Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Snæfell mætti Þór Þorlákshöfn í
Domino‘s deild karla í körfuknatt-
leik að kvöldi fimmtudags. Leikið
var í Stykkishólmi og fengu heima-
menn að sjá Christian Covile, nýjan
leikmann Snæfells, leika sinn fyrsta
leik með liðinu. Hann fékk loks leik-
heimild með Stykkishólmsliðinu að
morgni leikdags, eins og sagt er frá
í annarri frétt í Skessuhorni. Hann
lét mikið að sér kveða í leiknum en
það dugði Sæfelli skammt, því gest-
irnir frá Þorlákshöfn tóku leikinn
skömmu fyrir hléið og unnu að lok-
um stórt, 68-99.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum
og komust í 7-0 eftir þriggja mín-
útna leik. En eftir að Snæfell skoraði
sín fyrstu stig var jafnt á með liðun-
um til loka upphafsfjórðungsins þar
sem gestirnir leiddu 17-18. Áfram
var jafnræði með liðunum þar til
um miðjan annan fjórðung að Þórs-
arar náðu sex stiga forskoti og yfir-
höndinni í leiknum. Þeir bættu ört
við forskotið það sem eftir lifði fyrri
hálfleiks og höfðu afgerandi forystu í
hléinu, 39-57.
Þór var áfram sterkari fyrst eftir
hléið, komst í 21 stigs forskot áður
en Snæfellingar náðu prýðilegum
leikkafla um miðjan þriðja leikhluta
og minnkuðu muninn í tíu stig. Þá
tóku gestirnir aftur við sér og leiddu
með 18 stigum fyrir lokafjórðung-
inn. Hann var algjör einstefna. Snæ-
fellingar náðu sér ekki á strik, skor-
uðu aðeins tíu stig allan leikhlutann
og að lokum fór svo að Þór sigraði
með 99 stigum gegn 63.
Fyrrnefndur Christian Covile átti
stórleik í sínum fyrsta leik fyrir Snæ-
fell. Hann skoraði 30 stig og tók ell-
efu fráköst. Árni Elmar Hrafnsson
skoraði ellefu stig en aðrir höfðu
minna.
Snæfell bíður enn eftir fyrsta sig-
ur vetrarins. Liðið vermir botnsætið,
stigalaust og tólf stigum frá öruggu
sæti í deildinni.
Næsti leikur liðsins fer fram
fimmtudaginn 2. febrúar næstkom-
andi þegar liðið heimsækir Stjörn-
una. kgk
Covile með stórleik í
fyrsta leiknum
Christian Covile skoraði 30 stig í sínum
fyrsta leik fyrir Snæfell. Ljósm. sá.
ÍA mætti liði FSu í 1. deild karla í
körfuknattleik á fimmtudagskvöld.
Leikið var á Selfossi. Eftir góðan fyrri
hálfleik Skagamanna komust heima-
menn inn í leikinn í þriðja leikhluta
og hleypa spennu í leikinn. Skaga-
menn höfðu þó betur eftir spenn-
andi lokafjórðung, 65-70 og kræktu í
fimmta sigur sinn í deildinni.
Mikið jafnræði var með liðunum á
upphafsmínútum leiksins en á loka-
mínútum fyrsta leikhluta náðu Skaga-
menn góðum kafla og góðri átta stiga
forystu fyrir annan leikhluta, 13-21.
Þar héldu Skagamenn uppteknum
hætti og stjórnuðu gangi mála inni
á vellinum. Heimamenn gerðu lítið
annað en að halda í við ÍA og í hálf-
leik leiddu Skagamenn með sex stig-
um, 27-33.
ÍA var áfram betra lið vallarins fyrst
eftir hléið og náðu mest tíu stiga for-
skoti. Það var ekki fyrr en seint í þriðja
leikhluta að lið FSu náði góðum leik-
kafla og minnkaði muninn í aðeins eitt
stig fyrir lokafjórðunginn, 49-50 og
hleyptu heldur betur spennu í viður-
eignina. Leikurinn var í járnum fram-
an af fjórða leikhluta, staðan var ým-
ist jöfn eða ÍA stigi yfir og útlit fyrir
spennuþrungnar lokamínútur. Skaga-
menn voru hins vegar ekki á því, náðu
snörpum kafla eftir miðjan fjórða leik-
hluta og átta stiga forskoti þegar að-
eins mínúta lifði leiks og tryggðu sér
þar með sigurinn. Heimamenn náðu
aðeins að klóra í bakkann í blálokin
en ekkert meira en það. Skagamenn
höfðu fimm stiga sigur, 65-70.
Ármann Örn Vilbergsson var at-
kvæðamestur í liði Skagamanna með
21 stig og tíu fráköst. Áskell Jónsson
skoraði 17 stig, Andri Jökulsson var
með 13 og Derek Shouse var með tíu
stig og tíu fráköst.
Skagamenn sitja í 8. og næstneðsta
sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur
stigum á eftir FSu og Vestra en síðar-
nefnda liðið á þó tvo leiki til góða.
Næst leikur ÍA á morgun, fimmtu-
daginn 2. febrúar, þegar liðið tekur á
móti Hamri. kgk
Skagasigur eftir
spennandi síðari hálfleik
ÍA krækti í fimmta sigur sinn í deildinni gegn FSu á fimmtudag. Hér er Áskell Jónsson í
fyrri viðureign liðanna í vetur, sem Skagamenn unnu einnig. Ljósm. jho.
Eftir góðan sigur á Grindavík í
Domino‘s deild kvenna síðasta
miðvikudag tók Skallagrímur móti
Keflavík í stórleik 18. umferðar á
laugardag. Fyrir leikinn voru liðin
jöfn að stigum á toppi deildarinn-
ar, Keflavík í 1. sæti en Skallagrím-
ur í 2. sæti. Fyrirfram var búist við
hörkuleik og sú varð einmitt raunin.
Að lokum fór svo að Skallagríms-
konur sigruðu með tveimur stigum
eftir spennandi lokafjórðung, 71-69
og tylltu sér á toppinn.
Gestirnir byrjuðu betur í leikn-
um en Skallagrímskonur voru frek-
ar lengi í gang. Keflavík leiddi með
átta stigum eftir fyrsta leikhluta,
13-22 en taflið snerist við í öðrum
fjórðungi. Þar voru Skallagríms-
konur sterkari. Þær minnkuðu for-
skot Keflavíkur snarlega niður í
tvö stig og þannig var staðan þar til
eftir miðjan fjórðunginn. Þá jöfn-
uðu Skallagrímskonur og tóku síð-
an forystu í leiknum. Þær luku fyrri
hálfleik af krafti og leiddu með átta
stigum í hléinu, 44-36.
Skallagrímskonur héldu upp-
teknum hætti í þriðja leikhluta.
Þær stjórnuðu ferðinni en undir lok
leikhlutans tóku gestirnir við sér og
minnkuðu muninn í fjögur stig fyr-
ir lokafjórðunginn, 54-50. Kefla-
víkurkonur gerðu síðan gott betur
en það og komust yfir snemma í
fjórða leikhlutanum. Upphófust þá
æsispennandi lokamínútur. Gest-
irnir leiddu með einu stigi næstu
mínútur áður en Skallagrímskonur
jöfnuðu metin. Þær náðu síðan for-
ystunni og leiddu 70-64 þegar ein
og hálf mínúta lifði leiks. Keflavík
skoraði næstu stig leiksins og lið-
ið hafði tækifæri til að jafna metin
af vítalínunni þegar ellefu sekúnd-
ur voru eftir, en brást bogalistin og
aðeins annað fór niður. Á lokasek-
úndunni skoruðu Skallagrímskonur
síðasta stig leiksins, einnig af víta-
línunni og unnu tveggja stiga sigur,
71-69.
Tavelyn Tillman var atkvæða-
mest í liði Skallagríms með 25 stig,
átta stoðsendingar og fimm fráköst.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skor-
aði 17 stig, tók fjögur fráköst og gaf
fjórar stoðsendingar og Ragnheið-
ur Benónísdóttir var með 14 stig og
sex fráköst.
Sem fyrr segir gerði sigurinn það
að verkum að Skallagrímskonur
tylltu sér á topp deildarinnar. Þær
hafa 28 stig eftir 18 leiki og eru
tveimur stigum á undan Snæfelli og
Keflavík í 2. og 3. sæti.
Næst leikur Skallagrímur í dag,
miðvikudaginn 1. febrúar, þegar
liðið sækir Hauka heim í Hafnar-
fjörðinn.
kgk/ Ljósm. Skallagrímur.
Skallagrímskonur tylltu
sér á toppinn
Tavelyn Tillman fer framhjá Ariana
Moorer, leikmanni Keflavíkur, í
leiknum á laugardag.
Manuel Rodriguez, þjálfari Skallagríms,
var að vonum ánægður með að liðið
væri komið á toppinn í deildinni.
Eftir sigur á Val í erfiðum leik í
Stykkishólmi síðasta miðvikudag
lék Snæfell annan heimaleik síð-
asta laugardag þegar Haukar komu
í heimsókn í 18. umferð Domino‘s
deildar kvenna. Þessa dagana heyja
liðin sínar orrustur á sitthvorum
enda deildarinnar, Snæfell við topp-
inn en Haukar við botninn. Úrslit
leiksins bera nokkurn keim af stöðu
liðanna í deildinni því Snæfell vann
stóran sigur, 73-49.
Snæfell byrjaði af miklum krafti
en gestirnir komust hvorki lönd né
strönd í upphafi. Eftir þriggja mín-
útna leik var Snæfell komið í 10-0
en Haukakonur ætluðu sér ekk-
ert að gefast upp. Þær settu aukinn
kraft í sinn leik og minnkuðu mun-
inn í 13-12 með góðum kafla en
Snæfell átti lokaorðið í kaflaskipt-
um upphafsfjórðungi og leiddi með
fjórum stigum að honum loknum,
18-14. Snæfell var áfram sterkara
lið vallarins allt til hálfleiks. Þær
bættu nokkrum stigum við forskot-
ið en Haukar minnkuðu muninn í
fjögur stig seint í öðrum fjórðungi
en Snæfell átti lokaorðið og hafði
sjö stiga forskot í hálfleik, 34-27.
Stykkishólmsliðið mætti ákveðið
til leiks eftir hléið, jók forskot sitt
í níu stig en þá tóku Haukakonur
smá sprett og minnkuðu muninn
í fimm stig. Nær komust þær hins
vegar ekki það sem eftir lifði leiks.
Snæfell leiddi með 13 stigum eftir
þriðja leikhluta og stakk svo end-
anlega af í lokafjórðungnum. Þar
skoruðu þær 23 stig gegn aðeins
átta stigum gestanna og unnu að af-
gerandi sigur, 73-49.
Aaryn Ellenberg-Wiley skoraði
24 stig fyrir Snæfell, tók sjö frá-
köst og gaf fimm stoðsendingar.
Berglind Gunnarsdóttir kom henni
næst með 16 stig og þær Gunnhild-
ur Gunnarsdóttir og Rebekka Rán
Karlsdóttir skoruðu níu stig hvor.
Snæfell lyfti sér með sigrin-
um upp í 2. sæti deildarinnar með
26 stig, jafn mörg og Keflavík en
tveimur stigum á eftir toppliði
Skallagríms.
Næst leikur Snæfell gegn Stjörn-
unni í dag, miðvikudaginn 1. febrú-
ar. Sá leikur fer fram í Garða-
bænum. kgk
Snæfell stakk af í lokafjórðungnum
Aaryn Ellenberg-Wiley í leiknum gegn Val síðasta miðvikudag. Ljósm. sá.