Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 30.11.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Það er ekki kominn desember og ég er við að fá nóg „jóla-áreiti“ nú þeg- ar. Svo kalla ég endalausar auglýs- ingar um hvað gefa skal til jólanna, hvað uppfæra þarf (sófa, eldhús, borðbúnað), liðinn er svartur föstu- dagur og cyber mánudagur. Jólalög- in eru farin að hljóma og er það af hinu góða, en ég hef því miður upp- lifað það að vera orðin hundleið á þeim ÁÐUR en jólin gengu í garð. Tek ég því til bragðs að slökkva á ljósvakamiðlunum og setja tónlist að eigin vali í tækið - nú eða taka upp bók. En þessi tími árs getur samt sem áður verið mjög skemmtilegur. Við upplifum mesta skammdegið og notum kerti og ljós sem mót- vægi við það. Síðan koma sólstöð- ur og með hækkandi sól kemur nýtt ár. Ég kemst í jólaskap við að setja ljós á og inn í húsið, kaupa og búa til jólagjafir, föndra jólasveina og stjörnur með börnum og að taka þátt í einlægri eftirvæntingu þeirra. Oft eru börn spurð hvað þau vilji fá í jólagjöf. Gott væri að spyrja þau hvað þau vildu GEFA í jólagjöf. Fá þau til að hugsa um að gleðja aðra en sjálfa sig. Einnig væri tilvalið að temja sér að gera góðverk á aðvent- unni og deili ég hér nokkrum hug- myndum. Að deila kærleika og sam- kennd á aðventunni kennir okkur að meta hvað við höfum. Frábært væri að láta yngri kynslóðina taka þátt. Ég er viss um að þetta kemur okkur í enn meira jólaskap. Hér eru tíu at- riði sem mér datt í hug að við gæt- um sett okkur að framkvæma: Vera sérlega tillitsöm við versl- unarfólk sem stendur langar vaktir. Skilum innkaupakerrum alla leið til baka, ekki skilja þær eftir úti á bíla- stæði. Brosa! Gera einhverjum í fjölskyldunni greiða án þess að vera beðin um það. Til dæmis að taka til eftir systk- ini þitt, eða raða skónum við inn- ganginn. Halda hurðinni fyrir næsta mann hvar sem gengið er um. Baka auka uppskrift af smákökum og fara með á elliheimilið eða til ná- grannana sem þú þekkir ekki vel. Virkja börnin við að velja gjaf- ir, pakka inn og setja á þá staði sem safna fyrir þá sem minna mega sín. Gera sitt í að minnka umferð- arstressið og setja sér það að gefa allavega þremur bílum „séns“ í um- ferðinni. Borga fyrir auka kaffibolla á kaffi- húsinu og koma næsta viðskiptavini á óvart. Kaupa tvær auka bauna- og rauð- kálsdósir og gefa t.d. í Samhjálp eða Hjálpræðisherinn. Bjóða barnmargri fjölskyldu tveggja eða þriggja tíma fría barna- pössun á aðventunni. Moka snjóinn hjá nágrannanum um leið og þú mokar hjá þér. Ég hef verið þess aðnjótandi að upplifa aðfangadagskvöld á margan hátt. Ég hef verið alein í útlöndum á aðfangadagskvöldi. Ég hef verið við vinnu. Ég hef verið i jólaveislu þar sem kampavínið flóði og all- ir skemmtu sér áður en þeir héldu slompaðir til miðnæturmessu. Ég hef verið á sjúkrahúsi, „ný uppskor- in“. Allt voru þetta ánægjuleg jól, en bestu jólin hafa auðvitað verið þegar ég hef getað verið meðal ástvina. En engin jól hafa eyðilagst vegna þess að eitthvað „vantaði“ eða var öðru- vísi en í minningum barnæskunn- ar eða í væntingum. Gefum ljós og kærleika þessi jólin. Við höfum það ótrúlega gott. Sigrún Hjartardóttir, Hátúni í Borgarfirði. Að deila kærleika og samkennd á aðventunni Pennagrein Guðsteinn Einarsson hefur farið vel yfir í greinum sínum í Skessu- horni undanfarið hlut Borgarlands í að móta stefnu um nýtingu á Borg- arbraut 55-59 í Borgarnesi. Í þeim greinum kemur fram að Borgarland hafði frumkvæði af og kom með til- lögu að nýjum miðbæ í Borgarnesi með byggingum þar sem blandað var saman þjónusturýmum og íbúðum. Tillagan gerði ráð fyrir miklu bygg- ingarmagni á reitnum en þar sem Borgarland fékk ekki þau viðbrögð sem vonast hafði verið til þá snéru þeir sér að því að skipuleggja á þeirri lóð sem fyrirtækið hafði yfir að ráða, lóðinni Borgarbraut 59. Niðurstaða af þeirri vinnu varð að áformum um byggingu á stakri íbúðarblokk með 30 íbúðum samtals 3.405 m2 og 650 m2 bílastæðahús, samtals byggingar- magn 4.055 m2 á lóð sem var 2.700 m2 að stærð, sem gerir nýtingarhlut- fall upp á 1,5 ef allt er talið. Því tel ég að það sé óumdeilt að vinna við gildandi deiliskipulag Borgarbrautar 55-59 byggðist meðal annars á vinnu Borgarlands og þeim væntingum til byggingarmagns sem Borgarland gerði til svæðisins. Það breytir engu þar um þó að forsvars- menn Borgarlands hafi ekki alltaf verið sammála og gert athugasemdir við vinnu sveitarfélagsins á meðan á deiliskipulags vinnunni stóð. Nið- urstaða skipulagsvinnunar var að samþykkt var deiliskipulag þar sem heimilt var að byggja staka íbúðar- blokk á Borgarbraut 59 með 30 íbúðum og byggingaráform Borgar- lands pössuðu innan skipulagsins. Ég lagði fram spurningu í grein minni til Kaupfélags Borgfirðinga um hvaða hagsmuni þeir telji sig vera að verja með andstöðu sinni við framkvæmdir á Borgarbraut 57-59 sem byggðist meðal annars á þeirra eigin vinnu? Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri virðist ekki vilja eða geta svarað spurningunni fyrir hönd félagsins. Því fer ég fram á það við stjórn Kaupfélags Borgfirðinga að hún svari spurningu minni. Virðingarfyllst, Sigurður Guðmundsson. Höf. er íbúi og skattgreiðandi í Borgarbyggð. Smá athugasemd www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.