Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20168 Fundur í kvöld um búsvæði fugla BORGARFJ: Umhverfis- stofnun hefur boðað íbúa til almenns kynningar- og sam- ráðsfundar um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Fundurinn verður í kvöld, miðvikudag- inn 30. nóvember klukkan 20:00, og fer fram í Ásgarði, húsnæði Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri. Á fundinum verður sagt frá gerð stjórnunar- og verndaráætl- ana almennt og áætlun fyrir verndarsvæðið í Andakíl sér- staklega en unnið er að gerð hennar um þessar mundir. Í kjölfarið verður leitað eft- ir hugmyndum fundarmanna um hvert skuli stefna og hvað þurfi að gera til að viðhalda verndargildi svæðisins og nýta það, til heilla fyrir íbúa. -mm Úrbætur við Guðrúnarlaug DALABYGGÐ: Sveitar- stjórn Dalabyggðar hefur lagt til að úrbætur verði gerðar við Guðrúnarlaug á Laugum í Sælingsdal. Var þetta ákveðið á sveitarstjórnarfundi á dög- unum eftir að Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmenna- og tómstunda- búðanna á Laugum, benti á að léleg umgegni væri við laug- ina. Segir hún að gera þurfi átak í aðgengismálum og stýr- ingu ferðamanna og að eig- endur svæðisins þurfi að gera upp við sig hvort vilji sé til að taka á móti síauknum fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn lagði til að 300 þúsund krónur verði lagðar til úrbóta á svæð- inu strax og að gert verði ráð fyrir fjármagni á næsta ári, meðal annars til merkinga. Ferðamálafulltrúa var falið að gera tillögu að merking- um. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þáverandi forseti Íslands vígði laugina haustið 2010. -grþ Verulega dregur úr atvinnuleysi LANDIÐ: Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands voru að jafnaði 197.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2016, sem jafngild- ir 82,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 192.200 starf- andi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starf- andi af mannfjölda var 80,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,7%. Saman- burður mælinga fyrir októ- ber 2015 og 2016 sýnir að at- vinnuþátttakan jókst um 1,7 prósentustig milli ára. Fjöldi starfandi jókst um 12.900 og hlutfallið af mannfjölda hækk- aði um 2,6 stig. Atvinnulaus- um fækkaði um 1.700 manns og hlutfall þeirra af vinnuafl- inu lækkaði um 0,7 prósentu- stig. -mm Afhenda hrað- hleðslustöðvar BORGARNES: Fyrirtæk- ið Orkustöðin ehf. mun fyrir árslok afhenda öllum sveit- arfélögum landsins hrað- hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Er það liður í átaki fyrir- tækisins til að bæta aðgengi eigenda rafmagnsbíla að hleðslustöðvum og hvetja á þann hátt til notkunar raf- magnsbíla. Um miðjan þennan mánuð var nokkr- um sveitarfélögum á Vestur- landi afhentar slíkar stöðvar, meðal annars í Borgarbyggð. Á fundi byggðarráðs í liðinni viku var Orkusölunni þakkað fyrir góða gjöf og forstöðu- manni framkvæmdasviðs fal- ið að koma stöðinni fyrir hjá Íþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 19. - 25. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 4 bátar. Heildarlöndun: 23.854 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 13.863 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 68. 329 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 38.359 kg í fjórum lönd- unum. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 317.316 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.178 kg í einni löndun. Ólafsvík 10 bátar. Heildar- löndun: 166.823 kg. Mestur afli: Brynja SH: 38.882 kg í sex löndunum. Rif 12 bátar. Heildarlöndun: 226.735 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 61.714 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 53.895 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 32.909 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.178 kg. 22. nóvember. 2. Grundfirðingur SH - GRU: 53.384 kg. 20. nóvember. 3. Steinunn SF - GRU: 52.903 kg. 20. nóvember. 4. Steinunn SF - GRU: 49.030 kg. 23. nóvember. 5. Helgi SH - GRU: 45.569 kg. 21. nóvember. grþ Haustir 2015 bauð Háskólinn á Bifröst upp á tvær nýjar námslín- ur, en viðbrögð við þeim hafa verið ólík. Önnur námslínan er BA-nám í Miðlun og almannatengslum en hin er BA-nám í Byltingafræðum. Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að það hafi gengið ágætlega með báðar línurnar fyrsta haustið, en svo hafi aðsóknin í Bylt- ingafræðina dalað í haust. „Áhuginn hefur verið mikill fyr- ir Miðlun og almannatengslum og við erum mjög sátt við það,“ seg- ir Vilhjálmur. Um þrjátíu manns stunda nú nám við námsleiðina og aðsóknin hefur verið stöðug. Vil- hjálmur segir að námið gefi strax beina leið inn í atvinnulífið og hafi fest sig algjörlega í sessi. „Námið gefur beina leið inn í ákveðinn sett- an farveg, hvort sem það er á fjöl- miðli eða inn í almanntengsl í fyrir- tækjum og stofnunum.“ Byltingafræðin grunnur að ýmsu öðru Aðsókn í Byltingafræðin hafi hins vegar verið dræmari. Haustið 2015 var aðsókn þokkaleg, en í haust sótti aðeins einn um að komast í námið. Samtals eru því á annan tug nemenda sem stunda námið á fyrsta og öðru ári. Vilhjálmur segir að námið sé í sjálfu sér mjög áhuga- vert en nafnið á námsbrautinni gefi ekki augljósa möguleika á starfs- stefnu. „Námið býður upp á það að læra margt mjög áhugavert um breytingar í samfélaginu, hvernig þær verða og af hverju og hvernig eigi að koma þeim af stað. Það býð- ur upp á mjög breiðan möguleika að námi loknu,“ segir Vilhjálmur og bætir við að byltingafræðin sé einnig góður grunnur margs konar greina innan félagsvísinda. Nem- endur fái auk þess góða sýn á hvern- ig samfélagið virkar. „Við ætlum að bjóða upp á Byltingafræðina aftur næsta haust og sjá hvort að áhuginn lifni við,“ segir Vilhjálmur. Fleiri námsleiðir á döfinni Þá hefur Háskólinn á Bifröst einn- ig gert tilraunir með alþjóðlegan sumarskóla fyrir erlenda nemendur. „Við fengum um tuttugu nemend- ur síðasta sumar og ætlum að gera þetta aftur næsta sumar, sjá hvort þetta vindi eitthvað upp á sig.“ Vil- hjálmur segir að ný lína í Viðskipta- lögfræði sé einnig í farvatninu hjá Háskólanum á Bifröst. Námið er meistaranám í Viðskiptalögfræði en Háskólinn á Bifröst býður nú þegar upp á BA-nám í Viðskiptalögfræði. „Við ætlum að sérhæfa okkur í því sem snýr að viðskiptum,“ segir Vil- hjálmur. klj Nýjar námsleiðir fá misjafnar viðtökur Grundarfjarðarbær er nú að láta bæta aðgengi að hafnarskúr bæjar- ins þar sem Hafsteinn Garðarsson ræður ríkjum. Verið er að steypa nýja stétt og leggja hitalagnir í tröppurnar. Það er engu líkara en að Hafsteinn hafnarstjóri sé hér að grandskoða fráganginn á und- irlaginu á meðan Eyþór Garðars- son bróðir hans og forseti bæjar- stjórnar fylgist með úr dyragætt- inni. Það er Þorkell Gunnar Þor- kelsson sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum. tfk Framkvæmdir við Grundarfjarðarhöfn Ljúfmetismarkaðurinn Stykkis- hólmz Bitter hefur slegið í gegn í Hólminum þegar hann hefur verið settur upp. Laugardaginn 17. des- ember er ráðgerður jólaljúfmetis- markaður að Reitarvegi 16 og veð- ur hann opinn frá klukkan 14 til 16. Á markaðnum sýna veitinga- menn og matvælaframleiðendur í Stykkishólmi og nágrenni listir sínar og bjóða upp á hið ýmsa ljúf- meti með jólaívafi. Markaðurinn er auglýstur sem upplifun fyrir öll skilningarvitin. Hægt er að finna Stykkishólmz Bitter á facebook og fylgjast þar með frekari framvindu mála. jse Jólaljúfmetismarkaður í Hólminum Svipmynd frá markaðinum á síðasta ári. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.