Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 20176
Endurskini
ábótavant
VESTURLAND: Lögregl-
an á Vesturlandi vekur at-
hygli á að notkun endur-
skinsmerkja er orðin áber-
andi lítil bæði hjá börnum
og fullorðnum. „Þó skamm-
degið sé á undanhaldi, þá er
langt í land með að bjart sé
orðið allan daginn og þessi
litla öryggisráðstöfun sem
felst í því að hengja endur-
skinsmerki í fatnað getur
skiptu miklu máli í myrkr-
inu. Endurskinsmerki er
hægt að fá frítt hjá flestum ef
ekki öllum tryggingafélög-
um og á lögreglustöðvum í
umdæminu.“
-mm
Helmingur
myndi nýta
ferju
AKRANES: Á fundi bæj-
arráðs Akraneskaupstaðar í
síðustu viku var kynnt niður-
staða könnunar sem Gallup
vann fyrir sveitarfélagið um
hug íbúa fyrir ferjusiglingar
milli Akraness og Reykjavík-
ur. 325 svöruðu könnuninni
sem bæði var net- og síma-
könnun. Meðal annars kem-
ur fram að 24% aðspurðra
ferðast reglulega til Reykja-
víkur til vinnu eða vegna
náms. Flestir þeirra fara fjór-
um til fimm sinnum í viku. Af
þeim myndi helmingur nýta
sér ferju ef hún væri í boði.
Á fundinum var Regínu Ás-
valdsdóttur bæjarstjóra fal-
ið að halda áfram viðræðum
við Reykjavíkurborg varð-
andi flóasiglingar en þátt-
taka Reykjavíkurborgar er
forsenda þess að hægt verði
að fara í verkefnið, segir í
bókun af fundinum.
-mm
Sex óhöpp en
án meiðsla
VESTURLAND: Í lið-
inni viku lögðu lögreglu-
menn á Vesturlandi áherslu
á hraðamælingar innanbæj-
ar í þéttbýli. Aðallega var
mældur ökuhraði á götum
þar sem hámarkshraði er 50
km/klst. Ellefu voru kærð-
ir fyrir of hraðan akstur og
sá sem hraðast ók var á 86
km/klst. Sá fær væna sekt
fyrir athæfið. Sex umferða-
róhöpp komu inn á borð
lögreglu, flest minniháttar
og ekki voru slys á fólki.
-mm
Hestakerra valt
BORGARNES: Umferð-
aróhapp varð skammt norð-
an við Borgarnes um hálf
ellefuleytið síðasta miðviku-
dag. Ökumaður pallbíls með
hestakerru í eftirdragi missti
stjórn á bifreiðinni á hálku-
bletti með þeim afleiðingum
að bílnum var ekið út í skurð
og valt kerran. Ökumað-
ur var ómeiddur en nokkrar
skemmdir urðu á bifreiðinni.
Engir hestar voru í kerrunni
þegar óhappið varð en hún
er töluvert skemmd.
-kgk
Atvinnuleysi í
lægri mörkum
LANDIÐ: Samkvæmt
vinnumarkaðsrannsókn Hag-
stofu Íslands voru að jafnaði
197.000 manns á aldrinum
16–74 ára á vinnumarkaði
í desember 2016, sem jafn-
gildir 83% atvinnuþátttöku.
Hlutfall starfandi af mann-
fjölda var 80,8% og hlutfall
atvinnulausra af vinnuafli var
2,6%. Samanburður mæl-
inga fyrir desember 2015 og
2016 sýnir að atvinnuþátt-
takan jókst um tvö prósentu-
stig milli ára. Fjöldi starfandi
jókst um 7.000 og hlutfallið
af mannfjölda hækkaði um
1,4 stig.
-mm
Á níunda
þúsund erindi
LANDIÐ: Ársskýrsla Neyt-
endaaðstoðar Neytendasam-
takanna fyrir árið 2016 er
komin út og er aðgengileg á
heimasíðu samtakanna, ns.is.
Þar kemur fram að á árinu
2016 bárust samtökunum
8.320 erindi, sem er aukning
frá árinu á undan. Flest er-
indi voru varðandi vátrygg-
ingar, viðskipti við fjármála-
fyrirtæki, þjónustu iðnaðar-
manna, bifreiðar og farsíma
en einnig voru erindi tengd
ferðaþjónustu fjölmörg. Í
skýrslunni má finna tölfræði-
legar upplýsingar um þessi
erindi og fleiri atriði.
-mm
Alls var 17 starfsmönnum málm-
endurvinnslufyrirtækisins GMR
á Grundartanga sagt upp störfum
síðastliðinn föstudag og var það
jafnframt þeirra síðasti vinnudagur.
Undanfarið ár hafa ítrekað verið
höfð afskipti af rekstri GMR og til
dæmis hafa bæði Heilbrigðisnefnd
Vesturlands og Umhverfisstofnun
gert athugasemdir vegna mengun-
ar sem stafað hefur frá rekstrinum
og vegna þess að ekki hafi verið far-
ið eftir ákvæðum starfsleyfis. Þurfti
fyrirtækið á síðasta ári að sæta dag-
sektum sökum þess. Síðast komst
GMR í fréttirnar í byrjun mánað-
arins þegar RARIK lokaði fyrir raf-
magnssölu til fyrirtækisins vegna
vangoldinna reikninga. Fram hef-
ur komið að reksturinn hefur verið
erfiður frá upphafi og bakslag orð-
ið þegar heimsmarkaðsverð á stáli
hríðlækkaði fyrir tveimur árum síð-
an.
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, staðfesti
í samtali við Skessuhorn að upp-
sagnir starfsmanna fyrirtækisins
hefðu borist inn á borð verkalýðs-
félagsins.
Ekki náðist í forsvarsmenn GMR
við vinnslu fréttarinnar.
kgk
Starfsmönnum GMR sagt upp störfum
Um áramótin urðu eigendaskipti að
Loforku Borgarnesi ehf. þegar feðg-
arnir Óli Jón Gunnarsson og Berg-
þór Ólason seldu fyrirtækið nýju
dótturfyrirtæki Steypustöðvarinnar í
Reykjavík. Andrés Konráðsson fyrr-
um framkvæmdastjóri Loftorku, og
sonur stofnandans Konráðs Andr-
éssonar, hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Loftorku Borgarnesi og
tekið til starfa. Starfandi stjórnarfor-
maður í hálfu starfi til vors er Ólafur
Sveinsson hagverkfræðingur. Ólafur
er eins og kunnugt er forstöðumaður
Atvinnuráðgjafar Vesturlands en tók
frí frá störfum hjá SSV meðan ver-
ið er að innleiða breytingar í rekstri
Loftorku. Saman stýra þeir nú breyt-
ingum og sókn fyrirtækisins.
„Við erum ákveðnir í að blása til
sóknar í rekstri Loftorku Borgar-
nesi og efla markaðsstöðu fyrir-
tækisins. Við rekum hér steypustöð,
röraframleiðslu en síðast og ekki síst
húseiningaverksmiðju. Þrátt fyrir
að fyrirtækið hvíli á gömlum merg
hér í Borgarnesi felast ýmis sóknar-
færi í nánu samstarfi við móðurfyr-
irtækið Steypustöðina í Reykjavík.
Við munum meðal annars yfirfæra
ýmsa gæðastaðla og samþætta sölu-
mál undir sameiginlegum hatti með
markaðs- og söludeild Steypustöðv-
arinnar. Með þessu er Loftorka að
komast í snertingu við nýjan hóp við-
skiptamanna og í því felast tækifæri,“
segir Ólafur. Hann bætir því við að
Steypustöðin hafi rekið litla eininga-
verksmiðju í Hafnarfirði en sú starf-
semi verður nú flutt í Borgarnes.
„Samhliða þeim flutningi munum
við nýta á nýjan leik húsnæði fyrrum
Mjólkursamlags hér sunnan við Snæ-
fellsnesveginn við Engjaás, en Loft-
orka hefur ekki sjálf nýtt það hús
undanfarin ár í annað en geymslur,“
segir Ólafur.
Aðspurður segir Ólafur að hjá
Loftorku séu nú 74 starfsmenn og
allir í Borgarnesi. „Verkefnastaðan
er mjög góð og vonandi munum við
þurfa að fjölga starfsmönnum. Við
ætlum okkur að sækja fram á mark-
aði og sjáum strax góðar vísbending-
ar um að þau markmið nái fram að
ganga,“ segir Ólafur Sveinsson.
mm
Nýir eigendur Loftorku í
Borgarnesi blása til sóknar
Andrés Konráðsson framkvæmdastjóri og Ólafur Sveinsson starfandi stjórnar-
formaður. Ljósm. ah.