Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 20178 Aflatölur fyrir Vesturland dagana 14. - 20. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 5 bátar. Heildarlöndun: 19.584 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 7.356 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: Engar landanir voru á tímabilinu. Grundarfjörður 2 bátar. Heildarlöndun: 6.220 kg. Mestur afli: Vinur SH: 3.974 kg í einni löndun. Ólafsvík 14 bátar. Heildarlöndun: 165.454 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 36.007 kg í þremur löndun- um. Rif 5 bátar. Heildarlöndun: 91.012 kg. Mestur afli: Særif SH: 44.467 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 27.895 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 16.590 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Særif SH - RIF: 16.730 kg. 19. janúar. 2. Kristinn SH - ÓLA: 14.641 kg. 19. janúar. 3. Bíldsey SH - RIF: 13.383 kg. 19. janúar. 4. Særif SH - RIF: 12.403 kg. 14. janúar. 5. Kristinn SH - ÓLA: 10.901 kg. 20. janúar. -grþ Ein umfangsmesta leitaraðgerð síðari tíma fór fram á suðvesturhorni lands- ins um liðna helgi. Þá tóku björgun- arsveitir víðs vegar af landinu, þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og fleiri viðbragðsaðilar þátt í leit á landi að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri stúlku úr Reykjavík, sem saknað hafði verið frá því laugardaginn 14. janúar. Leit- in bar loks árangur á sunnudag þeg- ar þyrla Landhelgisgæslunnar, með sérhæft leitarfólk innanborðs, fann lík Birnu í fjörunni skammt fá Sel- vogsvita á sunnanverðu Reykjanesi. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlög- regluþjóns, sem stýrt hefur rannsókn málsins frá upphafi, eru yfirgnæfandi líkur á að Birnu hafi verið ráðinn bani. Tveir grænlenskir sjómenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunað- ir um að hafa orðið Birnu að bana. Báðir hafa þeir neitað sök. Lögreglan segir rannsókn málsins hvergi nærri lokið þrátt fyrir líkfundinn. Um sexhundruð manns tóku á laugardaginn þátt í leitinni að Birnu í vætusömu veðri og við fremur erfið- ar aðstæður. Lætarsvæðið var í fyrstu allt norður í Borgarfjörð og austur um Suðurland. Skilgreint svæði var innan við 300 kílómetra aksturs- leið bílaleigubíls sem meintir morð- ingjar höfðu á leigu þegar verknað- urinn var framinn. Á laugardag var leitarsvæðið minnkað þar sem úti- lokað þótti að bílnum hafi verið ekið í gegnum Hvalfjarðargöng. Hátt í sami fjöldi björgunarsveitarfólks hélt síðan áfram leit í birtingu á sunnu- daginn þar sem engar vísbendingar fundust á laugardeginum sem varpað gátu ljósi á málið. Alls tóku hátt í 800 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni um helgina. Notuðu þeir bíla, fjór- hjól, dróna og leitarhunda auk þess sem þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið yfir fjölmörg svæði. Leituð voru svæði meðfram vegaslóðum, fjörur gengnar og leitað á hugsanleg- um stöðum sem hinir meintu morð- ingjar hefðu getað komist að akandi. Eftir líkfundinn á sunnudaginn var fækkað í leitarhópi björgunarsveit- anna en um 300 fengnir til að leita vísbendinga um mannaferðir í ná- lægð við Selvoginn. Óhætt er að segja að ekkert mannshvarf á síðari árum hafi vakið jafn mikla athygli og sett að fólki jafn mikinn óhug og hvarf Birnu Brjáns- dóttur. Þjóðin lýsti með ýmsum hætti samhug með fjölskyldu og vinum þess sem saknað var. Þáttur fjölmiðla og samfélagsmiðla var auk þess stór í málinu og óvenjulegt hversu mik- ið samráð lögregla kaus að hafa við þjóðina jafn harðan og ástæða þótti til. Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Ólafur Sigurðsson ljósmyndari fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg um liðna helgi. Skessuhorn fékk góðfús- legt leyfi til að birta þær. Auk þess fylgir mynd, skjáskot af fréttamanna- fundi síðdegis á sunnudaginn, þeg- ar lögregla tilkynnti að búið væri að finna lík Birnu í fjörunni skammt frá Selvogsvita. Sjá einnig bls. 29. mm/ Ljósm. SÓS-Landsbjörg. Umfangsmesta leit frá upphafi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.