Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 18

Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201618 Þriðjudaginn 6. desember næst- komandi flytur Magnús K. Hannes- son fyrirlestur í Bókhlöðu Snorra- stofu í Reykholti. Fyrirlesturinn nefnir hann Konungsríkið Ísland 1918-1944. Magnús, sem bæði er lögfræð- ingur og sagnfræðingur að mennt, gerir grein fyrir þeim breytingum sem urðu á stjórnskipun Íslands frá og með 1. desember 1918 í kjölfar þess að Danmörk viðurkenndi Ís- land frjálst og fullvalda ríki. Það varð síðar formlega nefnt konungs- ríkið Ísland. Segir í fyrirlestrinum ennfremur frá konungi Íslands og konungsætt og sambandi Íslands og Danmerkur. Þá verður vikið að utanríkismálum konungsríkisins og endalokum þess, stofnun lýðveldis- ins Íslands 17. júní 1944. Magnús K. Hannesson er með doktorspróf í lögfræði frá Exeterhá- skóla á Englandi og meistarapróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann starfar á alþjóða- og örygg- isskrifstofu utanríkisráðuneytisins og er meðal annars fastafulltrúi Ís- lands hjá Efnavopnastofnuninni í Haag. Auk þess er Magnús aðjúnkt við Háskólann á Bifröst og kennir þar stjórnskipun og þjóðarétt. Í frí- stundum sínum stundar hann rann- sóknir á konungsríkinu og í geim- rétti. Í föðurætt á hann ættir að rekja til Grímsstaða í Reykholts- dal og ættmenn hans voru löngum kenndir við Tungufell í Lundar- reykjadal. Bjartmar Hannesson bóndi á Norður-Reykjum í Hálsa- sveit er bróðir Magnúsar. Að margra mati hefur hátíðleiki 1. desember látið nokkuð í minni pokann hin síðari ár og Snorrastofa fagnar því sérstaklega þessum fyr- irlestri Magnúsar. Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna í lok fyr- irlestursins og aðgangseyrir er kr. 500. Að venju hefst fyrirlesturinn kl. 20:30. -fréttatilkynning. Fullveldisdagsins minnst á fyrirlestri í Snorrastofu Magnús K. Hannesson. „Árið sem nú er að renna sitt skeið er langbesta árið í bakarísrekstri hjá mér, eða í tæplega þrjátíu ár,“ sagði Sigurgeir Erlendsson bak- ari í Borgarnesi þegar blaðamað- ur Skessuhorns rak inn nefið síð- asta föstudagsmorgun. Geiri bak- ari segir ástæðuna fyrst og síðast vera fjölgun ferðamanna en yfir mesta álagstímann er fullt út úr dyrum í bakaríinu frá því klukk- an sjö á morgnana og fram undir kvöld. Þar er lögð áhersla á veit- ingasölu, ferskt og smurt braut, súpur og ýmsa smárétti og má með sanni segja að bakaríið sé orðið landsþekkt. Þar kom líka margir við á ferð sinni um landið, sum- arbústaðafólk í héraðinu og ferða- menn eins og áður segir. Geiri seg- ir að fjöldi starfsfólks í sumar hafi verið 22-24, en um tíu færri eru nú yfir vetrartímann þegar umferðin um þjóðvegina er tekin að minnka. Hluti sumarstarfsmanna kem- ur auk þess og leysir af um helg- ar, þá gjarnan skólafólk sem þigg- ur að ganga vaktir til að vinna sér inn aur. Aðventan og jólin eru farin að setja svip sinn á vöruúrvalið í bak- aríinu, randalínur eru í úrvali, jóla- brauð og smákökur. Meðal árs- tíðabundinna verkefna segir Geiri að Lionsklúbbur á Akureyri hafi að undanförnu keypt talsvert af jóla- brauðum af honum, en brauðsalan er hluti af fjáröflun klúbbsins þeg- ar gengið er með brauðin í hús og þau seld til stuðnings góðum mál- efnum. Þá styrkir hann auk þess ýmis íþróttafélög, meðal annars Víking í Ólafsvík sem hann var ný- búinn að senda hamborgarabrauð fyrir uppskeruhátíð félagsins. Þrátt fyrir að nú eigi að heita ró- legur tími í bakaríinu var engu að síður líf og fjör í upphafi aðventu í Geirabakaríi. mm Besta árið frá upphafi í Geirabakaríi Geir og Bjarni Waage eru hér að undirbúa bakstur á rúgbrauði í tveimur risastórum formum. Rúgbrauðin frá Geira eru vel þekkt og oft í viku er þetta magn bakað. Geiri, Bjarni Waage og Þorsteinn Erlendsson eru hér að fjöldaframleiða hin vinsælu jólabrauð sem meðal annars eru seld í stórum stíl af Lions á Akureyri. Geiri bakari við smákökurnar sem stillt er upp frammi í verslun. Þrátt fyrir að jólakökurnar séu áberandi í versluninni eru brauðin þó á sínum stað. Jólabrauð selt í Geirabakaríi síðastliðinn föstudagsmorgun. Myndlistarkonan Sigurbjörg Einis- dóttir, sem jafnan er kölluð Sibba, mun opna myndlistarsýninguna Litróf í Akranesvita laugardaginn 3. desember kl. 14:00 -16:00. Lit- róf er þrettánda myndlistarsýning Sibbu og verður þessi sýning sam- ansafn af grafískum myndlistarverk- um eftir hana. Sibba fæddist 1954 í Njarðvík þar sem hún ólst upp, en hún er ættuð af Akranesi í móðurætt. Sjálf þekkir hún bæinn vel því hún gekk í Gagn- fræðaskóla Akraness og lauk þaðan Landsprófi árið 1970. Þaðan lá leið- in til Los Angeles þar sem hún lærði kvikmyndagerð í American Film Institute og er hún með meistara- próf í kvikmyndaframleiðslu þaðan. Um aldamótin vatt Sibba kvæði sínu í kross og ákvað að gerast mynd- listarmaður. Hún hóf nám í Mynd- listarskóla Kópavogs árið 2006 og að því loknu tók hún þátt í stofnun Myndlistarfélags Kópavogs 2012 og er ennþá í stjórn þess félags. Í dag er hún með vinnustofu á Auðbrekku 6 í Kópavogi. „Á þessari sýningu sjáum við myndlistarmanninn Sibbu leika sér með alla liti litrófsins. Í sjálfu sér er hver einasta mynd niðurstaða í litlum tilraunum mínum til að skoða samspil litanna í litrófinu,“ segir Sibba. Léttar veitinga verða í boði við opnun sýningarinnar. mm Opnar sýninguna Litróf í Akranesvita Laugardaginn 3. desember klukk- an 14 verða opnaðar tvær mynd- listarsýningar í Akranesvita. Ann- ars vegar málverkasýning Sigur- bjargar Einisdóttur á 2. og 3. hæð vitans, eins og getið er um í frétt hér að ofan, en hins vegar verð- ur opnuð ljósmyndasýning Töru Wills á 5. hæð vitans. Báðar sýn- ingarnar munu standa yfir til loka febrúar 2017. Tara Wills er búsett í Ungverja- landi og er lögblind, en það þýð- ir að hún er með innan við 10% sjón. Auk þess að vera ljósmyndari er hún tónlistarmaður og lagahöf- undur. „Upphafið að þessari ljósmyndasýn- ingu var að hún kom ásamt vinkonu sinni í heimsókn í Akranes- vitann fyrr í haust og hreifst mjög að vitan- um. Þá tjáði hún mér að sig langaði til að halda ljósmyndasýningu í vitanum og ég bara féll fyrir þeirri hugmynd,“ segir Hilmar Sigvalda- son vitavörður. mm Lögblind ungversk kona opnar ljósmyndasýningu

x

Skessuhorn

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1561-2821
Language:
Volumes:
27
Issues:
1290
Published:
1998-present
Available till:
03.07.2024
Samkvæmt samningi er 1. árs birtingartöf á Skessuhorni
Locations:
Editor:
Gísli Einarsson (1998-2005)
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir (2008-2008)
Magnús Magnússon (2009-present)
Magnús Magnússon (2005-2007)
Keyword:
Description:
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003. Lögð er áhersla á að skrifa fréttir um og fyrir íbúa á Vesturlandi.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 48. tölublað (30.11.2016)
https://timarit.is/issue/405002

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

48. tölublað (30.11.2016)

Gongd: