Skessuhorn - 30.11.2016, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201616
Talsverð breyting verður á hinni
landstóru jörð, Steindórsstöðum í
Reykholtsdal, um næstu áramót. Á
kvótamarkaði 1. nóvember síðast-
liðinn seldu bændurnir mjólkur-
kvótann og því mun um næstu ára-
mót leggjast af kúabúskapur á jörð-
inni, en þar hafa verið kýr svo lengi
sem elstu menn muna. Samkvæmt
nýjum búvörulögum var þetta síð-
asti frjálsi markaðurinn með mjólk-
urkvóta. Á næsta ári taka við nýj-
ar reglur og ríkið hefur milligöngu
með kaup á mjólkurkvóta sem
bændur vilja afsetja, en gegn mun
lægri greiðslu en undanfarið hef-
ur þekkst á frjálsum markaði tvisv-
ar á ári. Verðið mun síðan enn frek-
ar lækka árið 2018. Þórarinn Skúla-
son og Guðfinna Guðnadóttir eru
bændur á Steindórsstöðum. Þau
hyggjast nú leggja aukna áherslu á
móttöku ferðamanna á Steindórs-
stöðum, en árið 2010 byrjuðu þau
að selja ferðafólki gistingu í gamla
íbúðarhúsinu á bænum. Hluta þeirra
peninga sem þau fá nú fyrir mjólk-
urkvótann munu þau leggja í end-
urbætur á vélaskemmu og hyggjast
auka gistirými og stækka eldunarað-
stöðu sem ferðamenn hafa afnot af.
Síðustu forvöð að
fá gott verð
Þórarinn bóndi segir það vissulega
hafa verið stóra ákvörðun að selja
mjólkurkvótann og í framhaldinu
kýrnar og geldneyti. Slíkri ákvörð-
un fylgi blendnar tilfinningar enda
um mikla búháttabreytingu að ræða.
Þau hafi hins vegar metið stöð-
una þannig að réttast væri að gera
þetta nú, meðan enn hafi verið von
á þokkalegu verði fyrir kvótann og
heilsa þeirra væri góð til að byggja
upp og takast á við önnur verkefni.
Kvótann seldu þau fyrir ríflega 200
krónur lítrann. Samkvæmt nýju bú-
vörusamningunum fást 137 krón-
ur fyrir lítrann á næsta ári en ekki
nema 118 krónur árið 2018. „Jafn-
vel þótt við höfum gert mikið fyr-
ir fjósið árið 1995 hefði það ver-
ið á undanþágu í hámark níu ár til
viðbótar. Þetta er básafjós en til-
skipanir sem Íslendingar hafa tek-
ið upp að hætti Evrópusambandsins
segja að slíkum fjósum eigi að vera
búið að loka áður en langt um líð-
ur. Þá hefðum við annað hvort þurft
að byggja nýtt fjós og steypa okkur
í skuldir sem því nemur, eða horfa
í aðra átt. Ekkert barnanna okk-
ar var tilbúið að taka við búinu eins
og það er í dag og því völdum við
að fara þessa leið. Við erum líka á
þeim aldri að hálft okkar líf höfum
við verið að mjólka kýr og finnst við
eiga það inni að leggja drög að ein-
faldari búháttum á efri árum,“ seg-
ir Þórarinn. Guðfinna tekur undir
þetta og bendir á að erfitt sé að fá af-
leysingu þegar rekin er tvíþætt starf-
semi á jörðinni, bæði gistiþjónusta
og kúabú, því atvinnugreinar þess-
ar eru í eðli sínu ólíkar. „Það er ein-
faldlega auðveldara að fá einhvern
til að leysa sig af, ef við vildum taka
okkur frí, ef einungis þarf að leysa af
við rekstur gistiheimilis. Þetta hafði
áhrif á þá ákvörðun sem við tókum,“
segir hún.
Sama ættin setið lengi
Þórarinn er fæddur og uppalinn í
Norðurárdal. Foreldrar hans bjuggu
í Sanddalstungu í Sanddal en síðar
á Hafþórsstöðum. Guðfinna ólst
hins vegar upp á Steindórsstöð-
um, en þau kynntust og hófu bú-
skap sinn í Borgarnesi. Þar starf-
aði hún við verslunarstörf í Kaup-
félagi Borgfirðinga, en hann starfaði
meðal annars í Loftorku og hjá Ra-
rik. Árið 1988 keyptu þau hins vegar
hálfa Steindórsstaðajörðina, eftir að
Einar Pálsson bóndi og móðurbróð-
ir Guðfinnu hafði lagt hart að þeim
að íhuga búskap.
„Það mætti segja að Steindórs-
staðir séu ættaróðal en saga bú-
setu og ættar hér er kannski dálítið
óvenjuleg,“ segja þau Guðfinna og
Þórarinn. „Fjölskyldusagan nær aft-
ur til 17 aldar. Hér bjó um tíma Ein-
ar Magnússon óðalsbóndi, en hann
var sonur Magnúsar ríka á Vilmund-
arstöðum sem er ættfaðir margra
Borgarfirðinga. Niðjar hans eru nú
meðal annars á Húsafelli, Stóra-Ási,
Deildartungu og víðar um hérað-
ið. Einar þessi átti ekki börn. Eft-
ir fráfall hans og síðar ekkju hans
ánafnaði hún Einari Pálssyni frænda
þeirra Steindórsstaðajörðinni þegar
hann var enn barn að aldri, eða sjö
ára. Páll afi minn, faðir Einars, fékk
þá ábúð á jörðinni og bjó þar til Ein-
ar sonur hans tekur sjálfur við búinu
árið 1956. Einar lauk fyrst búfræði-
prófi frá Hvanneyri og þótti búmað-
ur góður og hagur við ýmsa smíðis-
vinnu. Hann veiktist ungur maður af
lungnabólgu og fékk lífhimnubólgu
í framhaldinu og var aldrei heilsu-
hraustur. Einar var móðurbróðir
minn. Móðir mín Ástríður Pálsdóttir
var sú eina af fjórum systkinum sem
átti börn, en hér bjuggu og störfuðu
mamma og Imba frænka og hér var
oft afar margt í heimili. Auk þess
var Steini frændi, bróðir þeirra, bif-
reiðasmiður og starfaði í Reykjavík
en dvaldi hér í öllum fríum og féll
þá sjaldan verk úr hendi. Einar Páls-
son átti því ekki börn og valdi okkur
Tóta úr frændgarði sínum til að taka
við búinu. Fyrst keyptum við hálfa
jörðina án íbúðarhúss, hluta af vél-
um og kýrnar, en ég erfði svo hinn
hluta jarðarinnar eftir fráfalls Einars
vorið 1995; „auk kindanna og öllu
því sem fylgir og fylgja ber,“ eins og
sagði í erfðaskrá Einars bónda Páls-
sonar. Þannig kom það til að við fór-
um að búa á Steindórsstöðum árið
1988,“ rifjar Guðfinna upp. Fljót-
lega eftir flutninginn byggðu þau
nýtt íbúðarhús á jörðinni en önnur
ættmenni og vinnufólk bjó áfram
um hríð í gamla húsinu.
Til efstu grasa
Steindórsstaðir eru eins og fyrr seg-
ir gamalt stórbýli og með landstærri
jörðum í héraðinu. Að flatarmáli er
hún þannig um þriðjungur af flat-
armáli gamla Reykholtsdalshrepps-
ins ef marka má fjallskilaseðla. Land
jarðarinnar nær til efstu grasa, eins
og segir í jarðarlýsingu, uppund-
ir Okið og í suðri að afrétti Lund-
dæla og jörðunum Hrísum og Hæl
í Flókadal. Sjálf Steindórsstaðajörð-
in er 2.918 hektarar að flatarmáli en
auk þess fylgir henni hálft Búrfells-
fjalllendið sem er um 1.500 hekt-
arar. Jarðnæðið er því hálft fimmta
þúsund hektarar. En hvernig skyldu
bændur ætla að nýta allt þetta land
eftir þær breytingar sem framund-
an eru, þegar fækkar í hefðbundn-
um bústofni og tvífættir ferðamenn
taka við?
„Nú, þetta mikla landrými hefur
ekki nýst okkur nema að örlitlum
hluta hin síðari ár. Við seldum fjár-
kvóta strax eftir að við eignuðumst
hann og vorum að kaupa mjólkur-
kvóta í mörg ár til að byggja upp
kúabú og reyndum að vega upp á
móti þeirri skerðingu sem bænd-
ur urðu sífellt fyrir með skerðingu
mjólkurkvóta á þessum árum. Við
eigum reyndar tæplega hundrað
kindur í dag og tíu hross að auki,“
segir Þórarinn. Guðfinna bætir við
að þau hafi auk þess stundað skóg-
rækt síðan 1995 og gerðu samning
um þátttöku í Vesturlandsskógum
fyrir aldamótin. „Eftir það höfum
við plantað skógi í 25 hektara. Hún
Imba frænka mín var reyndar byrjuð
í skógrækt sér til ánægju löngu fyrr
og ræktaði upp fallegan skógarlund
hér ofan við bæinn,“ segir hún.
Fá góða einkunn gesta
Árið 2009 ákváðu þau Þórarinn og
Guðfinna að nýta betur gamla íbúð-
arhúsið á Steindórsstöðum, enda
reisulegt og stórt hús sem þá gegndi
litlu hlutverki. Þetta ár seldu þau 30
þúsund lítra af mjólkurkvótanum og
notuðu peninginn til að endurgera
gamla bæinn. 2010 var síðan tekið á
móti fyrstu gestunum. Þar er rými
fyrir 12 gesti í nokkrum herbergj-
um og aðstaða fyrir gesti til að elda
ofan í sig. Sú þjónusta hefur verið að
vinda upp á sig og er nú góð nýting
í gistinguna allt árið. Aðspurð segj-
ast þau selja mest í gegnum bókun-
Búhættir breytast innan tíðar á Steindórsstöðum
Selja kvóta og kýr en auka þess í stað við ferðaþjónustuna
Guðfinna Guðnadóttir og Þórarinn Skúlason framan við Guesthouse Steindórsstöðum. Til hægri sést í vélaskemmunna sem nú verður breytt og tengd við gamla gisti-
húsið.
Kýr hafa verið á Steindórsstöðum svo lengi sem elstu menn muna. Ljósm. gg.
Horft heim að Steindórsstöðum í Reykholtsdal. Fjær kúrir, hægra megin við
Búrfellið, Okjökull hulinn skýjum.