Skessuhorn


Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2017 9 Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðsla er um 310.000 tonn af hágæða áli. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is SPENNANDI SUMARSTÖRF HÆFNISKRÖFUR:• 18 ára og eldri • Öryggisvitund, heiðarleiki og stundvísi • Góð samskiptahæfni • Dugnaður og sjálfstæði • Bílpróf er skilyrði • Verkfræðinemar, iðnnemar og iðnaðarmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um Við leitum að metnaðarfullu og skemmtilegu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði er dagvinna og vaktavinna við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Árangurstengd laun sumarfólks við framleiðslu eru um 525.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu. Umsóknum skal skilað inn rafrænt á www.nordural.is fyrir 12. febrúar 2017. Nánari upplýsingar veitir Helga Björg Hafþórsdóttir í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Síðdegis í dag mun Creditinfo til- kynna formlega hvaða félög eru á lista Framúrskarandi fyrirtækja árið 2016. Að þessu sinni munu 621 fyr- irtæki hljóta viðurkenningu sem er tæplega 2% af skráðum fyrirtækjum hérlendis. Þar af eru 22 fyrirtæki á Vesturlandi. „Þessi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að sýna stöðug- leika í rekstri og skapa þannig sjálf- bær verðmæti og eru því afar verð- mæt fyrir hluthafa og samfélagið í heild sinni,“ segir í rökstuðningi Creditinfo. Skilyrði fyrir að flokkast sem framúrskarandi: Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3 Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársn- iðurstaða jákvæð þrjú ár í röð Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá Fyrirtækið er virkt samkvæmt skil- greiningu Creditinfo Skilað ársreikning fyrir 1. septem- ber 2016. Eftirfarandi vestlensk fyrirtæki eru á lista Creditinfo 2016 fyrir að vera framúrskarandi: Spölur ehf. Kirkjubraut 28 Akra- nesi. Flutningafyrirtæki Skaginn hf. Bakkatúni 26 Akra- nesi. Framleiðsla. Runólfur Hallfreðsson ehf. Tindaflöt 6 Akranesi. Fiskveiðar. Vignir G. Jónsson ehf. Smiðju- völlum 4 Akranesi. Framleiðsla. Bjarmar ehf. Hólmaflöt 2 Akra- nesi. Útgerð vélknúinna tækja. Norðanfiskur ehf. Vesturgötu 5 Akranesi. Framleiðsla. Trésmiðjan Akur ehf. Smiðjuvöllum 9 Akranesi. Fram- leiðsla. Hópferðabílar Reynis Jóhanns- sonar ehf. Jörundarholti 39 Akra- nesi. Flutningar. Norðurál Grundartangi ehf. Grundartanga. Framleiðsla. Elkem Ísland ehf. Grundartanga. Framleiðsla. Borgarverk ehf. Sólbakka 17-19 Borgarnesi. Mannvirkjagerð. Límtré Vírnet ehf. Borgarbraut 74 Borgarnesi. Framleiðsla. Kaupfélag Borgfirðinga (svf) Egilsholti 1 Borgarnesi. Heild- og smásöluverslun. Hótel Borgarnes hf. Egilsgötu 16 Borgarnesi. Rekstur gististaða og veitingar. Sorpurðun Vesturlands hf. Bjarn- arbraut 8 Borgarnesi. Meðhöndlun úrgangs og afmengun. Búvangur ehf. Brúarlandi á Mýr- um. Landbúnaður, skógrækt. Sæfell hf. Hafnargötu 9 Stykkis- hólmi. Fiskveiðar. Fiskmarkaður Íslands hf. Norð- urtanga í Ólafsvík. Heild- og smá- söluverslun. Útgerðarfélagið Dvergur hf. Grundarbraut 26 í Ólafsvík. Fisk- veiðar. Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. Brautarholti 18 í Ólafsvík. Fiskveiðar. KG Fiskverkun ehf. Melnes 1 á Hellissandi. Fiskveiðar. Nesver ehf. Háarifi 19 Hellissandi. Fiskveiðar. mm Á þriðja tug framúrskarandi fyrirtækja á Vesturlandi 22 vestensk fyrirtæki eru á listanum yfir framúrskarandi fyrirtæki 2016. Þau eru af ýmsum toga; í ferðaþjón- ustu, landbúnaði, framleiðslu og fiskveiðum svo eitthvað sé nefnt. Hér er Sigurður Reynisson árið 2012 við nýja rútu í eigu Hópferða Reynis, en rúta þessi kom til landsins þetta ár og var fyrsti hópferðabíllinn sem fluttur var nýr inn frá bankahruni 2008. Fyrirtækið er eitt þeirra sem finna má á listanum. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Álagningu fasteignagjalda á Akranesi fyrir árið 2017 er nú lokið. Greiðsluseðlar vegna fyrsta gjalddaga hafa verið póstlagðir. Gjalddagar fasteignagjalda sem eru umfram kr. 15.000 fyrir árið 2017 eru 15. hvers mánaðar frá janúar til og með október. Gjalddagi fasteignagjalda sem eru undir kr. 15.000 er 15. apríl. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Álagning fasteignaskatts er kæranleg til yfirfasteigna- matsnefndar og skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá álagningu. Álagning á sorphirðu- og sorpeyðingargjaldi er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá álagningu. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Álagning fasteignagjalda ársins 2017

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.