði lengi
verið slæmur í hnjám,
með liðverki og lítið
getað beitt mér,
ákvað ég að prófa.
Tveimur til þremur
vikum seinna
fann ég mikinn
mun. Nú hef ég
tekið sæbjúgna-
hylkin í tvö ár og
fer allra minna
ferða án óþæg-
inda. Það er algjör
bylting frá því sem
áður var. Nú get
ég gert hluti eins
og að fara í langar
gönguferðir, sem
ég gat varla gert
Sæbjúgnahylkin eru bylting
Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér
eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum.
Magnús er
betri í hnjám og
finnur minna
fyrir liðverkjum
eftir að hann
fór að taka sæ-
bjúgna hylkin.
MYND/GVA
áður. Að minnsta kosti gerði ég
það ekki með bros á vör og það tók
mig langan tíma að jafna mig eftir
álag,“ útskýrir hann.
Magnús, sem er 69 ára gamall
í dag, hafði fengið að heyra frá
lækni að mikið slit væri í hnjám
hans og ekki væri von á að það
gengi til baka. „Hann sagði mér að
kíkja á fæðingardaginn minn og
að ég gæti ekki búist við að fara
aftur í tíma. Mér fannst vont að
heyra þetta og var því tilbúinn að
prófa ýmislegt sem gæti mögulega
lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá
Arctic Star virka mjög vel á mig og
ég mæli með að fólk prófi þau.“
Framleiðandi sæbjúgna er Arctic
Star ehf. Allar nánari upplýsingar
fást á arcticstar.is. Arctic Star
sæbjúgnahylki fást í flestum
apótekum og heilsubúðum og í
Hagkaupum.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
0
9
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
2
-F
8
1
4
2
4
3
2
-F
6
D
8
2
4
3
2
-F
5
9
C
2
4
3
2
-F
4
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
8
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K