Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20162 kvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta. „Bæjarstjórn samþykkti sam- hljóða að við úthlutun byggðakvóta í Snæfellsbæ (Arnarstapa, Hellis- sandi, Rifi og Ólafsvík), þá verði farið eftir reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 8. júlí 2016, um úthlutun byggða- kvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017,“ segir í fundargerðinni. Bæjarstjórnin óskar þó eftir því að gerðar verði þrjár breytingar á út- hlutunarreglum fyrir byggðakvóta í Snæfellsbæ varðandi orðalag og vilja þá að orðalagi í þremur grein- um verði breytt og vill stjórnin að orðið „sveitarfélag“ sé frekar not- að en orðið „byggðarlag“ í þess- um þremur greinum. Rök bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar fyrir þess- um breytingum er sú staðreynd að á Arnarstapa og á Hellissandi eru ekki reknar fiskvinnslur og því ekki hægt að landa afla til vinnslu á þeim stöðum. „Ef ráðuneytið verður við þessum óskum, þá mun byggða- kvótinn nýtast innan sveitarfélags- ins, en það skiptir miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta nýtt úthlutaðan byggðakvóta,“ segir að endingu í ályktun bæjarstjórnar. grþ Nóg verður um að vera í Borgarnesi næsta laugardag þegar haldið verður upp á 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Skallagríms. Boðið verður í afmæliskaffi í Hjálmakletti kl. 14, þar sem tímamótanna er fagnað. Rifjaðir verða upp eftirminni- legir þættir úr sögu félagsins og leikdeild Skallagríms slær á létta strengi. Að afmæl- iskaffi loknu verður stórleikur í körfuknatt- leik kvenna þar sem Skallagrímur fær lið Keflavíkur í heimsókn. Að endingu verður leikdeild Skallagríms með hátíðarsýningu á afmælissýningu sinni í Lyngbrekku. Á morgun verður austan- og suðaust- an átt 8-13 m/s, en hægari norðaustan- lands. Slydda eða rigning sunnan heiða og snjókoma á norðanverðu landinu, einkum vestan til. Hlýnandi veður, hiti 1 til 7 stig síðdegis en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á föstudag spáir sunnan 8-13 m/sek og stöku skúrum, hægari og léttskýjuðu austan til á landinu. Hiti 1 til 7 stig en kringum frostmark norðaustan og austanlands. Á laugardag, sunnudag og mánudag er útlit fyrir sunnanátt og að fremur hlýtt verði í veðri. Rigning með köflum en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Bókasafn Akraness skartar enn á ný fal- legu og heimagerðu jólaskrauti sem gleð- ur augað. Það eru þær Erla Dís Sigurjóns- dóttir bókavörður og Gerður Jóhanna Jó- hannsdóttir héraðsskjalavörður sem eiga veg og vanda af fallegum skreytingunum sem gestir bókasafnsins geta notið þess að skoða á aðventunni. Þær eru Vestlend- ingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Nýir bryggjupollar AKRANES: Sex nýjum bryggjupollum hefur verið komið fyrir við bryggju aðal hafnargarðsins á Akranesi, en bryggjuna kalla heima- menn í daglegu tali „Stóru bryggjuna“. Nýju pollarnir eru staðsettir þar sem stærri skip leggjast að bryggjunni fyrir löndun. Vinna við að koma þeim fyrir hófst fyr- ir um mánuði síðan. „Þá var byrjað að skera úr þekj- unni og undirbúa verkið. Síðan var farið í að koma pollunum fyrir, járnabinda og steypa í,“ segir Ein- ar Guðmundsson, hafnar- vörður á Akranesi, í samtali við Skessuhorn. „Pollarn- ir sem fyrir eru á bryggj- unni eru að verða barn síns tíma. Þeir eru helst til of litlir og veikbyggðir þeg- ar koma stórir bátar eins og Bjarni og Víkingur og leggjast að bryggju. Það vantaði því stærri polla og þolbetri,“ segir Einar um ástæður framkvæmdanna. Aðspurður kveðst hann eiga von á því að nýju poll- arnir verði teknir í notkun seint á þessu ári. „Pollarnir nýju verða ekki notaðir fyrr en komið er fast að jólum. Steypan þarf ákveðinn tíma til að fullharðna og það verður ekki fyrr en nálægt jólum,“ segir hann. Þangað til verður notast við gömlu pollana, en Einar á ekki von á að þeir verði fjarlægðir. „Mér þykir líklegt að þeir verði áfram. Þeir eru ekki fyrir neinum og má vel nota þá áfram samhliða þessum nýju ef þarf að binda skip- in enn betur við bryggju,“ segir Einar að lokum. Á meðfylgjandi mynd er nýi Víkingur AK bundinn við bryggju og einn af gömlu pollunum. -kgk Keppa í Útsvari á föstudaginn SNÆFELLSBÆR: Lið Snæfellsbæjar hefur leik í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, föstudaginn 2. desember og etur kappi við liði Þingeyj- arsveitar. Lið Snæfellsbæj- ar keppti einnig í Útsvari á síðasta vetri og komst alla leið í átta liða úrslit en varð þar að játa sig sigrað gegn liði Fljótsdalshéraðs, sem stóð síðan uppi sem sigur- vegari í keppninni. Árang- ur Snæfellsbæjar á síðasta vetri dugði liðinu þó til að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt. Lið Snæfells- bæjar að þessu sinni er skip- að þeim Hafdísi Rán Brynj- arsdóttur, Halldóri Krist- inssyni og Örvari Marteins- syni, en hann keppti einnig síðasta vetur. -kgk Í lok síðustu viku var unnið af krafti við að reisa einingar í veggi fyrstu hæðar á nýju fimm hæða hóteli við Borgarbraut 59 í Borgarnesi. Það er fyrirtækið Hús og lóðir ehf. sem er byggingaraðilinn en verktakta- fyrirtækið SÓ húsbyggingar ehf. byggir og hefur yfirumsjón með reisingunni og allri framkvæmd. Forsteyptar einingar koma frá Smellinn á Akranesi. Á bygging- arstað síðastliðinn föstudagsmorg- un voru Jóhannes Freyr Stefáns- son framkvæmdastjóri SÓ hús- bygginga og Alfreð Þór Alfreðs- son verksmiðjustjóri frá Smellinn. Gott hljóð var í þeim enda sögðu þeir verkið á áætlun en nú verð- ur unnið af kappi við að reisa hót- elbygginguna sem mun rúma 86 herbergja fjögurra stjörnu hótel. Áætlað er að hótelið verði fullbúið á næsta ári. Á lóðinni við Borgar- braut 57 verður önnur bygging þar sem verða íbúðir fyrir eldri borg- ara en búið er að byggja kjallara undir húsið og honum lokað. Beð- ið verður með frekari framkvæmd- ir á þeirri lóð meðan hótelið verð- ur reist. Jóhannes Freyr segir fram- kvæmdina á áætlun. Nokkrar taf- ir urðu í sumar vegna lagnavinnu í götu, en ef veður torvelda ekki reisingarvinnu ætti fljótlega á nýju ári að verða búið að gera húsið fokhelt. Jóhannes Freyr vildi ekki nefna ákveðna dagsetningu um hvenær hótelið yrði tekið í notk- un. mm Hótel tekið að rísa í Borgarnesi Alfreð Þór Alfreðsson frá Smellinn og Jóhannes Freyr Stefánsson frá SÓ húsbygg- ingum. Fyrir aftan þá má sjá fyrstu hæð hótelsins rísa. Veggeiningar eru ljósar en gluggar verða dökkir. Bandaríkin eru um þessar mund- ir mikilvægasta viðskiptaþjóð Ís- lendinga og þar leikur ferðaþjón- usta stórt hlutverk. Í fyrra nam út- flutningur til Bandaríkjanna um 162 milljörðum kr. eða um 13,5% af heildarútflutningi ársins. Að stærst- um hluta (78%) var um þjónustu- útflutning að ræða en hann var um 126 milljarðar kr. Viðskipti með vörur (22%) námu um 35 milljörð- um kr. Á sama tíma nam innflutn- ingur Íslendinga frá Bandaríkjun- um, á vörum og þjónustu, um 123 milljörðum kr. þannig að viðskipti milli landanna skilaði 38 milljarða kr. viðskiptaafgangi. Samtök ferða- þjónustunnar hafa tekið þessar upp- lýsingar saman. Í fyrra námu tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna þjónustu við bandarískra ferðamenn um 95 millj- örðum kr. eða um 59% af heildar- útflutningi landsins til Bandaríkj- anna. Þar af nam neysla bandarískra ferðamanna á Íslandi um 47,5 millj- örðum kr. og fargjaldatekjur vegna komu þeirra til og um Ísland um 48 milljörðum kr. Á eftir Kínverjum eru bandarískir ferðamenn fjölmennast- ir erlendra ferðalanga í heiminum. Í fyrra fóru um 32,8 milljón Banda- ríkjamanna í ferðalag til annarra landa og námu ferðaútgjöld þeirra rúmlega 15,7 þúsund milljörðum kr. Í ár er gert ráð fyrir að um 8% fleiri Bandaríkjamenn muni ferðast til annarra landa en það gerðu í fyrra. Í dag er enn mun meiri áhugi á ferðalögum til Íslands en þess- ar meðaltalstölur gefa til kynna. „Til marks um það má búast við að ferðamönnum frá Bandaríkjun- um fjölgi um 67% í ár - úr rösklega 240 þúsund í ríflega 400 þúsund. Til gamans má geta þess að á árinu 2006 komu alls rúmlega 420 þúsund ferðamenn til landsins,“ segir í frétt Samtaka ferðaþjónustunnar. mm Sprenging í komu bandarískra ferðamanna til Íslands Bæjarstjórn Snæfellsbæjar mót- mælir harðlega niðurstöðum út- hlutunar byggðakvóta fyrir fisk- veiðiárið 2016 - 2017. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnarinnar 17. nóvember sl. þar sem meðal ann- ars var fjallað um bréf frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Nið- urstaða atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins hvað Snæfellsbæ varðar er að engum byggðakvóta er úthlutað á Hellissand og Arn- arstapa. Í fundargerð bæjarstjórn- ar segir að þessi niðurstaða sé með öllu óásættanleg og skorar bæjar- stjórn á sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra að breyta nú þeg- ar reglum um úthlutun byggða- Vilja að byggðakvóti renni til sveitarfélaga en ekki byggðarlaga Bæjarstjórn Snæfellsbæjar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggða- kvóta fyrir fiskveiðiárið 2016 - 2017 og vill að byggðakvóti renni til sveitarfélaga en ekki byggðarlaga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.