Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 8

Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20168 Fundur í kvöld um búsvæði fugla BORGARFJ: Umhverfis- stofnun hefur boðað íbúa til almenns kynningar- og sam- ráðsfundar um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir búsvæði fugla í Andakíl. Fundurinn verður í kvöld, miðvikudag- inn 30. nóvember klukkan 20:00, og fer fram í Ásgarði, húsnæði Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri. Á fundinum verður sagt frá gerð stjórnunar- og verndaráætl- ana almennt og áætlun fyrir verndarsvæðið í Andakíl sér- staklega en unnið er að gerð hennar um þessar mundir. Í kjölfarið verður leitað eft- ir hugmyndum fundarmanna um hvert skuli stefna og hvað þurfi að gera til að viðhalda verndargildi svæðisins og nýta það, til heilla fyrir íbúa. -mm Úrbætur við Guðrúnarlaug DALABYGGÐ: Sveitar- stjórn Dalabyggðar hefur lagt til að úrbætur verði gerðar við Guðrúnarlaug á Laugum í Sælingsdal. Var þetta ákveðið á sveitarstjórnarfundi á dög- unum eftir að Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður Ungmenna- og tómstunda- búðanna á Laugum, benti á að léleg umgegni væri við laug- ina. Segir hún að gera þurfi átak í aðgengismálum og stýr- ingu ferðamanna og að eig- endur svæðisins þurfi að gera upp við sig hvort vilji sé til að taka á móti síauknum fjölda ferðamanna. Sveitarstjórn lagði til að 300 þúsund krónur verði lagðar til úrbóta á svæð- inu strax og að gert verði ráð fyrir fjármagni á næsta ári, meðal annars til merkinga. Ferðamálafulltrúa var falið að gera tillögu að merking- um. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þáverandi forseti Íslands vígði laugina haustið 2010. -grþ Verulega dregur úr atvinnuleysi LANDIÐ: Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands voru að jafnaði 197.600 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í október 2016, sem jafngild- ir 82,5% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 192.200 starf- andi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starf- andi af mannfjölda var 80,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,7%. Saman- burður mælinga fyrir októ- ber 2015 og 2016 sýnir að at- vinnuþátttakan jókst um 1,7 prósentustig milli ára. Fjöldi starfandi jókst um 12.900 og hlutfallið af mannfjölda hækk- aði um 2,6 stig. Atvinnulaus- um fækkaði um 1.700 manns og hlutfall þeirra af vinnuafl- inu lækkaði um 0,7 prósentu- stig. -mm Afhenda hrað- hleðslustöðvar BORGARNES: Fyrirtæk- ið Orkustöðin ehf. mun fyrir árslok afhenda öllum sveit- arfélögum landsins hrað- hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Er það liður í átaki fyrir- tækisins til að bæta aðgengi eigenda rafmagnsbíla að hleðslustöðvum og hvetja á þann hátt til notkunar raf- magnsbíla. Um miðjan þennan mánuð var nokkr- um sveitarfélögum á Vestur- landi afhentar slíkar stöðvar, meðal annars í Borgarbyggð. Á fundi byggðarráðs í liðinni viku var Orkusölunni þakkað fyrir góða gjöf og forstöðu- manni framkvæmdasviðs fal- ið að koma stöðinni fyrir hjá Íþróttamiðstöðinni í Borgar- nesi. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 19. - 25. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 4 bátar. Heildarlöndun: 23.854 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 13.863 kg í fjórum löndun- um. Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 68. 329 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 38.359 kg í fjórum lönd- unum. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 317.316 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.178 kg í einni löndun. Ólafsvík 10 bátar. Heildar- löndun: 166.823 kg. Mestur afli: Brynja SH: 38.882 kg í sex löndunum. Rif 12 bátar. Heildarlöndun: 226.735 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 61.714 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 53.895 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 32.909 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 68.178 kg. 22. nóvember. 2. Grundfirðingur SH - GRU: 53.384 kg. 20. nóvember. 3. Steinunn SF - GRU: 52.903 kg. 20. nóvember. 4. Steinunn SF - GRU: 49.030 kg. 23. nóvember. 5. Helgi SH - GRU: 45.569 kg. 21. nóvember. grþ Haustir 2015 bauð Háskólinn á Bifröst upp á tvær nýjar námslín- ur, en viðbrögð við þeim hafa verið ólík. Önnur námslínan er BA-nám í Miðlun og almannatengslum en hin er BA-nám í Byltingafræðum. Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, segir að það hafi gengið ágætlega með báðar línurnar fyrsta haustið, en svo hafi aðsóknin í Bylt- ingafræðina dalað í haust. „Áhuginn hefur verið mikill fyr- ir Miðlun og almannatengslum og við erum mjög sátt við það,“ seg- ir Vilhjálmur. Um þrjátíu manns stunda nú nám við námsleiðina og aðsóknin hefur verið stöðug. Vil- hjálmur segir að námið gefi strax beina leið inn í atvinnulífið og hafi fest sig algjörlega í sessi. „Námið gefur beina leið inn í ákveðinn sett- an farveg, hvort sem það er á fjöl- miðli eða inn í almanntengsl í fyrir- tækjum og stofnunum.“ Byltingafræðin grunnur að ýmsu öðru Aðsókn í Byltingafræðin hafi hins vegar verið dræmari. Haustið 2015 var aðsókn þokkaleg, en í haust sótti aðeins einn um að komast í námið. Samtals eru því á annan tug nemenda sem stunda námið á fyrsta og öðru ári. Vilhjálmur segir að námið sé í sjálfu sér mjög áhuga- vert en nafnið á námsbrautinni gefi ekki augljósa möguleika á starfs- stefnu. „Námið býður upp á það að læra margt mjög áhugavert um breytingar í samfélaginu, hvernig þær verða og af hverju og hvernig eigi að koma þeim af stað. Það býð- ur upp á mjög breiðan möguleika að námi loknu,“ segir Vilhjálmur og bætir við að byltingafræðin sé einnig góður grunnur margs konar greina innan félagsvísinda. Nem- endur fái auk þess góða sýn á hvern- ig samfélagið virkar. „Við ætlum að bjóða upp á Byltingafræðina aftur næsta haust og sjá hvort að áhuginn lifni við,“ segir Vilhjálmur. Fleiri námsleiðir á döfinni Þá hefur Háskólinn á Bifröst einn- ig gert tilraunir með alþjóðlegan sumarskóla fyrir erlenda nemendur. „Við fengum um tuttugu nemend- ur síðasta sumar og ætlum að gera þetta aftur næsta sumar, sjá hvort þetta vindi eitthvað upp á sig.“ Vil- hjálmur segir að ný lína í Viðskipta- lögfræði sé einnig í farvatninu hjá Háskólanum á Bifröst. Námið er meistaranám í Viðskiptalögfræði en Háskólinn á Bifröst býður nú þegar upp á BA-nám í Viðskiptalögfræði. „Við ætlum að sérhæfa okkur í því sem snýr að viðskiptum,“ segir Vil- hjálmur. klj Nýjar námsleiðir fá misjafnar viðtökur Grundarfjarðarbær er nú að láta bæta aðgengi að hafnarskúr bæjar- ins þar sem Hafsteinn Garðarsson ræður ríkjum. Verið er að steypa nýja stétt og leggja hitalagnir í tröppurnar. Það er engu líkara en að Hafsteinn hafnarstjóri sé hér að grandskoða fráganginn á und- irlaginu á meðan Eyþór Garðars- son bróðir hans og forseti bæjar- stjórnar fylgist með úr dyragætt- inni. Það er Þorkell Gunnar Þor- kelsson sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum. tfk Framkvæmdir við Grundarfjarðarhöfn Ljúfmetismarkaðurinn Stykkis- hólmz Bitter hefur slegið í gegn í Hólminum þegar hann hefur verið settur upp. Laugardaginn 17. des- ember er ráðgerður jólaljúfmetis- markaður að Reitarvegi 16 og veð- ur hann opinn frá klukkan 14 til 16. Á markaðnum sýna veitinga- menn og matvælaframleiðendur í Stykkishólmi og nágrenni listir sínar og bjóða upp á hið ýmsa ljúf- meti með jólaívafi. Markaðurinn er auglýstur sem upplifun fyrir öll skilningarvitin. Hægt er að finna Stykkishólmz Bitter á facebook og fylgjast þar með frekari framvindu mála. jse Jólaljúfmetismarkaður í Hólminum Svipmynd frá markaðinum á síðasta ári. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 48. tölublað (30.11.2016)
https://timarit.is/issue/405002

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

48. tölublað (30.11.2016)

Gongd: