Skessuhorn - 25.01.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 2017 27
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn
á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar-
orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu-
dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn-
inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu-
horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir
í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn-
um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk
orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 68 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku.
Lausnin var: „Stormský.“ Vinningshafi er Valur Gunnarsson.
[Vantar heimilisfang]
Máls-
hátttur
Mygla
Bara
Tikk
Afl
Sk.st.
Fiskur
Heppni
Árblik
Hljóp
Skel
Digur
Sk.st.
Útlim
Grind
Von
Þuml-
ungur
Svelgur
Iðkun
1000 Kúgun Bíll
Lesa
Glappa-
skot
Svertir
Skáþak
Lækn-
ing
Dregill
Aflögur
Skinn
7 Rit-
stifti
Ást
Meðal
Árla
Dvelja
Átt
Sparar
Orð-
færar
Veiddi
Mælir
bót
2
Kostur
Hvíldu
Fita
4 Naut
Lítill
Suddi
Ötul
Eðli
3 Gabb
Tónn
Alda
MJöðm
Feiti
Skyldar
Ósoðin
Hug-
rakkur
Álegg
Þrátt
fyrir
Bor
Huguð
51
Rák
Leit
Hestur
Ögn
Fitl
Gelt
Taut
Röð
Tengi
Bólstur
Hress
50
Tími
Ekki
Tímatal
Börn
Yndi
Reipi
Villtur
Orka
Fagur
Væl
6
Væl
Ráp
Arinn
Spyrja
Súr-
efni
Ego
Kona
8 Skjóla
Átt
Sjó
Sér-
hljóðar
Samhlj.
Hönd
5 Flýtir
Menn
Bók
Tínir
saman
Deigur
S
p
i
l
Titill Leiði Hár
1
Tvíhlj.
Við-
mót
Þreitt
1 2 3 4 5 6 7 8
K Á R I B L Æ S
B Ó L K R U Ð A
Ó L M R Ú L L A
T A U Ó L L I Ð
S I L R Ó A D I
K Y N D U G J D D M L L
Ý L A E N N Þ Á G Æ R A I
J U K K D Á R Í L Á T I N
A R I K R Ú A R P E N N
B E N D A Ó G N U N U N D
Ó R A R S L A N G U R D Æ S
L R A M B A R O R A L T
S E G G U R R I F T E R T A
T A S N A T T A R O K
K U R R P A S S A R I N N A
R O K I Ð K A Ö G N Á N A
F Á L U T Ó N N D R A G
G A T R Ó T A D Ý I Ð A N
S T O R M S K ÝL
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I
Vísnahorn
Jæja gott fólk. Það má nú
segja að enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur. Við erum orðin
svo háð tækninni að minnstu frávik frá vanan-
um gera okkur hálf- eða heilfötluð til þeirra
hluta sem okkur eru að öllu jöfnu eðlilegir. Ef
tölvurnar okkar klikka er hætt við að heimur-
inn stöðvist. Við erum vön að hafa ríkisstjórn
en einhvern veginn slampaðist þetta með-
an engin stjórn var en engum gátum við þó
kennt um það sem aflaga fór. Stjórnarmynd-
unarviðræður gengu allavega og um þær kvað
Hjálmar Freysteinsson:
Sundur gekk og saman dró.
Svo jókst aftur bilið.
Á endanum fékk þjóðin þó
það sem hún átti skilið.
Hallmundur Kristinsson orti líka um nýju
stjórnina:
Margir þóttust þrá hana
og þegar vildu fá hana
en líst svo ekkert á hana
er þeir loksins sjá hana.
Man ekki betur en það hafi verið Gunn-
laugur Pétursson frá Selhaga sem orti um þá-
verandi ríkisstjórn hver sem hún nú var:
Skeiðar til ég hef og hnífs
en hvergi má við fórninni.
Af öllu hjarta eilífs lífs
óska ég ríkisstjórninni.
Það hefur lengi verið siður að tala illa um
stjórnmálamenn og ekki síst þá sem einhver
völd hafa. Fjarri því að ég sé saklaus í þessu
máli sjálfur og þyrfti sjálfsagt umbóta við. Eft-
irfarandi mun ort um Halldór Blöndal en ég
treysti mér ekki til að nafngreina höfundinn
og þá er betra ,,að þegja en segja ekki neitt“:
Lítið vitið í þér er
ofar beins á völu.
Guð hefur lága gefið þér
greindarvísitölu.
Nú er Halldór kollegi minn vísnamaður
eins og margir alþingismenn fleiri enda sá
siður í þingveislum að þar megi aðeins taka til
orðs í bundnu máli. Ekki veit ég þó hver orti
eftirfarandi um þingveislur svona yfirleitt:
Engin ræða er á þeim stað
önnur gæði hrífa
vísur flæða eyrum að
eins og skæðadrífa.
Samt fer nú þannig fyrir okkur flestum,
jafnt alþingismönnum sem öðrum, að ellin
segir til sín með því sem henni fylgir enda
orti Theódór Einarsson sem lengi var þekkt-
ur gamanvísnahöfundur og flestir eldri Akur-
nesingar munu kannast við:
Fyrr ég gat á árum ort
eins og best ég vildi
nú er ég eins og kreditkort
sem komið er úr gildi.
Ekki veit ég hver það var sem fékk eftirfar-
andi vísu frá Jónatan Jakobssyni en ósköp er
þetta nú notaleg kveðja:
Þó að brimi um vík og vog
vaxi hrönn á sundum
gæfan við þig glingri og
gleðji öllum stundum.
Það er sagt um suma menn að þeir gleymi
aldrei því sem þeim er gert. Hvorki góðu né
illu. Björn Pétursson frá Sléttu í Fljótum orti
á einhverjum tímapunkti lífsgöngunnar:
Þó að skapið hafi hert
harður reynsluvetur
man ég það sem mér er gert
mörgum kannske betur.
Nú í upphafi þorrablótavertíðarinnar er
ekki úr vegi að rifja upp eitthvað tengt þeim
merku hátíðum. Eftirfarandi bragur mun hafa
verið sunginn á Þorrablóti í Bonn í febrúar
1988 við lagið „Öxar við ána.“ Ekki veit ég
um höfund eða hvort þar var fyrsti flutningur
þess ljúfa kvæðis:
Fram skulu reiddar
sauðkindur seyddar
sýrðar og reiktar og höggnar í spað.
allt það er seðjar
augu sem hreðjar
innbyrði gestirnir þegar í stað.
Namm, namm, lostætið ljúfa.
Namm, namm lundabaggi og svið.
Tros og tormelt rengi
tyggjum vel og lengi.
Á tanngörðunum vinnum við.
Flest af þeim mat sem nú er kallað samheit-
inu Þorramatur var til skamms tíma venju-
legur hversdagsmatur á flestum íslenskum
heimilum og sumt af því er algengt enn í dag.
Kannske helst að hákarl hafi ekki verið hafður
í matinn svona hversdags. Trúlega styttist í að
allt verði kallað þorramatur nema pizza. Veit
ekki alveg hvað þorramatarpizza væri freist-
andi með súrmat og hákarli. Um hákarlsveiði
frá Hóli í Svarfaðardal var kveðið:
Allar gjafir eru frá
æðstum himnadrottni.
En hákarlinn sem Hólsmenn fá
hann er neðan frá botni.
Þorrablót svo sem aðrar stórveislur standa
og falla með veitingunum sem yfirleitt eru
síst við neglur skornar. Stöku sinnum er svo
veitt að hægt er að segja eins og maðurinn;
„minna hefði nú kannske nægt.“ Um allfræga
afmælisveislu fyrir margt löngu kvað Jóhann-
es Benjamínsson:
Hress og kátur höfðinginn
hellti vel í glasið.
Fólk var borið út og inn
andvana og lasið.
Hef grun en ekki vissu um að Örn Snorra-
son hafi ort þessa en veit svosem ekkert hvort
það var daginn eftir Þorrablót eður ei:
Hvílík högg og hamraskak
af hjarta yrði ég glaður
ef þú hvíldist andartak
elsku Timburmaður.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Ef þú hvíldist andartak - elsku Timburmaður!