Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Side 20

Skessuhorn - 30.11.2016, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201620 Haldið var upp á 70 ára afmæli Íþróttabandalags Akraness síðast- liðinn laugardag. Samhliða því var auk þess haldið upp á 40 ára af- mæli íþróttahússins við Vesturgötu á Akranesi. Mikið var um að vera á hátíðinni en bæjarbúum var boðið að skoða aðstöðuna í íþróttahúsinu, aðildarfélög ÍA kynntu starfsemi sína og gestum gafst kostur á að spreyta sig í fjölmörgum greinum. Þá voru nokkur félög með sýningu á sínum greinum. Að sögn Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur íþróttafulltrúa ÍA fór dagskráin vel fram og lagði fjöldi fólks leið sína í íþróttahúsið. „Afmælishátíðin var mjög vel sótt. Ég reikna með að það hafi komið á bilinu 800 til 1000 manns,“ seg- ir hún. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri á Akranesi hélt erindi á hátíð- inni og kom þar fram að bæjarstjórn hafi ákveðið að færa ÍA 500 þúsund krónur að gjöf til eflingar Minning- arsjóðs Guðmundar Sveinbjörns- sonar, en sjóðurinn styrkir íþrótta- líf í bæjarfélaginu. Gjöfin var afhent á hátíðarfundi ÍA síðastliðið vor. Hún sagði byggingu íþróttahússins hafa verið mikið stórvirki á sínum tíma sem nýst hafi vel en nú sé far- ið að huga að næstu framkvæmdum á íþróttasviðinu eftir nokkurra ára hlé. Þá færði hún Helgu Sjöfn Jó- hannesdóttur formanni ÍA, Herði Kára Jóhannessyni forstöðumanni íþróttamannvirkja Akraneskaup- staðar og Hildi Karen Aðalsteins- dóttur íþróttafulltrúa blómvönd í þakklætisskyni auk þess sem Herði var fært gjafabréf til að endurnýja öryggisbúnað í íþróttahúsinu. Þá minnti Helga Sjöfn Jóhannes- dóttir, formaður stjórnar ÍA, á hið mikla gildi sem ÍA hefur í samfé- laginu á Akranesi, með bráðum 19 aðildarfélög og á þriðja þúsund iðk- endur. Sagði hún meðal annars leit- un vera að öðru eins félagi, með jafn fjölbreytta og öfluga starfsemi og að mikilvægt væri að halda merki ÍA hátt á lofti. Hildur Karen segir vel heppnaða afmælishátíð sem þessa einmitt vera grundvallaða á samstarfi fjölmargra aðila og félaga. „Við fær- um forsvarsmönnum aðildarfélaga ÍA og starfsmönnum íþróttamann- virkja Akraneskaupstaðar bestu þakkir fyrir frábært samstarf.“ grþ / Ljósm. jho. Vel var mætt á afmælishátíð ÍA og íþróttahússins við Vesturgötu Afhjúpaður var myndaveggur með íþróttaljóði eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og notaði hún Hávamál sem fyrirmynd. Hér má sjá skáldið ásamt fjórum erindum af sjö. Regína Ásvaldsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttur með dóttur sína Unni Guðrúnu, Hörður Kári Jóhannesson og Hildur Karen Aðalsteinsdóttir. Regína Ásvaldsdóttir fyrsti kvenkyns bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir fyrsti kvenkyns íþróttafulltrúi ÍA, Helga Sjöfn Jó- hannesdóttir fyrsta konan sem er formaður ÍA og Hulda Birna Baldursdóttir, sem er önnur konan til að gegna framkvæmdastjórastöðu í knattspyrnufélaginu. Spilað og sungið. Skotfélagið var eitt af aðildarfélögum ÍA sem bauð upp á afþreyingu. Fjölmenni mætti í íþróttahúsið við Vesturgötu og þessi unga dama klæddi sig upp fyrir afmælið. Hægt var að prófa tæki og tól á opnu húsi. Stórir og smáir mættu á afmælishá- tíðina. Karatefélagið sýndi listir sínar á afmælishátíðinni. Klifurveggurinn mátaður.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.