Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 201724
Nýr löndunarkrani, sem er staðsett-
ur efst á Norðurtanga, var tekinn í
notkun í Ólafsvíkurhöfn á dögun-
um. Kraninn er góð viðbót og mun
hann nýtast vel en oft hefur verið
erfitt að landa á gömlu krönunum
sérstaklega í sunnanáttum vegna
sjógangs í höfninni. Þessi krani er
búinn fjarstýringu sem er til mik-
illa þæginda fyrir þá sem landa einir
síns liðs og líka hvað varðar öryggi
fyrir þá sem er á stóru yfirbyggðu
bátunum, en þá getur sá sem híf-
ir staðið á lúgunni og horft niður
og séð hvað hann er að gera. Áður
þurftu þeir að vera með kallkerfi.
Mun kraninn einnig stytta lönd-
unarbið þegar margir fara í róður í
einu og vilja landa á sama tíma.
þa
Nýr löndunarkrani bætir
aðstöðu í Ólafsvíkurhöfn
Nemendur unglingastigs Auðar-
skóla í Dölum lögðu leið sína í
félagsheimilið Árblik í gær, þriðju-
dag, til að taka þátt í nýsköpun-
arsmiðju um ferðamál í Dölum.
Smiðjan var undir leiðsögn Bjarn-
heiðar Jóhannsdóttur ferðamála-
fulltrúa Dalabyggðar og Eyjólfs
Eyjólfssonar frá Nýsköpunarmið-
stöð Íslands. Markmið smiðjunn-
ar var að skoða þarfir markaðarins
og auðlindir á svæðinu og vinna
út frá því að þróun hugmynda og
útfærslu að nýjum ferðaþjónustu-
fyrirtækjum í Dölum. Nemendur
unnu í fimm hópum sem gáfu af
sér jafn margar hugmyndir að nýj-
um ferðaþjónustufyrirtækjum fyr-
ir Dalina. Hugmyndirnar voru:
Bakarí með söguívafi, bíóhús með
áherslu á íslenskar kvikmyndir fyr-
ir ferðamenn, sauðfjártengt kaffi-
hús með afurðir úr héraði, kajak-
siglingar í ám í Dölum og hesta-
miðstöð með námskeiðahaldi og
hestaferðum.
sm
Nýsköpunar-
smiðja hjá
Auðarskóla í
Dölum
Nemendur niðursokknir í vinnu.
Bjarnheiður leiðbeinir nemendum.
Það var góður
vinnuandi
í hópunum
þegar fréttarit-
ari leit við.
Niccoló Carrivale er ítalskur skipti-
nemi sem dvelur í Borgarnesi um
þessar mundir. Hann kom hingað
frá Ítalíu í gegnum skiptinemasam-
tökin AFS 19. ágúst síðastliðinn.
Hann stundar nám á félagsfræði-
braut við Menntaskóla Borgar-
fjarðar og líkar dvölin vel. Niccoló
segir Ísland hafa verið sitt fyrsta val
af tveimur meginástæðum. Í fyrsta
lagi vildi hann komast í menningu
sem væri minna Evrópuvædd en sú
menning sem hann er vanur og í
öðru lagi af því að hann heillast af
norrænum bókmenntum og hefur
meðal annars lesið Völsungasögu.
Hann segist vera mjög ánægður
með þessa ákvörðun.
Niccoló fæddist í Flórens í Ítalíu
en flutti til Sikileyjar eftir næstum
sex ár í Flórens. Hann segir mikinn
mun vera á menningunni hérna og
úti. Hann nefnir til dæmis að hér á
landi fara allir úr skóm áður en þeir
ganga inn á heimili fólks, í skóla
og þess háttar. Úti í Ítalíu er það
óhugsandi að ganga ekki í skóm
innandyra og það að ganga skó-
laus innandyra, sérstaklega heima
hjá ókunnugu fólki og í skólum, er
beinlínis talið ófágað og sóðalegt.
Ólíkir skólar
Aðspurður segir Niccoló að mik-
ill munur sé á skólum á Íslandi
og á Ítalíu. Honum finnst skólinn
hér vera mikið frjálslegri. „Hér
er námið að stórum hluta byggt í
kringum tölvur og maður er ekki
neyddur til þess að fylgja kennslu-
stundinni ef maður vill ekki, svo
lengi sem maður truflar ekki þá
sem eru að læra í kringum mann.
Maður má fara úr kennslustofunni
ef maður þarf þess. Úti á Ítalíu
gefa kennarar ekki einu sinni leyfi
til þess fara úr kennslustofunni ef
maður þarf að fara á salernið eða
ef maður þarf að hringja til þess að
fara veikur heim. Skólalóðinni er
læst frá klukkan 8:15 til 13 eða 14.
Á þeim tíma er stranglega bannað
að yfirgefa skólalóðina til þess að
t.d. fara út í búð. Nemendur mega
ekki ávarpa kennara með nafni
heldur verða þeir alltaf að kalla þá
„prófessor”.“
Meira jafnrétti –
lægri glæpatíðni
Niccoló nefnir auk þess tvö stór
félagsleg atriði sem eru gjörólík á
Íslandi og Ítalíu. „Hér er jafnrétti
kynjanna ekki vandamál. Hér er
aukin tíðni glæpa ekki vandamál
og hér get ég skilið hjólið mitt eft-
ir ólæst og verið viss um að finna
það aftur á sama stað. Þetta er allt
menningarlegar staðreyndir.”
Niccoló líkar mjög vel við land-
ið, fólkið, skólann og samfélagið.
Það hefur verið komið vel fram
við hann hingað til og þrátt fyrir
að hafa skipt um fjölskyldu þá seg-
ir hann að allt hér hafi allan tím-
ann verið dásamlegt. Aðspurð-
ur af hverju hann hafi ákveðið að
gerast skiptinemi segist hann ekki
vita nákvæmlega hver ástæðan er.
Hann sá einfaldlega að það væri
hægt að sækja um þetta og fannst
að hann þyrfti að prófa og víkka út
sjóndeildarhringinn.
Niccoló er núna á fimmta mán-
uðinum sínum hér á landi og þegar
hann er spurður segist hann ekki
sakna þess að vera heima í Ítalíu.
„Mér líkar að vera hér og ég veit
að þótt að ég sé fjarri heimili mínu
þá hef ég alltaf fólk sem elskar
mig. Ég get svo sannarlega sagt að
fjölskyldan sem ég dvel hjá sé full-
komin. Þau eru góð við mig, hjálpa
mér ekki bara með tungumál-
ið, heldur líka margt fleira. Ég er
gríðarlega þakklátur þeim fyrir allt
það sem þau hafa gert fyrir mig, að
hafa hleypt mér inn í heimili sitt
og komið fram við mig sem einn af
fjölskyldunni.“
-Snæþór, Guðjón og Hjálmar,
nemendur í MB, skráðu.
Ítalskur skiptinemi lætur vel af veru sinni í Borgarnesi
„Dvel hjá fullkominni fjölskyldu og allir taka mér vel“
Niccoló hitti Pál Óskar sem var gestur á Þjóðahátíð Vesturlands sem haldin var af
Society of New Icelanders á Akranesi.
Niccoló hitti Guðna Th Jóhannesson forseta Íslands á kvöldverði hjá Kiwanis-
klúbbnum.
Fyrir framan styttuna af Leifi Eiríkssyni sem stendur á stalli sínum framan við Hall-
grímskirkju í Reykjavík.