Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201618
Þriðjudaginn 6. desember næst-
komandi flytur Magnús K. Hannes-
son fyrirlestur í Bókhlöðu Snorra-
stofu í Reykholti. Fyrirlesturinn
nefnir hann Konungsríkið Ísland
1918-1944.
Magnús, sem bæði er lögfræð-
ingur og sagnfræðingur að mennt,
gerir grein fyrir þeim breytingum
sem urðu á stjórnskipun Íslands frá
og með 1. desember 1918 í kjölfar
þess að Danmörk viðurkenndi Ís-
land frjálst og fullvalda ríki. Það
varð síðar formlega nefnt konungs-
ríkið Ísland. Segir í fyrirlestrinum
ennfremur frá konungi Íslands og
konungsætt og sambandi Íslands
og Danmerkur. Þá verður vikið að
utanríkismálum konungsríkisins og
endalokum þess, stofnun lýðveldis-
ins Íslands 17. júní 1944.
Magnús K. Hannesson er með
doktorspróf í lögfræði frá Exeterhá-
skóla á Englandi og meistarapróf
í sagnfræði frá Háskóla Íslands.
Hann starfar á alþjóða- og örygg-
isskrifstofu utanríkisráðuneytisins
og er meðal annars fastafulltrúi Ís-
lands hjá Efnavopnastofnuninni í
Haag. Auk þess er Magnús aðjúnkt
við Háskólann á Bifröst og kennir
þar stjórnskipun og þjóðarétt. Í frí-
stundum sínum stundar hann rann-
sóknir á konungsríkinu og í geim-
rétti. Í föðurætt á hann ættir að
rekja til Grímsstaða í Reykholts-
dal og ættmenn hans voru löngum
kenndir við Tungufell í Lundar-
reykjadal. Bjartmar Hannesson
bóndi á Norður-Reykjum í Hálsa-
sveit er bróðir Magnúsar.
Að margra mati hefur hátíðleiki
1. desember látið nokkuð í minni
pokann hin síðari ár og Snorrastofa
fagnar því sérstaklega þessum fyr-
irlestri Magnúsar. Boðið verður til
kaffiveitinga og umræðna í lok fyr-
irlestursins og aðgangseyrir er kr.
500. Að venju hefst fyrirlesturinn
kl. 20:30. -fréttatilkynning.
Fullveldisdagsins minnst
á fyrirlestri í Snorrastofu
Magnús K. Hannesson.
„Árið sem nú er að renna sitt skeið
er langbesta árið í bakarísrekstri
hjá mér, eða í tæplega þrjátíu ár,“
sagði Sigurgeir Erlendsson bak-
ari í Borgarnesi þegar blaðamað-
ur Skessuhorns rak inn nefið síð-
asta föstudagsmorgun. Geiri bak-
ari segir ástæðuna fyrst og síðast
vera fjölgun ferðamanna en yfir
mesta álagstímann er fullt út úr
dyrum í bakaríinu frá því klukk-
an sjö á morgnana og fram undir
kvöld. Þar er lögð áhersla á veit-
ingasölu, ferskt og smurt braut,
súpur og ýmsa smárétti og má með
sanni segja að bakaríið sé orðið
landsþekkt. Þar kom líka margir
við á ferð sinni um landið, sum-
arbústaðafólk í héraðinu og ferða-
menn eins og áður segir. Geiri seg-
ir að fjöldi starfsfólks í sumar hafi
verið 22-24, en um tíu færri eru nú
yfir vetrartímann þegar umferðin
um þjóðvegina er tekin að minnka.
Hluti sumarstarfsmanna kem-
ur auk þess og leysir af um helg-
ar, þá gjarnan skólafólk sem þigg-
ur að ganga vaktir til að vinna sér
inn aur.
Aðventan og jólin eru farin að
setja svip sinn á vöruúrvalið í bak-
aríinu, randalínur eru í úrvali, jóla-
brauð og smákökur. Meðal árs-
tíðabundinna verkefna segir Geiri
að Lionsklúbbur á Akureyri hafi að
undanförnu keypt talsvert af jóla-
brauðum af honum, en brauðsalan
er hluti af fjáröflun klúbbsins þeg-
ar gengið er með brauðin í hús og
þau seld til stuðnings góðum mál-
efnum. Þá styrkir hann auk þess
ýmis íþróttafélög, meðal annars
Víking í Ólafsvík sem hann var ný-
búinn að senda hamborgarabrauð
fyrir uppskeruhátíð félagsins.
Þrátt fyrir að nú eigi að heita ró-
legur tími í bakaríinu var engu að
síður líf og fjör í upphafi aðventu í
Geirabakaríi.
mm
Besta árið frá upphafi í Geirabakaríi
Geir og Bjarni Waage eru hér að undirbúa bakstur á rúgbrauði í tveimur
risastórum formum. Rúgbrauðin frá Geira eru vel þekkt og oft í viku er þetta magn
bakað.
Geiri, Bjarni Waage og Þorsteinn Erlendsson eru hér að fjöldaframleiða hin
vinsælu jólabrauð sem meðal annars eru seld í stórum stíl af Lions á Akureyri.
Geiri bakari við smákökurnar sem stillt er upp frammi í verslun.
Þrátt fyrir að jólakökurnar séu áberandi í versluninni eru brauðin þó á sínum stað.
Jólabrauð selt í Geirabakaríi síðastliðinn föstudagsmorgun.
Myndlistarkonan Sigurbjörg Einis-
dóttir, sem jafnan er kölluð Sibba,
mun opna myndlistarsýninguna
Litróf í Akranesvita laugardaginn
3. desember kl. 14:00 -16:00. Lit-
róf er þrettánda myndlistarsýning
Sibbu og verður þessi sýning sam-
ansafn af grafískum myndlistarverk-
um eftir hana.
Sibba fæddist 1954 í Njarðvík þar
sem hún ólst upp, en hún er ættuð
af Akranesi í móðurætt. Sjálf þekkir
hún bæinn vel því hún gekk í Gagn-
fræðaskóla Akraness og lauk þaðan
Landsprófi árið 1970. Þaðan lá leið-
in til Los Angeles þar sem hún lærði
kvikmyndagerð í American Film
Institute og er hún með meistara-
próf í kvikmyndaframleiðslu þaðan.
Um aldamótin vatt Sibba kvæði sínu
í kross og ákvað að gerast mynd-
listarmaður. Hún hóf nám í Mynd-
listarskóla Kópavogs árið 2006 og
að því loknu tók hún þátt í stofnun
Myndlistarfélags Kópavogs 2012 og
er ennþá í stjórn þess félags. Í dag er
hún með vinnustofu á Auðbrekku 6
í Kópavogi.
„Á þessari sýningu sjáum við
myndlistarmanninn Sibbu leika sér
með alla liti litrófsins. Í sjálfu sér
er hver einasta mynd niðurstaða í
litlum tilraunum mínum til að skoða
samspil litanna í litrófinu,“ segir
Sibba. Léttar veitinga verða í boði
við opnun sýningarinnar. mm
Opnar sýninguna Litróf í Akranesvita
Laugardaginn 3. desember klukk-
an 14 verða opnaðar tvær mynd-
listarsýningar í Akranesvita. Ann-
ars vegar málverkasýning Sigur-
bjargar Einisdóttur á 2. og 3. hæð
vitans, eins og getið er um í frétt
hér að ofan, en hins vegar verð-
ur opnuð ljósmyndasýning Töru
Wills á 5. hæð vitans. Báðar sýn-
ingarnar munu standa yfir til loka
febrúar 2017.
Tara Wills er búsett í Ungverja-
landi og er lögblind, en það þýð-
ir að hún er með innan við 10%
sjón. Auk þess að vera ljósmyndari
er hún tónlistarmaður og lagahöf-
undur. „Upphafið að
þessari ljósmyndasýn-
ingu var að hún kom
ásamt vinkonu sinni í
heimsókn í Akranes-
vitann fyrr í haust og
hreifst mjög að vitan-
um. Þá tjáði hún mér að
sig langaði til að halda
ljósmyndasýningu í
vitanum og ég bara féll
fyrir þeirri hugmynd,“
segir Hilmar Sigvalda-
son vitavörður.
mm
Lögblind ungversk kona
opnar ljósmyndasýningu