Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 11

Skessuhorn - 30.11.2016, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 11 Ungmennafélagið Skallagrímur heldur upp á aldarafmælið Afmælisveisla í Hjálmakletti laugardaginn 3. desember kl. 14:00 Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir hátíðarsýningu í tilefni aldarafmælis: Leikið í 100 ár Upprifjun leikdeildar í leikstjórn Jónasar Þorkelssonar Frumsýnt í Lyngbrekku  mmtudaginn 10. nóvember 8. sýning  mmtudaginn 1. desember kl. 20:30 Aukasýning föstudaginn 2. desember kl. 20:30 Hátíðarsýning laugardaginn 3. desember kl. 20:30 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR! Miðapantanir í síma 846 2293 og leikdeildskalla@gmail.com Miðaverð kr. 3.000 - Veitingasala á sýningum - Posi á staðnum Laugardaginn 3 desember fagnar Ungmennafélagið Skallagrímur 100 ára afmæli félagsins. Af því tilefni er íbúum Borgarbyggðar boðið í afmæliska og dýrindis köku frá Geirabakarí í Hjálmakletti þar sem þessara tímamóta í sögu Skallagríms verður fagnað. Þar verða ri aðir upp ýmsir eftirminnilegir þættir úr sögu félagsins og leikdeild Skallagríms slær á létta strengi. Dagskrá hefst kl.14.00 - Allir velkomnir! Minnum jafnframt á stórleik Skallagríms og Ke avíkur í Dominosdeild kvenna kl. 16:30 og hátíðarsýningu Leikdeildar Skallagríms kl. 20:30 í Lyngbrekku. Þessar indælu stúlkur á myndinni komu til starfsfólksins í Rauða kross búðinni í Borgarnesi í liðinni viku. Þær heita Heiða og Júlía og höfðu bakað piparkökur og selt þær. Gáfu þær ágóðan af sölunni til Rauða krossins. „Við hjá RKÍ í Borgar- nesi þökkum þeim hjartanlega fyrir framlagið sem mun koma sér vel,“ segir í tilkynningu frá félaginu. mm Bökuðu pipar- kökur og seldu fyrir RKÍ Þessar ungu dömur úr Brekkubæj- arskóla á Akranesi sátu í anddyri Krónunnar og seldu kerti um síð- astliðna helgi. Kertin gerðu nem- endur í Brekkubæjarskóla og voru þau seld til styrktar hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða. All- ur ágóði kertasölunnar rennur til kaupa á fjölþjálfa fyrir heimilisfólk- ið á Höfða. grþ Seldu kerti til styrktar Höfða Margt var um að vera í Grundarfirði fyrsta sunnudag í aðventu. Markaður var í Samkomuhúsinu þar sem fólk sýndi og seldi ýmsan varning. Veitt- ar voru viðurkenningar í Ljósmynda- samkeppni Grundarfjarðar. Í fyrsta og öðru sæti urðu myndir eftir Sal- björgu Nóadóttur. Þriðju verðlaun hlaut Sigríður Dilja Guðmundsdótt- ir. Loks var veitt viðurkenning eftir kjör á Íþróttamanni Grundarfjarðar 2016. Hann er að þessu sinni Þor- steinn Már Ragnarsson knattspyrnu- maður. Þorsteinn lék með Víkingi Ólafsvík í sumar og átti prýðilegt sumar. sk Þorsteinn Már er Íþróttamaður Grundarfjarðar Þær stóðu vaktina á markaðinu sem einatt fyrr.Salbjörg og Sigríður með viðurkenningar og verðlaun. Þorsteinn Már Ragnarsson, knatt- spyrnumaður.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 48. tölublað (30.11.2016)
https://timarit.is/issue/405002

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

48. tölublað (30.11.2016)

Iliuutsit: