Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 201710 Skaginn3X hefur gert samning við Grieg Seafood í Alta í Noregi um sölu á hraðkælikerfi við slátr- un og vinnslu á eldislaxi. Kerfi þetta hefur Skaginn3X þróað á síðustu árum og er talað um að aðferðin boði eina mestu byltingu í hraðkælingu á fiski sem um get- ur. Grieg Seafood, sem er fjórði stærsti laxaframleiðandinn í Nor- egi, er fyrsta fyrirtækið í Noregi sem tekur kerfið í notkun en sams konar kerfi hefur verið notað með góðum árangri hjá Arnarlaxi á Bíldudal síðan 2015. „Þessi samn- ingur er einn sá þýðingarmesti sem við höfum gert á erlendum markaði vegna þeirrar viðurkenn- ingar sem í honum felst. Sú tækni sem við höfum verið að þróa á undanförnum árum hef nú öðl- ast viðurkenningu í laxeldi í Nor- egi sem er stórveldi á alþjóða- vísu. Þessi sala, ásamt sölunni til Arnarlax, mun án efa færa okkur mikil tækifæri í framtíðinni. Með þessari nýju tækni verða ákveð- in straumhvörf í verðmætasköp- un í matvælavinnslu auk þeirra já- kvæðu umhverfisáhrifa sem hún veldur,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans í sam- tali við Skessuhorn. Kælitækni þessa kallar Skag- inn3X „SUB-CHILLING™“ og er um að ræða nýja kæliaðferð sem gerir framleiðendum kleift að kæla fiskinn niður að frostmarki á afar skömmum tíma, án þess þó að frysta afurðina. Tæknin snögg- kælir fiskinn strax eftir slátrun svo hitastig fisksins fer niður í -1,5°C við pökkun. „Helstu kostir kæl- ingar með SUB-CHILLING™ er að geymsluþol vörunnar eykst um 5-7 daga. Kæliorkan flyst í hold fiskins sem leiðir til þess að hægt er að geyma og flytja fisk- inn án íss. Þessir kostir bjóða upp á ódýrari flutningsleiðir, tæki- færi til að sækja á nýja og fjarlæga markaði, aukið afhendingaröryggi ásamt minni umhverfisáhrifum af völdum framleiðslu og flutninga. Gert er ráð fyrir að búið verði að koma kerfinu í fulla notkun í norska laxeldisfyrirtækinu í apríl á þessu ári,“ segir Ingólfur Systurfyrirtækin Skaginn og 3X Technology eru staðsett á Akra- nesi, Ísafirði og Reykjavík. Þau hafa vaxið hratt á síðastliðnum árum. Starfsmenn þeirra leggja metnað í að skapa nýjar lausn- Samkvæmt nýjum búvörusamn- ingum geta bændur nú sótt um bæði jarðabótastyrki og land- greiðslur. Þar er skilyrt að færð sé uppskera í skýrsluhaldskerfið jörð. is og að teiknuð hafi verið túna- kort fyrir hvert lögbýli sem nýtt eru til fóðuröflunar. Skrá þarf síð- an uppskeru í jörð.is. Á vefsíðu Búnaðarsamtaka Vesturlands segir að landgreiðslur séu greiddar út á allt land sem uppskorið er til fóð- uröflunar. Ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. „Skilyrði fyrir greiðslum er að til sé viðurkennt túnkort fyrir spild- ur sem sótt er um framlag fyrir og spildurnar uppskornar á því ári þegar framlag er greitt, enda liggi fyrir uppskeruskráning. Greidd- ar eru landgreiðslur út á allt land sem nýtt er til fóðuröflunar og á það líka við um tún sem eru nýtt á öðrum jörðum en þeirri sem fram- leiðsla fer fram á, með því skilyrði að fyrir sé túnkort sem tengt er jörð.is þar sem uppskera er skráð. Reikna ná með að landgreiðsla á árinu 2017 geti numið 3-5 þúsund kr. á ha. af túnum sem uppskera fæst af,“ segir í frétt BúVest. Þá segir að víða vanti túnkort, sérstaklega þar sem tún eru tekin á leigu á öðrum jörðum og því vill starfsfólk Búnaðarsamtaka Vest- urlands hvetja bændur til að hafa samband við BV um aðstoð við túnkortagerð. Eins þarf víða að bæta inn nýjum túnum og uppfæra eldri túnkort. Búnaðarsamtök Vesturlands hefur nú ráðið starfsmann til að vinna að túnkortagerð fyrir bænd- ur. Það er Helgi Már Ólafsson bú- fræðingur, sem sér nú um korta- gerðina og hægt verður að ná sam- bandi við hann á skrifstofu BV s. 437-1215, í gsm síma 893-0715 eða í tölvupósti: helgim@bondi.is. mm Túnkort eru forsenda fyrir landgreiðslum og jarðabótastyrk Nýrækt á Sólheimasandi. Ljósm. Mats Wibe Lund. Niðurstöður skýrsluhalds í mjólk- urframleiðslu fyrir árið 2016 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráð- gjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Meðal niðurstaðna er að 25 þúsund árskýr skiluðu 6.129 kg nyt að með- altali. Það er afurðaaukning um 278 kg frá árinu 2015 en þá skilaði árskúin meðalnyt upp á 5.851 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðal- afurðir frá upphafi vega og í fyrsta skipti sem þær ná yfir sex þús- und kg eftir árskú. Meðalbústærð á landinu reiknaðist 43,5 árskýr á árinu 2016 en sambærileg tala var 44,0 árið á undan. Þegar litið er á niðurstöður eftir svæðum kemur í ljós að í Skagafirði eru meðalafurð- ir mestar, eða 6.486 kg eftir árskú, en skammt undan er Austurland með 6.424 kg á árskú. Þriðja sæti verma Árnesingar en þar skilaði ár- skýrin að meðaltali 6.379 kg. Stærst voru búin í Eyjafirði, 53,5 árskýr, en minnst í Suður-Þingeyjarsýslu, 27,9 árskýr. Kúabú eru nú 580 Búum er bæði að fækka og þau að stækka sem eftir eru. Nú jókst með- albústærð umtalsvert milli ára enda jókst innlegg mjólkur um 4,3 millj- ónir lítra milli ára, þrátt fyrir fækk- un kúabúa. Meðalinnlegg á bú með innlegg allt árið nam 250.182 lítr- um samanborið við 233.991 lítra á árinu 2015. Þetta er aukning upp á 6,92%. Á sama tíma fækkaði inn- leggjendum mjólkur um 40 og voru kúabú í framleiðslu 580 um síðustu áramót. Mest meðalnyt eftir árskú á ný- liðnu ári var á Brúsastöðum í Vatns- dal. Þar skilaði hver árskú að með- altali 8.990 kg. Þar með féll fimm ára gamalt Íslandsmet á búi Ólafs og Sigurlaugar í Hraunkot í Land- broti en það var 8.340 kg á árskú á árinu 2011. Búið á Brúsastöð- um var fimmta afurðahæsta búið á árinu 2015 en vermdi efsta sæti listans árin 2013 og 2014. Árangur þeirra hjóna Gróu Margrétar Lár- usdóttur og Sigurðar Eggerz Ólafs- sonar á Brúsastöðum undanfarin ár þykir stórglæsilegur en þau hlutu m.a. Landbúnaðarverðlaunin 2015. Annað búið í röðinni árið 2016 var bú Þrastar Þorsteinssonar á Mold- haugum í Eyjafirði en þar var nyt- in 8.274 kg eftir árskú. Þriðja í röð- inni við uppgjörið nú var bú þeirra Guðlaugar og Eybergs á Haunhálsi í Helgafellssveit en þar var meðal- nyt eftir árskúna 8.173 kg. Í fjórða sæti var bú Félagsbúsins á Syðri- Grund í Höfðahverfi við Eyjafjörð þar sem meðalafurðir árskúnna voru 8.129 kg. Fimmta búið var bú Péturs Friðrikssonar á Gautsstöð- um á Svalbarðsströnd, meðalnytin þar var 8.091 kg eftir árskú. Vestlenskar kýr koma við sögu Alls skilaði 71 kýr afurðum yfir 11.000 kg og þar af 20 yfir 12.000 kg. Árið 2015 náðu 44 kýr nyt yfir 11.000 kg. Nythæsta kýrin á skýrsluhaldsbúunum árið 2016 var Nína 676 á Brúsastöðum, und- an Ófeigi 02016, en hún mjólk- aði 13.833 kg með 4,02% fitu og 3,95% prótein og sló þar með tíu ára gamalt Íslandsmet Blúndu 468 á Helluvaði á Rangárvöllum sem var 13.327 kg. Önnur í röð- inni árið 2016 og skammt á hæla Nínu 676 var Hrísa 336 í Austur- hlíð í Skaftártungu, en hún mjólk- aði 13.779 kg með 4,20% fitu og 3,33% prótein. Þriðja nythæsta kýrin var Stebba Dýra 684 á Brúsa- stöðum í Vatnsdal. Fjórða nyt- hæsta kýrin var Skvís 1161 á Gili í Skagafirði sem mjólkaði 13.594 kg með 4,17% fitu og 3,82% prótein. Fimmta í röðinni var Króna 131 í Ásgarði í Reykholtsdal, fædd á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstung- um. Króna sem er sonardóttir Stígs 97010, bar sínum sjöunda kálfi 26. nóvember 2015 og fór hæst í 51 kg dagsnyt en hún skilaði 13.400 kg á árinu með 3,78% fitu og 3,22% prótein. Skráðar æviafurðir Krónu eru 69.769 kg. Urður felld sökum aldurs Loks vekur RML athygli á þeirri kú sem skipar sjöunda sæti listans að þessu sinni. Þar fer hin gamal- kunna Urður 1229, dóttir Laska 00010, á Hvanneyri en hún mjólk- aði 13.148 kg á árinu 2016 með 2,84% fitu og 2,86 prótein. Urð- ur var engu að síður felld núna 11. janúar síðastliðinn vegna elli og var þá búin að skila sínu og vel það. Skráðar æviafurðir hennar á sjö mjólkurskeiðum eru 77.468 kg. Hún bar fyrsta kálfi 22. desemb- er 2009 og mjólkaði í rétt sjö ár að meðaltali 11.020 kg á ári. Þessu til viðbótar skilaði hún kynbótanaut- inu Úranusi 10081 og annar sonur hennar, Plútó 14074, bíður nú af- kvæmadóms. Nánar er hægt að lesa um niður- stöður skýrsluhalds á mjólkurbúum á vef Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins; rml.is mm Meðalafurðir komnar upp fyrir sex þúsund kíló eftir árskú Kýrin Urður á Hvanneyri var sjöunda afurðahæsta kýr landsins árið 2016, en var fyrr í þessum mánuði felld sökum aldurs. Hún á fjölda afkomenda sem vonir standa til að bæti enn frekar meðalafurðir íslenskra mjólkurkúa. Skráðar ævia- furðir Urðar voru 77.468 kg. Skaginn3X selur hraðkælilausnir í norskt laxeldi ir með það að leiðarljósi að auka gæði og verðmætasköpun í grein- inni, ásamt því að stuðla að heil- brigðara vinnuumhverfi fyrir starfsfólk í sjávariðnaði. Grieg Seafood ASA, sem nú kaupir kælikerfið, er eitt af leið- andi laxeldisfyrirtækjum í heim- inum með ársframleiðslu yfir 90.000 tonn af slægðum fiski. Fyrirtækið er staðsett í Noregi, Kanada og í Hjaltlandseyjum og þar starfa um 700 manns. Við- skiptaáætlun félagsins er með fók- us á hagkvæmni, sjálfbæra nýtingu á auðlindum og samkeppnishæfni á markaði. mm Hraðkælibúnaðurinn frá Skaganum3X fer nú til notkunar í norsku laxeldi. Laxaflökin eru snöggkæld niður í -1,5°C við pökkun.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.