Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2017 15 Snæfellsbær Opinn kynningarfundur vegna tillögu að nýju aðalskipulagi Snæfellsbæjar verður haldinn í Klifi Ólafsvík, fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 20:30 SK ES SU H O R N 2 01 7 Vegna vinnu við tillögu nýs aðalskipulags Snæfellsbæjar verður haldinn kynningarfundur í samræmi við 2. málsgrein 30. greinar skipulagslaga og skv. grein 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Tilgangur með kynningunni er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri áður en tillagan verður afgreidd í auglýsingu. Einnig er boðið upp á opinn vinnufund fyrir land- eigendur og hagsmunaaðila í dreifbýli Snæfellsbæjar að Lýsuhóli fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 15:30 Þar gefst landeigendum og bændum kostur á að fara yfir tillöguna fyrir dreifbýlið af meiri nákvæmni en mögulegt er á kynningarfund- inum. Mikilvægt er að fá fram sjónarmið á þessu stigi, svo íbúar og aðrir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri áður en tillagan verður afgreidd í auglýsingu. Eftir fundina verða gögn aðgengileg á vef Tæknideildar Snæfells- bæjar, taeknideild-snb.is og tekið verður við upplýsingum og/eða athugasemdum til 10. febrúar 2017. Bóndadagurinn var haldinn hátíð- legur víðsvegar um landið á föstu- daginn og ýmislegt gert í tilefni dagsins. Nemendur í 1. til 4. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar létu sitt ekki eftir liggja og hittust á sal til að syngja saman eins og reyndar er gert á hverjum föstudegi. Sungu þau saman hin ýmsu þorralög eins og Þorraþræl, Táp og fjör og frísk- ir menn og Fósturlandsins Freyja. Stóðu krakkarnir sig vel og verða ekki í vandræðum með að taka und- ir söng á Þorrablótum framtíðar- innar. þa Sungu Þorrann inn Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2017. Álagningar- seðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 23. janúar og síðan 15. hvers mánaðar fram í október. Eindagi er fimmtánda dag næsta mánaðar eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir til þeirra sem eru 67 ára eða eldri og þeirra sem þegar hafa óskað eftir að fá þá senda til sín. Einnig geta þeir sem eru orðnir 67 ára eða eldri afþakkað greiðsluseðla. Vinsamlega hafið samband við skrifstofu Borgarbyggðar ef óskað er breytinga á þessu fyrirkomulagi. Sími á skrifstofu Borgarbyggðar er 433-7100 og netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Ef gjaldendur telja álagninguna ekki rétta er hægt að fara fram á endur- álagningu með rökstuddum hætti. Skrifleg beiðni þar um skal berast skrifstofu Borgarbyggðar eigi síðar en mánuði eftir álagningu gjaldanna. Borgarnesi 20. janúar 2017. Skrifstofa Borgabyggðar Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð SK ES SU H O R N 2 01 7 Stigið hefur verið skref í átt að jöfn- un þjónustu við flóttafólk, hvort sem það kemur í boði stjórnvalda eða á eigin vegum. Skrifað hefur ver- ið undir samning milli Rauða kross Íslands og félagsmálaráðuneytis- ins þar að lútandi. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um hlut- verk RKÍ varðandi móttöku, aðstoð og stuðning við flóttafólk sem kem- ur til landsins á samningstímanum. Á næstu dögum er von á 47 flótta- mönnum frá Sýrlandi sem koma í boði stjórnvalda, í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn tekur meðal ann- ars til þess að flóttafólki standi til boða stuðningur sjálfboðaliða Rauða krossins. Kveðið er á um að RKÍ veiti flóttafólki almennar leið- beiningar, fræðslu og ráðgjöf og vísi á úrræði sem standa því til boða. Þá mun RKÍ standa fyrir reglulegum námskeiðum fyrir flóttafólk um ein- kenni ofurálags og áfallastreitu og skyndihjálparnámskeiðum. Rauði krossinn mun einnig aðstoða flótta- fólk við að komast í samband við nána ættingja í gegnum alþjóðlega leitarþjónustu, meðal annars til að hafa uppi á týndum ættingjum eða grafast fyrir um örlög þeirra. Þann- ig megi endurvekja samband innan fjölskyldna sem hafa sundrast vegna átaka, ofsókna eða af öðrum orsök- um. mm Staða flóttafólks jöfnuð í nýjum samningi ríkis og RKÍ Sveinn Kristinsson formaður RKÍ og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra undirrituðu samninginn. Eins og fram kom í Skessuhorni nýverið varð Leikskólinn Sólvell- ir í Grundarfirði 40 ára í byrjun mánaðarins. Laugardaginn 7. janú- ar var haldið upp á áfangann og blés bæjarstjórn til veglegrar veislu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þar mættu bæjarbúar, velunnar- ar og fyrrverandi starfsmenn leik- skólans. Farið var yfir sögu skól- ans ásamt því að Matthildur Soffía Guðmundsdóttir var heiðruð sér- staklega enda hefur hún starfað við leikskólann frá upphafi og fagnaði því 40 ára starfsafmæli sínu í leið- inni. Að loknum þessum fagnaði hafði leikskólinn Sólvellir opið hús, þar sem starfið var kynnt í máli og myndum. Sólvöllum bárust höfð- inglegar gjafir við þetta tækifæri en ákveðið hafði verið að festa kaup á svonefndum „holukubbum“ fyrir gjafafé sem bærist. „Svo rausnarleg- ar voru gjafirnar sem við fengum að við getum keypt holukubbana, sem kosta um 500 þúsund krónur, en við getum líka keypt annað kennsluefni sem okkur hefur lengi leikið hugur á að fá,“ segir í tilkynningu frá starfs- fólki og nemendum Sólvalla. „Við viljum þakka eftirfarandi félögum og fyrirtækjum fyrir örlæti þeirra við okkur: Kvenfélaginu Gleym mér ei, Rauða kross deild Grundarfjarðar, Lions í Grundarfirði, Soffanías Ce- cilssyni ehf, G. Run, Ragnari og Ás- geiri og Arion banka. Á heimasíðu Sólvalla, solvellir.grundarfjordur.is, verður hægt að fylgjast með okkur og þar munum við birta myndir af því sem við festum kaup á þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu frá starfsfólki og nemendum Leikskól- ans Sólvalla í Grundarfirði. mm Sólvöllum bárust margar gjafir á afmælinu Svipmynd úr afmælisfagnaðinum í Samkomuhúsinu. Ljósm. tfk. SK ES SU H O R N 2 01 7 Bæjarstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi verður haldinn í bæjarþingsalnum Stillholti 16 -18 þriðjudaginn 31. janúar kl. 17:00. Unglingar úr grunnskólunum á Akranesi, Þorpinu, Arnardal og Hvíta húsinu auk Fjölbrautaskóla Vesturlands hafa framsögu og taka þátt í umræðum. Fundurinn er öllum opinn og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Bæjarstjórnarfundur unga fólksins Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.