Skessuhorn


Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 23

Skessuhorn - 30.11.2016, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2016 23 Kærleikssetrið verður á jólamarkaði í Nesi 3. desember n.k. Í boði verða einkatímar kr. 5000.- (ekki posi) hjá eftirtöldum aðilum: • Friðbjörg Óskarsdóttir fræðslumiðill, heilari og ráðgja • Helga Björk Bjarnadóttir heilun-miðlun- markþjálfun • Dolores Mary Foley miðlun og heilun • Guðrún Kristín Ívarsdóttir miðlun og heilun Athugið að takmarkaður tímafjöldi er í boði. Tímapantanir í s. 8943061 Kl. 17.30 SKYGGNILÝSING í Golfskálanum - opinn skyggnilýsingafundur Friðbjörg Óskarsdóttir Dolores Mary Foley Guðrún Kristín Ívarsdóttir Verð kr. 3.500.- (kaf innifalið) Athugið að mæta stundvíslega, húsinu verður læst 17.35. SK ES SU H O R N 2 01 6 SK ES SU H O R N 2 01 5 Ungmennafélagið Skallagrímur í Borgarnesi fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Laugardaginn 3. des- ember næstkomandi verður íbú- um Borgarbyggðar boðið í af- mæliskaffi í Hjálmakletti klukk- an 14, þar sem þessara tímamóta í sögu Skallagríms verður fagnað. Þar verða rifjaðir upp ýmsir eftir- minnilegir þættir úr sögu félags- ins og leikdeild Skallagríms slær á létta strengi. Íbúar eru hvattir til að mæta og fagna aldarafmæli Skallagríms. Að afmæliskaffinu loknu hefst stórleikur í körfubolta kvenna þar sem Skallagrímur og Keflavík eigast við og um kvöldið verður leikdeild Skallagríms með hátíðarsýningu á afmælissýningu sinni í Lyngbrekku. Ungmennafélagið Skallagrímur var formlega stofnað 3. desemb- er 1916. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun félagsins og starfsemi þess tekið breytingum í áranna rás. Í dag eru fimm deild- ir starfandi innan félagsins: Sund- deild, knattspyrnudeild, körfu- knattleiksdeild, badmintondeild og leikdeild. Lengi vel var einnig starfandi frjálsíþróttadeild en hún er í dag hluti af Frjálsíþróttafélagi Borgarfjarðar. Iðkendur innan Skallagríms eru á fjórða hundrað og flestir leggja stund á fótbolta og körfubolta. Skallagrímur hefur undanfarin ár verið meðal fremstu liða á landinu í körfubolta og á í dag lið í efstu deild karla og kvenna. Í gegnum árin hafa landsliðsmenn í ýmsum íþróttagreinum komið úr röðum Skallagríms og svo er enn í dag. Þrátt fyrir að íþróttastarf sé orðið aðalsmerki ungmennafélaga eins og Skallagríms þá er leiklistar- starf ennþá í miklu blóma og hefur leikdeild félagsins árlega sett upp ýmsar sýningar sem margar hverj- ar hafa vakið mikla athygli. Deildir Skallagríms hafa með ýmsum hætti minnst aldarafmæl- isins. Síðastliðið vor gaf knatt- spyrnudeildin út blað sem tileink- að var afmælinu þar sem saga fót- boltans í Borgarnesi var rifjuð upp. Körfuknattleiksdeildin gaf einn- ig út veglegt afmælisblað á haust- mánuðum og leikdeildin hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum til að minnast afmælisins. mm/psb Fagnaður á laugardaginn í tilefni 100 ára afmælis Skallagríms Eftir afmæliskaffi á laugardaginn hefst stórleikur í körfunni þegar kvennalið Skallagríms tekur á móti Keflavík í Fjósinu. Að kvöldi afmælisdagsins verður hátíðarsýning í Lyngbrekku.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.