Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 21

Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 21 Fyrsti sunnudagur í aðventu var um helgina. Víðast hvar í sveitar- félögum á Vesturlandi var helgin notuð til að tendra ljós á jólatrjám sveitarfélaganna, en þó er það gert síðar m.a. í Dölum og Stykkis- hólmi. Aðventan gengin í garð Margt var um manninn á Akratorgi á Akranesi síðdegis á laugardaginn þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu við hátíðlega athöfn. Skólakór Grundaskóla hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Valgerðar Jóns- dóttur. Eftir að ljósin á trénu voru kveikt, birtust nokkrir þrælvilltir jólasveinar sem virtust ekki alveg átta sig á því að þeirra tími væri ekki kominn. Þeir létu það ekki á sig fá og tóku nokkur lög með mannfjöldanum og áður en þeir hurfu á braut laumuðu þeir mandarínum í lófa barnanna. Ljósm. gh. Sigríður Indriðadóttir, forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar, sagði frá uppruna jólatrésins á Akratorgi og aðstoðaði systkinin Wiktoriu Fiszer 8 ára og Przemyslaw Fiszer 12 ára við að kveikja ljósin á trénu. Jólatréð sem prýðir torgið í ár var gróður- sett um 1980 í landi Stóru-Fellsaxlar norðan við Akrafjall. Ljósm. gh Mikil hátíðarstund var í Ólafsvík þegar ljósin á jólatrénu voru tendruð á sunnu- daginn. Þrátt fyrir að fremur hryssingslegt verður voru fjölmargir viðstaddir. Lena og Hlöðver spiluðu jólalög fyrir viðstadda og gengið var í kring um jólatréð. Ljósm. af. Að sjálfsögðu létu jólasveinarnir sig ekki vanta í Ólafsvík og þyrptust börn og ungmenni að þeim. Útdeildu þeir nammi við mikinn fögnuð. Ljósm. af. Nú þegar aðventan er gengin í garð eru margir að huga að jóla- og að- ventuskreytingum fyrir heimilið. Fjölmargir eru byrjaðir að skreyta á meðan aðrir eru seinni í gang og eiga jafnvel allt eftir. Skessu- horn spjallaði við Kirstínu Bene- diktsdóttur hjá Dekurblómum á Akranesi um stefnur og strauma í skreytingum fyrir jólin 2016. Hún segir hvítt og silfur áfram vera vin- sælast, líkt og síðustu tvö ár, en þó megi finna nýja fleti á skreyting- unum. „Allt náttúrlegt er að koma sterkt inn með, svo sem mosi, alls- konar grænar greinar, könglar og í raun allt mögulegt sem hægt er að taka upp af jörðinni. Þetta er not- að með þessu hvíta en líka eitthvað með rauðu,“ segir Kirstín. Hún segir ýmislegt lifandi og náttúru- legt einnig vera að koma inn í að- ventukrönsunum. „Það er til dæm- is rosalega vinsælt að setja þykk- blöðunga í kransana núna. Það er þá nóg að setja bara mosa í kring- um þá og halda honum rökum. Allt sem er lifandi og náttúrulegt er að koma inn núna, svo sem lif- andi bergfléttur, þykkblöðungar og fleira.“ Gyllt á næsta ári Aðspurð hvort aðventuskreyting- ar eða aðventukransar séu meira áberandi í ár segir hún að hvo rt tveggja sé vinsælt. „Það eru allt- af einhverjir sem vilja hafa þetta einfalt og geta bara raðað á bakka. En kransar eru mikið notaðir líka, þeir eru að koma aftur,“ segir hún. Kirstín segir töluverða tísku- strauma vera í jólaskreytingum al- mennt og að margir fylgi þeim straumum. „Það er búið að vera rosalega mikið í tísku undanfarin ár að vera með bakka og raða ein- hverju á hann. Það er kannski að- eins á undanhaldi núna og þetta hefðbundna að koma til baka. Svo er þetta gyllta aðeins að ryðja sér til rúms aftur, sem nánast enginn vildi um tíma. Ég hugsa að það verði meira um það á næsta ári. Maður sér það ef maður skoðar síður frá öðrum Norðurlöndum að þetta gyllta er mikið komið inn en við erum alltaf aðeins á eftir hérna á Íslandi.“ Einnig segir hún hrein- dýra- og bambatískuna vera á und- anhaldi. „Það er aðeins að minnka. Þetta var náttúrulega eitthvað æði sem gekk yfir fyrir svona tveimur árum en ég held að það sé að draga úr því.“ Túlípanar eru jólablómin Af þeim plöntum sem fólk skreyt- ir með fyrir jólin segir Kirstín að sýprus sé alltaf mikið tekinn og sem og einir. „Þeir eru til í nokkr- um stærðum. Svo er jóladís svolít- ið að koma inn núna, Ardesia heit- ir hún og hún á að geta lifað úti í beði ár eftir ár, ef henni er val- inn skjólgóður staður.“ Þá eru jólastjörnurnar klassískar, sem og hýasintur. Af afskornum blómum segir Kirstín að riddarastjarnan sé alltaf falleg og viðeigandi fyrir jólin. Hún er bæði til sem afskor- ið blóm og í pottum og er oft sett í skreytingar. Hún segir þó túlíp- anana vera hefðbundnu jólablóm- in. Hún hefur góð ráð handa þeim sem vilja láta þá standa sem lengst. „Að skera af þeim þegar þeir eru nýir og skera þá beint, en ekki á ská. Setja þá svo í kalt vatn og setja þá í kulda á nóttunni. Þeir þola al- veg niður í tvær gráður og end- ast best ef þeir eru settir í kulda á nóttunni.“ grþ Náttúrleg efni vinsæl í jólaskreytingunum í ár Náttúrulegir litir njóta sín vel með þessu hvíta, svarta og silfraða, líkt og sést á þessum fallega hurðarkransi hjá Kirstínu í Dekurblómum. Rauði liturinn er að koma aftur og gyllt skraut líklegt til að verða vinsælt á Íslandi á næsta ári. Þykkblöðungar sjást gjarnan í aðventu- krönsum núorðið. Að sögn Kirstínar eru alltaf einhverjir sem vilja hafa hlutina einfalda og kjósa frekar aðventuskreytingu en krans. Skraut úr náttúrunni er mikið notað í ár.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.