Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 11 Ungmennafélagið Skallagrímur heldur upp á aldarafmælið Afmælisveisla í Hjálmakletti laugardaginn 3. desember kl. 14:00 Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir hátíðarsýningu í tilefni aldarafmælis: Leikið í 100 ár Upprifjun leikdeildar í leikstjórn Jónasar Þorkelssonar Frumsýnt í Lyngbrekku  mmtudaginn 10. nóvember 8. sýning  mmtudaginn 1. desember kl. 20:30 Aukasýning föstudaginn 2. desember kl. 20:30 Hátíðarsýning laugardaginn 3. desember kl. 20:30 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð kr. 3.000 - Veitingasala á sýningum - Posi á staðnum Laugardaginn 3 desember fagnar Ungmennafélagið Skallagrímur 100 ára afmæli félagsins. Af því tilefni er íbúum Borgarbyggðar boðið í afmæliska og dýrindis köku frá Geirabakarí í Hjálmakletti þar sem þessara tímamóta í sögu Skallagríms verður fagnað. Þar verða ri aðir upp ýmsir eftirminnilegir þættir úr sögu félagsins og leikdeild Skallagríms slær á létta strengi. Dagskrá hefst kl.14.00 - Allir velkomnir! Minnum jafnframt á stórleik Skallagríms og Ke avíkur í Dominosdeild kvenna kl. 16:30 og hátíðarsýningu Leikdeildar Skallagríms kl. 20:30 í Lyngbrekku. Þessar indælu stúlkur á myndinni komu til starfsfólksins í Rauða kross búðinni í Borgarnesi í liðinni viku. Þær heita Heiða og Júlía og höfðu bakað piparkökur og selt þær. Gáfu þær ágóðan af sölunni til Rauða krossins. „Við hjá RKÍ í Borgar- nesi þökkum þeim hjartanlega fyrir framlagið sem mun koma sér vel,“ segir í tilkynningu frá félaginu. mm Bökuðu pipar- kökur og seldu fyrir RKÍ Þessar ungu dömur úr Brekkubæj- arskóla á Akranesi sátu í anddyri Krónunnar og seldu kerti um síð- astliðna helgi. Kertin gerðu nem- endur í Brekkubæjarskóla og voru þau seld til styrktar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða. All- ur ágóði kertasölunnar rennur til kaupa á fjölþjálfa fyrir heimilisfólk- ið á Höfða. grþ Seldu kerti til styrktar Höfða Margt var um að vera í Grundarfirði fyrsta sunnudag í aðventu. Markaður var í Samkomuhúsinu þar sem fólk sýndi og seldi ýmsan varning. Veitt- ar voru viðurkenningar í Ljósmynda- samkeppni Grundarfjarðar. Í fyrsta og öðru sæti urðu myndir eftir Sal- björgu Nóadóttur. Þriðju verðlaun hlaut Sigríður Dilja Guðmundsdótt- ir. Loks var veitt viðurkenning eftir kjör á Íþróttamanni Grundarfjarðar 2016. Hann er að þessu sinni Þor- steinn Már Ragnarsson knattspyrnu- maður. Þorsteinn lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og átti prýðilegt sumar. sk Þorsteinn Már er Íþróttamaður Grundarfjarðar Þær stóðu vaktina á markaðinu sem einatt fyrr.Salbjörg og Sigríður með viðurkenningar og verðlaun. Þorsteinn Már Ragnarsson, knatt- spyrnumaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.