Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 201718 Rektorar íslenskra háskóla fagna þeirri ákvörðun Alþing- is að hækka fjárframlög til há- skólanna við afgreiðslu frum- varps til fjárlaga 2017 og koma þannig til móts við áskorun til þingmanna um að bæta úr undirfjármögnun íslensks há- skólakerfis. „Rektorarnir taka undir ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveða á um eflingu allra skólastiga og að styðja skuli háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni um leið og samvinna og samhæfing ís- lenskra háskóla- og vísinda- stofnana verður aukin. Þá taka rektorar eindregið undir það að endurskoða þurfi reiknilíkan háskólakerfisins því að forsenda þess að háskólar á Íslandi geti haldið uppi gæðum og staðist al- þjóðlega samkeppni er sú að þeir búi við sambærilega fjármögn- un og háskólar í nágrannalönd- um okkar. Stjórnvöld hafa áður markað sér þá stefnu að meðal- tali framlaga til háskóla í OECD- ríkjum skuli náð og síðar meðal- tali hinna norrænu ríkjanna en Ísland er enn langt undir þeim markmiðum. Því er mikilvægt að viðbótarframlag til háskólanna í fjárlögum 2017 verði ekki tíma- bundin aðgerð heldur einung- is fyrsta skrefið í markvissri áætl- un um bætta fjármögnun háskól- anna,“ segir í ályktun frá rektor- um sjö háskóla hér á landi. Í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar segir enn fremur að menntakerfið gegni „lykil- hlutverki við að búa landsmenn undir þátttöku í lýðræðislegu samfélagi og þekking, menn- ing, listir, nýsköpun og vísindi skipt[i] sköpum við uppbygg- ingu atvinnulífs og eflingu lífs- gæða“. „Rektorar íslenskra há- skóla taka heils hugar undir það og lýsa yfir einlægum vilja til samstarfs við stjórnvöld um að efla háskóla landsins svo þeir geti staðið undir því hlut- verki að leiða þróun íslensks þekkingarsamfélags.“ mm Rektorar vilja markviss skref um bætta fjármögnun háskólanna Tímamót verða á skrifstofu Sjóvá á Akranesi nú um mánaðamótin en þá lætur af störfum Ólafur Grét- ar Ólafsson eftir hvorki fleiri né færri en 46 ár hjá fyrirtækinu. Við starfi hans hefur nú tekið Harald- ur Ingólfsson, en auk þeirra hef- ur starfað á skrifstofunni frá árinu 2002 Harpa Hrönn Finnbogadótt- ir. Opið hús verður þriðjudaginn 31. janúar næstkomandi á Garða- braut 2A og gefst þá viðskiptavin- um tækifæri til að kveðja Óla Grét- ar og óska honum góðs gengis við þessi kaflaskipti í lífinu. Aðspurð- ur segist Óli Grétar ekki kvíða starfsflokum, hann hafi alltaf haft nóg fyrir stafni og getur vel hugs- að sér að spila meira bridds og golf til að halda huganum og skrokkn- um áfram í góðu formi. „Maður er heppinn að vera við góða heilsu á þessum tímapunkti og vonandi næ ég að njóta þess nú þegar hefð- bundinni starfsævi lýkur.“ Sest var niður með þeim Óla Grétari og Haraldi, eða Hadda Ingólfs eins og hann er jafnan kallaður, nú í viku- lokin og spjallað um tímamótin sem framundan eru. Lærði af Bíla Bergi „Það er gaman að segja frá því að þegar ég byrjaði hjá Sjóvá trygg- ingum 20. maí árið 1970 þá tek ég við starfi Ingólfs Steindórsson- ar sem einmitt er faðir Haraldar sem nú tekur við af mér,“ segir Óli Grétar. Haddi bætir því við að síð- ar þetta sama ár, eða 1. ágúst 1970 hafi hann sjálfur fæðst. „Óli Grétar er þannig búinn að starfa við trygg- ingar hjá sama félaginu allt mitt líf og ríflega það,“ segir Haddi. „Þeg- ar ég byrjaði hjá Sjóvá tryggingum var það Bergur Arnbjörnsson, eða Bíla Bergur eins og hann var allt- af kallaður, sem var hér fyrir. Það var fróðlegt að starfa með honum. Bíla Bergur var litríkur karakter, fljótfær en góður karl. Allir þekktu hann og hann þekkti alla.“ Fyrstu árin var Sjóvá til húsa í Skökkinni við Suðurgötu 62 en við samein- ingu Sjóvár og Almennra trygginga 1988 fór Óli Grétar að starfa með Ásgeiri Guðmundssyni sem var umboðsmaður Almennra trygg- inga og saman unnu þeir í fjölmörg ár við tryggingasölu. Lengst var skrifstofa Sjóvá-Almennra í gömlu Mjólkurstöðinni við Garðabraut 2 en síðustu árin í nýja húsinu við hliðina, Garðabraut 2A. „Það var stutt að flytja hingað yfir, þurft- um ekki bíl til þess, bárum draslið á milli,“ segir Óli. Mannskaðar og stór- brunar erfiðustu málin Þrjú tryggingafélög hafa nú starf- semi á Akranesi og opna skrifstofu. Auk Sjóvá er það Tryggingamið- stöðin og VÍS. „Ætli við hjá Sjóvá séum ekki með svona þriðjungs markaðshlutdeild hér á Skaganum, en við skilgreinum starfssvæði okk- ar sunnan Skarðsheiðar. Vörður er ekki með opna skrifstofu hérna á Akranesi en auðvitað skiptir það máli að vera með opna skrifstofu og geta þannig veitt persónulega og skjóta þjónustu við viðskipta- vinina,“ segir Óli Grétar. Aðspurð- ur rifjar hann upp að það sem hafi mest breyst í starfinu á þessum tíma sé tölvubyltingin. „Áður þurftum við að handskrifa allar beiðnir og því er afgreiðsluhraðinn meiri. Vá- tryggingaskilmálar hafa einnig tek- ið breytingum.“ Aðspurður segir hann að stærstu tjónin séu þegar mannskaðar verða og stórbrunar, en kýs að nefna ekki einstök dæmi. „Starfið er hins vegar fjölbreytt og oftast skemmtilegt,“ segir hann. Viðskiptafræðingur og fyrrum atvinnumaður í boltanum Haraldur Ingólfsson var ráðinn svæðisstjóri Sjóvá á Akranesi eft- ir að starfið var auglýst á liðnu ári. Hann er uppalinn á Akranesi og hefur prófað ýmislegt á sinni starfsævi, meðal annars atvinnu- mennsku í fótbolta. „Ég byrjaði hér hjá Sjóvá í haust og hef verið afar lánssamur að njóta leiðsagn- ar bæði Óla Grétars þegar hann er að draga saman seglin og Hörpu sem áfram mun starfa mér við hlið. Það hefur verið gott að geta leitað í þann reynslubrunn sem þau eru og þá hef ég einnig gott „backup“ á skrifstofunni fyrir sunnan,“ segir Haddi. „Mér líst vel á starfið. Það tekur tíma að sjóast í trygginga- bransanum, en engu að síður er þetta þjónustustarf og þeim er ég ekki ókunnur af öðrum vettvangi,“ segir Haddi. Eftir að hann lauk námi í Fjölbrautaskóla Vesturlands lagði hann stund á viðskiptafræði við HÍ. Eftir það starfaði hann í tvö ár við skattaeftirlit á Skattstofu Vesturlands en fór þá utan í at- vinnumennsku í knattspyrnu. „Ég var atvinnumaður erlendis í sjö ár eftir að hafa spilað hér heima með uppeldisfélaginu ÍA. Á mínum at- vinnumannsferli spilaði ég með Aberdeen í Skotlandi, Elvsborg í Svíþjóð og að endingu með Rau- foss í Noregi. Þannig lagað var ég aðallega að spila með félagsliðum í nágrannalöndum okkar. Þegar við fórum utan var ég 26 ára og kom- inn með konu og tvö börn. Þetta var fróðlegur og skemmtilegur tími sem kenndi manni margt. Við kom- um síðan heim aftur í árslok 2003 og var ég þá ráðinn framkvæmda- stjóri í nýtt starf hjá Verkalýðs- félagi Akraness sem þá var búið að ganga í gegnum mikla og storma- sama breytingatíð og ný stjórn tek- in við. Eftir hálft ár þar var ég svo kominn í starf í KB banka, síðar Arion banka. Eftir að útibúinu var lokað á Akranesi starfaði ég í útibúi Arion banka í Mosfellsbæ allt þar til ég var ráðinn framkvæmdastjóri KFÍA haustið 2013. Þar var ég svo þar til ég fékk þessa stöðu hjá Sjóvá nú í haust.“ Kveður sáttur Ólafur Grétar segist kveðja starf- ið sáttur. „Fyrst og fremst er ég ánægður með að vera við góða heilsu og geta notið lífsins nú við starfslok. Ég hef fullt af áhugamál- um og nefni golfið og briddsið sem dæmi. Það er engin ástæða til að kvíði starfslokum en ég vil koma á framfæri kærum þökkum til við- skiptavina og allra sem ég hef starf- að með þennan tíma. Endilega lát- ið sjá ykkur í kveðjukaffi á þriðju- daginn, það verður heitt á könn- unni og kaka í tilefni dagsins,“ seg- ir Ólafur Grétar að endingu. mm Lætur af störfum eftir 46 ár í tryggingabransanum Á skrifstofu Sjóvá á Akranesi verða breytingar nú um mánaðamótin. F.v. Haraldur Ingólfsson, Harpa Hrönn Finnbogadóttir og Ólafur Grétar Ólafsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.