Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 22

Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 201622 „Það tekur tíma að ala upp börn- in og skólakerfið er þannig að mik- ið af okkar tíma fer í að ala börn- in upp,“ segir Laufey Karlsdótt- ir, kennari í Grundaskóla í samtali við Skessuhorn. Hún segir að starf kennarans hafi breyst mikið á síð- ustu árum og það er af sem áður var að starfið snúist eingöngu um að kenna börnunum sitthvað eins og fallbeygingar. „Við erum í lífs- leikni daginn inn og daginn út. Við erum í lífsleikni eftir frímínútur því það kom eitthvað upp á þar og það eru alls konar uppákomur sem þarf að vinna úr.“ Breyttar áherslur Laufey hefur verið kennari í Grundaskóla síðan 1997, en hún er ættuð úr Bolungavík. Hún byrj- aði starfsferil sinn sem kennari í heimavistarskólanum á Varmalandi árið 1991 og leggur mikinn metnað í starf sitt. „Kennarastarfið hefur breyst al- veg gríðarlega mikið,“ segir Lauf- ey og tekur dæmi um nýjar kröfur í skólakerfi sem á að vera fyrir alla. Hún hafi útskrifast árið 1991 sem kennari og síðan þá hafi bæst við ótal nýir starfsmenn inn í skólana. „Það þýðir að sumum nemendum þarf að sinna í teymum. Hjálpin sem við fáum við þá einstaklinga sem standa höllum fæti kostar tíma og við þurfum að hitta marga til að gæta að hag eins barns.“ Laufey bætir við að hún eigi í góðum sam- skiptum við alla nemendur sína, foreldra og samstarfsfólk og hún sé ánægð í starfi sínu í Grundaskóla. Annað þjóðfélag Laufey verður tíðrætt um ábyrgð- ina sem kennarar og foreldrar bera gagnvart börnum. Samfélagið hafi breyst mikið með tæknibylt- ingunni og samfélagið sé allt ann- að en það var fyrir tuttugu árum. „Mér finnst ósanngjarnt þegar tal- að er um að börn séu agalaus og þau séu svona og hinsegin. Mér finnst þau ekki sett í samhengi við sam- félagið, þetta samfélag er bara aga- laust,“ segir Laufey og bendir á at- burði í kringum Búsáhaldabylt- inguna. Hún nefnir samskiptaörð- ugleika og umræðuhefðina á netinu. „Fólk leyfir sér alls konar dónaskap á netmiðlum og þar pössum við að börnin komist ekki nálægt, því þar er munnsöfnuðurinn.“ Fullorðið fólk þarf að vera fyrir- myndir og Laufey tekur dæmi um lestrarkunnáttu barna. „Það þarf eitthvað að skoða þetta. Það eru ekki bara allt í einu ólæs börn árið 2016 og skólakerfinu um að kenna. Þetta er miklu stærra mál og það skortir fyrirmyndir heimafyrir.“ Laufey er í forsvari fyrir „Uppeldi til ábyrgðar“ sem er aga- og uppeld- isstefna sem Grundaskóli notar. „Ég vil taka það út í þjóðfélagið, að hver og einn beri ábyrgð á sjálfum sér og sé besta útgáfan af sjálfum sér sem einstaklingi í þjóðfélaginu.“ Álagsstarf á tímamótum Laufey segir að kennarastarfið sé gríðarlega mikið álagsstarf og sjálf hafi hún þurft að glíma við mikil veikindi sem hún meðal annars rek- ur til álags í starfi. Hún missti rödd- ina í eitt og hálft ár og var frá vinnu allan þann tíma. „Ég hafði enga rödd og hún er viðkvæm í mér röddin. Þetta er mitt aðal vinnu- tæki. Ég var með miklar bólgur og lungnabólgu og svo sit ég uppi með asma.“ Hún segir að hún leggi sig mik- ið fram í starfinu og sé metnaðar- fullur kennari. Því hafi hún geng- ið aðeins of nærri sér. „Maður vill vinna með börnunum og maður kemur skólanum sínum í smá klípu ef maður er veikur og gengur því ansi nærri sjálfum sér.“ Aðspurð segist hún varla geta hugsað sér að hefja vinnu á öðrum vettvangi, þótt hugmyndin hafi hvarflað að henni í mestu veikindunum. „Mér finnst kennarastarfið svo skemmtilegt og mér finnst svo gefandi að vinna með börnum, en ég vil fá mann- sæmandi laun,“ segir hún og legg- ur áherslu á orð sín. „Ég er mjög ánægð í starfi, ég vinn á góðum vinnustað sem Grundaskóli er og vinn metnað- arfullt starf.“ Það er þó greinilegt að nýleg kjarabarátta kennara er henni ofarlega í huga. „Mér finnst að við sem stétt eigum að standa saman,“ segir Laufey en bætir við að hún vilji ekki líta á kennara sem fórnarlömb, né sig sjálfa. „Ég vil hærri laun fyrir menntunina, fyrir reynsluna og fyrir fagleg störf. Mér finnst þetta svo eðlilegt mál.“ klj Allt aðrar kröfur til kennara í dag en fyrir tuttugu árum -Rætt við Laufeyju Karlsdóttur kennara í Grundaskóla á Akranesi Laufey er ánægð í starfi sem kennari en segir að það sé mikið álagsstarf. Sannkölluð jólastemning er komin á Bókasafn Akraness. Jólabækurnar eru komnar úr dvala og prýða hverja hilluna á fætur annarri, jólabókaflóð útgefenda er að skila sér inn á safn- ið og fjöldi nýrra titla kominn í út- leigu. Þá hefur safnið verið skreytt hátt og lágt, líkt og undanfarin ár. Að vanda er mikill metnaður lagð- ur í jólaskreytingarnar á safninu og eru það þær Erla Dís Sigurjónsdótt- ir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir sem eiga veg og vanda að skrautinu sem nýtur sín vel á safninu. Þetta er fjórða árið í röð sem safnið er skreytt á þennan hátt og að sögn Gerðar er efnið ýmist endurnýtt eða beint úr náttúrunni. „Við erum í samstarfi við Búkollu og hér er ekkert eða lít- ið sem ekkert keypt. Þetta kemur allt úr náttúrunni, Búkollu eða úr okkar fórum,“ segir hún. Miðvikudaginn 7. desember næst- komandi mun Erla Dís bjóða upp á sýnikennslu á pappírsföndri á bóka- safninu, á milli klukkan 15 og 17. grþ Fallega skreytt á Bókasafni Akraness Gamlar bækur má nýta í ýmiskonar fallegt jólaskraut.Þær Erla Dís og Gerður leggja mikinn metnað í jólaskrautið og augljóst að Erla Dís er algjör snillingur með pappírinn. Jólalegt trjádrumbaþorp hefur risið í horninu á bókasafninu. Jólatré úr gömlum og fallegum jólakortum úr fórum bókasafnsins. Þessi krúttlegi snjókarl fékk heimili í krukku sem stendur á einni bókahillunni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.