Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2017 29 Nýfæddir Vestlendingar Hvalfjarðarsveit - miðvikudagur 25. janúar Opið hús fyrir eldri borgara í Hval- fjarðarsveit í Fannahlíð kl. 16 - 18. Gunnar Straumland les frumsamin ljóð, Heiðmar Eyjólfsson syngur nokkur lög. Anton Ottesen flytur Fjallgönguna, ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Kaffi og meðlæti. Grundarfjörður - fimmtudagur 26. janúar Hundahreinsun í Grundarfirði. Dýralæknir verður í áhaldahúsinu frá kl. 13 - 16:30. Öllum hunda- eigendum skylt að mæta með hunda sína. Borgarbyggð - fimmtudagur 26. janúar „Open Mic“ / Opinn hljóðnemi í Landnámssetri. Hljóðneminn er opinn og öllum er velkomið að láta ljós sitt skína. Þeir sem troða upp fá einn öl að launum! Borgarbyggð - fimmtudagur 26. janúar Prjóna-bóka-kaffi í Bókhlöðunni kl. 20. Kvöldstund við hann- yrðir, bókaspjall og kaffisopa. Prjóna-bóka-kaffið verður hálfs- mánaðarlega í vetur og er öllum opið. Safnið er opið til útlána og gestir eru hvattir til að koma með uppskriftir og hugmyndir að hvers kyns handverki. Auk þess hafa kvöldin reynst góður vettvangur fyrir þá, sem hafa frá einhverju fróðlegu og skemmtilegu að segja eða vilja kynna viðfangsefni sín og hugðarefni á annan hátt. Allir eru hjartanlega velkomnir. Akranes - föstudagur 27. janúar Tónlistarskólinn verður með súpu- tónleika í anddyrinu í hádeginu næstkomandi föstudag. Stutt og létt dagskrá. Allir velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 27. janúar Félagsvist. Síðasta kvöldið í þriggja kvölda keppni. Góða kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Snæfellsbær - föstudagur 27. janúar „Journey to the centre of the earth“ í Frystiklefanum í Rifi kl. 20. Sýning byggð á Leyndardómum Snæfellsjökuls, klassískri sögu Jules Verne. Sýningin er tveggja tíma löng, fer að mestu fram á ensku og er ekki við hæfi barna undir sex ára aldri. Miðaverð er 3.900 kr. Netfang: info@thefree- zerhostel.com / 662-0170. Örfá sæti eru laus á sýninguna. Grundarfjörður - laugardagur 28. janúar Þorrablót hjónaklúbbsins í Sam- komuhúsi Grundarfjarðar. Húsið opnar kl. 19. Borgarbyggð - laugardagur 28. janúar Svarti Galdur í Landnámssetrinu kl. 20. Svarti Galdur er kröftugur einleikur eftir og í flutningi Geirs Konráðs Theodórssonar. Þar vefur hann saman þekktum þjóðsögum sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum aldirnar. Bölvuð skemmt- un fyrir unga sem aldna. Tryggðu þér miða sem fyrst! Snæfellsbær - laugardagur 28. janúar „Journey to the centre of the earth“ í Frystiklefanum í Rifi kl. 17. LOKASÝNING. Sýning byggð á Leyndardómum Snæfells- jökuls, klassískri sögu Jules Verne. Sýningin er tveggja tíma löng, fer að mestu fram á ensku og er ekki við hæfi barna undir sex ára aldri. Miðaverð er 3.900 kr. Netfang: info@thefreezerhostel.com / 662-0170. Örfá sæti eru laus á sýninguna. Borgarbyggð - sunnudagur 29. janúar Thors Saga Jensen kl. 16. Guð- mundur Andri Thorson flytur sögu langafa síns á Sögulofti Land- námsseturs. Thor Jensen var einn af áhrifamestu frumkvöðlum 20. aldar. Hann hóf ferill sinn í Borgar- nesi og stóð m.a. fyrir byggingu pakkhússins þar sem Söguloftið er. Á döfinni 13. janúar. Stúlka. Þyngd 3.752 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Ástrún Kolbeinsdóttir og Arnór Orri Einarsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Óskum eftir húsnæði á Akranesi til eins árs Hjón með 3 börn óska eftir íbúð/húsnæði til leigu á Akranesi frá fyrri hluta júnímánaðar 2017 til eins árs. Erum reglusöm, reyklaus og skilvís. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR 18. janúar. Drengur. Þyngd 4.048 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Hrafnhildur Þrastardóttir og Daníel Magnússon, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Drengurinn hefur verið nefndur Unnar Daníelsson. 18. janúar. Drengur. Þyngd 3.320 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Birna Rún Ragnarsdóttir og Arnþór Pálsson, Reykholti. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 20. janúar. Drengur. Þyngd 3.578 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Dagný Ósk Gunnarsdóttir og Eggert Óskar Ólafsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 22. janúar. Drengur. Þyngd 4.026 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Hekla Karen Steinarsdóttir og Hilmir Hjaltason, Akranesi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Miðvikudaginn 18. janúar fengu nemendur og starfsfólk Reykhóla- skóla heimsókn. Þá litu við full- trúar Þörungaverksmiðjunnar, þau Finnur Árnason framkvæmdastjóri, Birna Björnsdóttir framleiðslustjóri og Bjarni Þór Bjarnason. Færðu þau Reykhólaskóla að gjöf endurskins- vesti sem verksmiðjan hafði látið útbúa handa öllum 70 nemendum leik- og grunnskóladeildarinnar, með nafni hvers og eins á bakinu. Starfsfólk skólans fékk einnig vesti. Að því er fram kemur á Reykhóla- vefnum er forsagan að gjöf Þör- ungaverksmiðjunnar sú að Bjarni hafði samband við Ástu Sjöfn Krist- jánsdóttur skólastjóra og spurði hvort ekki væri góð hugmynd að færa öllum í skólanum endurskins- vesti að gjöf. Hann hefði orðið þess var hve erfitt væri fyrir bílstjóra að koma auga á börn og ungmenni á gangi eftir að dimma tekur. Það gildi reyndar að sjálfsögðu einn- ig um fullorðna en þeir væru síð- ur á gangi en þeir sem yngri eru. Skemmst er frá því að segja að Ásta Sjöfn tók hugmyndinni fagnandi og reyndist Bjarna auðsótt mál að fá Þörungaverksmiðjuna með sér í lið. „Reykhólaskóli þakkar Þör- ungaverksmiðjunni og þeim Finni og Birnu og Bjarna innilega fyr- ir heimsóknina og þessa frábæru gjöf,“ segir í frétt á Reykhólavefn- um. kgk Gáfu öllum nemendum endurskinsvesti Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla í endurskinsvestunum frá Þörun- gaverksmiðjunni. Ljósm. fengin af facebook-síðu Reykhólaskóla. Það voru blendnar tilfinningar að fara í leit með Landsbjörgu um liðna helgi, en leit af þessu tagi er ekki efst á útkallslista nokkurra björgunarsveit- armanna. Það breyttist þegar í Hafn- arfjörð var komið. Kennarar, skip- stjórar, einstaklingar komnir á eftir- laun, rafvirkjar, bifvélavirkjar, pípar- ar sem og matreiðslumeistarar. Allir jafnir og bíða eftir samráðsfundinum og því næst út að ganga. Svæðisstjórn og lögregla unnu þrekvirki við skipu- lagningu og utanumhald á 2000 leit- arsvæðum. Útdeiling verkefna gekk hratt og snurðulaust. Björgunarsveit- ir, með tæki og tól tíndust ein af ann- arri af stað. Berserkir frá Stykkishólmi mættu með fimm manns, fjórhjól, sexhjól og dróna. Nú myndi koma í ljós hvernig dróni virkar í svona leit. Laugardag- urinn var hvass, 12 - 15 m.s. sem er full hvasst fyrir dróna svo við vorum splæst saman við aðra sveit og hraun- ið fyrir vestan Hafnarfjörð var geng- ið í breiðleit. Sunnudagur kom með betra veðri 3-5 m.s, og fengum við úthlutað svæðum við Hafravatn til leitar. Drónaleit er nýtt fyrir mér og býður upp á marga möguleika við leit en sumsstaðar hentar hann alls ekki. Berserkir voru að fara að tilkynna sig á þriðja leitarsvæði þegar allir voru kallaðir inn á sunnudeginum. Ákveð- inn léttir, vísbending um að eitt- hvað hafi fundist og enn lifði vonin. Sveitirnar tíndust inn ein af annarri í Hafnarfjörð. Allir voru hljóðir, svo kom tilkynning um að sveitir sem lengra væru komnar að mættu fara heim. Við ákváðum að ná í Borgarnes og horfa á fréttatilkynninguna þar. Í Borgarnesi styrktist ákveðinn léttir en verkurinn í hjartanu fór ekki. Ég vil þakka þeim sem tóku þátt með einum eða öðrum hætti, Slysa- varnadeildum sem sáu um að næra þennan fjölda og öllum öðrum. Að lokum vil ég votta aðstandend- um innilega samúð mína. Sumarliði Ásgeirsson, félagi í Björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi. Tekið þátt í fjölmennri leitaraðgerð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.