Skessuhorn - 30.11.2016, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 20164
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Réttlát laun og skattheimta
Það umræðuefni sem stjórnmálamenn notuðu hvað mest í aðdraganda
síðustu alþingiskosninga til að koma sér og stefnumálum flokka sinna á
framfæri var laskað heilbrigðiskerfi og að þar þyrfti að bæta í. Þegar leið á
stutta en nokkuð snarpa kosningabaráttu voru allir þáttastjórnendur farn-
ir að spila með í þessum leik og þegar komið var fram á kjördag virtist sem
allir væru á þeirri skoðun að á Íslandi væri heilbrgðiskerfið ónýtt. Ekki
laskað, fjárvana eða í leku húsnæði, heldur bókstaflega ónýtt. Þessari sí-
bylju leyfi ég mér að gjalda varhug við enda byggir hún ekki að öllu leyti
á staðreyndum. Eftir gjaldþrot íslensku bankanna og hrunið haustið 2008
hef ég t.d. í tvígang þurft að leita á náðir íslenska heilbrigðiskerfisins. Í
báðum tilfellum gef ég íslenska heilbrigðiskerfinu toppeinkunn. Ekki nóg
með að ég hafi fengið snögga þjónustu, heldur var hún góð, starfsfólk upp
til hópa framúrskarandi og hlýlegt og sýndi alla þá fagmennsku sem ég
held að vænta megi. Eftir meðhöndlun þessa góða fólks hef ég getað látið
duga að mæta í það sem kallast reglubundið eftirlit „til að fyrirbyggja að
allt væri í lagi,“ eins og einhver spekingurinn komst að orði.
En hvað um það. Þessi neikvæðni í garð heilbrigðiskerfisins er að
ákveðnu leyti heimagert vandamál. Í aðdraganda þess að læknar, hjúkr-
unarfræðingar og síðar aðrar heilbrigðisstéttir töldu sig sitja eftir í kjörum
á almennum vinnumarkaði, fengu þær vini á fréttastofunum með sér í lið.
Um langa hríð var ekki opnaður sá fréttatími í ljósvakamiðlum, eða flett
á síðum dagblaðanna, að ekki blasti við grátkór starfsfólks sem var á leið
úr landi af því launin voru óviðunandi. Þannig hélt þetta áfram svo mán-
uðum skipti þar til þessir hópar uppskáru kjarabætur. Þessa aðferðafræði
hafa nú aðrir hópar launþega tekið upp. Nú er kjarabarátta því meira farin
í fjölmiðla en á sér síður stað við fundaborðið hjá ríkissáttasemjara. Það er
ekki breyting til batnaðar, heldur einvörðungu ný aðferðafræði.
Ennþá eimir af þeim boðskap sem heilbrigðisstéttir komu út í þjóð-
félagið í hinni löngu kjaradeilu sinni hér um árið. Reglulega dúkkar auk
þess Kári Stefánsson upp og varpar fýlusprengjum þar sem hann básún-
ar hversu vondir stjórnmálamenn voru að skilja heilbrigðisþjónustu eft-
ir sem rjúkandi rúst, ónýtt. Auðvitað mætti margt betur fara í íslensku
heilbrigðiskerfi. En hvar er það ekki? Eru menntastofnanir betur sett-
ar, löggæslan eða Vegagerðin? Nei, ég held ekki. Ef við gefum okkur að
illa gangi t.d. fyrir lögreglumenn að ná fram kjarabótum, eigum við þá
að gefa okkur að hér muni óöld ríkja? Ef kennarar ná ekki samningum
við viðsemjendur sína, að við uppskerum ónýtt skólakerfi? Að beita fjöl-
miðlum í kjarabaráttu með sífellt neikvæðum fréttum, er verið að beita
mjög svo tvíbentu vopni og vandmeðförnu. Ég vil hins vegar óska öllum
þeim hópum sem eru í kjarabáráttu velfarnaðar í störfum sínum þannig að
jöfnuður og réttlæti náist. Viðsemjendur þessara hópa, ekki síst þeir sem
semja fyrir hönd hins opinbera, eiga einnig vandasamt verk fyrir höndum.
Þeirra er að ákveða launahækkanir í takt við þær skatttekjur sem hið opin-
bera hefur úr að spila. Það eina sem getur bætt stöðuna er að framleiðni
í fyrirtækjum og ekki síður hjá hinu opinbera batni. Hér er nefnilega um
að ræða línudans skattheimtu og keðjuverkun hækkana, dans sem erfitt
getur reynst að feta. Ákvörðun eins og Kjararáð tók á kjördegi í lok októ-
ber er síðan álíka skynsamleg og að hella olíu á eld. Það verður því erfitt,
en nauðsynlegt, fyrir alþingismenn að samþykkja að launahækkun þeirra
var úr takti við laun flestra annarra hópa í þjóðfélaginu.
Einhver þessara kjaramála munu vafalítið fara til úrlausnar á borði nýrr-
ar ríkisstjórnar, náist einhvern tímann að mynda hana! En hvernig sem
þeim málum verður háttað get ég ekki tekið undir að hér á landi sé ónýtt
heilbrigðiskerfi. Það er einfaldlega rangt, rétt eins og skólarnir okkar eru
alls ekki ónýtir þótt vissulega þurfi að bæta kjör þeirra sem þar starfa.
Magnús Magnússon.
Leiðari
Hjónin Maren Rós Steindórs-
dóttir og Andri Júlíusson hafa fest
kaup á rekstri verslunarinnar Gall-
erí Ozone við Kirkjubraut á Akra-
nesi. Bæði eru þau Akurnesingar
en hafa búið í Noregi undanfar-
in ár. Að sögn Huga Harðarsonar,
fyrrum eigenda Gallerí Ozone, er
búið að skrifa undir kaupsamning
og taka Maren og Andri við versl-
uninni í lok janúar á næsta ári.
Það var haustið 1988 sem Hugi
Harðarson og Elsa Jóna Björns-
dóttir opnuðu verslunina Gallerí
Ozone við Kirkjubraut 5 á Akra-
nesi, í gamla Óðinshúsinu eins og
það er oftast kallað. Vöruvalið sam-
anstóð af leikföngum og íþrótta-
fatnaði. Nokkrum árum síðar opn-
uðu þau tískuvöruverslunina Roxy
en 1995 fluttu þau rekstur Gall-
erí Ozone í rúmlega 300 fermetra
húsnæði hinum megin við götuna,
við Kirkjubraut 8. „Við seldum
Roxy áður en við fluttum okkur
yfir götuna og byrjuðum að selja
tískumerki í Ozone þegar við flutt-
um þangað. Þá var búðin eins og
hún er í dag; sport- og tískuvöru-
verslun,“ segir Elsa Jóna í samtali
við Skessuhorn. Verslunin var að
endingu flutt í núverandi húsnæði
við Kirkjubraut 12 árið 2004. Árið
2010 opnuðu Hugi og Elsa Gall-
erí Ozone á Selfossi, í samstarfi við
Sturlaug Sturlaugsson og Jóhönnu
Hallsdóttur en seldu þann rekstur
fjórum árum síðar.
Rekstur Gallerí Ozone hef-
ur gengið vel á þeim tæpu þrem-
ur áratugum sem verslunin hefur
verið starfrækt. Engu að síður hafa
hjónin ákveðið að venda kvæði sínu
í kross og hafa þau nú selt rekstur-
inn. „Við töldum vera rétta tím-
ann til að hleypa öðrum að núna,
eftir að hafa verið í þessu í tæp 30
ár,“ segir Hugi. Hann segir tímana
vera breytta frá því að þau opn-
uðu verslunina 1988 og nú hafa
þau bæði skellt sér á skólabekk.
Elsa er í sjúkraliðanámi og Hugi
er búinn að læra til innanhúss stíl-
ista og hefur hug á því að starfa við
það. „Ég er svo trúlega að fara út
í meira nám með haustinu, í út-
stillingarhönnun. En margt getur
breyst, það eru margt annað í far-
vatninu,“ segir Hugi að endingu.
grþ
Selja Gallerí Ozone eftir
tæplega þrjátíu ára rekstur
Hugi og Elsa hafa nú selt reksturinn á Gallerí Ozone, eftir að hafa rekið verslunina
í 28 ár.
Aðaltvímenningskeppni Briddsfélags
Borgarfjarðar lauk á mánudaginn.
Fimmtán pör tóku þátt á mótinu og
dreifðist keppnin á fimm kvöldum.
Sjaldan í sögu félagsins hefur spennan
verið jafn mikil, en úrslit réðust ekki
fyrr en í lokaspili. Úrslit urðu þau að
Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson
höfðu sigur, með 56,2% skori, hárs-
breidd á undan þeim Jóni Einarssyni
og Ingimundi Jónssyni sem uppskáru
56,0%. Í þriðja sæti urðu ungstirnin
Heiðar Árni Baldursson og Logi Sig-
urðsson með 55,3%, Sveinn Hall-
grímsson og Flemming Jessen urðu
fjórðu með 54,8% og í fimmta sæti
urðu Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus
Pétursson með 54,6%.
Fyrir upphaf spilamennsku hjá
félaginu á mánudaginn var aðal-
fundur félagsins haldinn. Stjórn var
endurkjörin og verður Jón Eyjólfs-
son áfram formaður. Sveinbjörn Eyj-
ólfsson var kosinn í stjórn Bridge-
sambands Vesturlands. Ákveðið var
á fundinum að sækja um kennitölu
fyrir félagið.
Næsta mánudagskvöld verður
spilaður léttur tvímenningur hjá fé-
laginu, en föstudaginn 16. desember
er jólasveinatvímenningur félagsins
ráðgerður. Þangað eru allir velkomn-
ir, en dregið verður saman í pör.
mm
Spenna fram á síðasta spil hjá BB fólki
Þeir sigruðu í aðaltvímenningi félagsins. F.v. Heiðar, Logi, Baldur, Jón, Jón og
Ingimundur.
Það lá vel á félögunum Eymari og
Togga þegar þeir voru að þöku-
leggja við hafnarsvæðið í Ólafs-
vík á mánudaginn. Hitinn var um
fjórar gráðurnar og milt í veðri.
Ekki er ofsagt að þökulagning sé
óalgeng þegar aðventan er geng-
in í garð. Veðrið í haust hefur
hins vegar verið með besta móti
og nánast frostlaust það sem af er
vetri.
af
Þökulagt í nóvemberlok