Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 19
Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði
síðastliðinn miðvikudag kannabis-
ræktun í húsi á Akranesi og lagði
hald á 16 kannabisplöntur. Lykt
barst frá húsinu og gaf það lög-
reglu tilefni til að kanna hvað þar
væri að finna. Kom í ljós að í hús-
inu leyndust 16 kannabisplöntur
af öllum stærðum.
Einn var handtekinn vegna
málsins en sleppt að lokinni
skýrslutöku. Málið er í rannsókn
hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Plöntunum verður fargað að rann-
sókn lokinni.
kgk
Runnu á kannabislyktina
Kannabisplöntur. Ljósm. Wikimedia Commons.
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Lýsing á breytingu á aðalskipulagi á Akranesi
vegna Sementsreits
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu vegna
breytingar á aðalskipulagi fyrir Sementsreit skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. Breytingin felst í því að iðnaðarsvæði er í breytt í miðsvæði og
íbúðarsvæði auk þess sem hluta hafnarsvæðis er breytt í miðsvæði. Samhliða
breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt.
Lýsing á breytingu á aðalskipulagi á Akranesi
vegna Dalbrautar - Þjóðbrautarreits
Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu
vegna breytingar á aðalskipulagi sem er hluti miðsvæðis M4, milli Dalbrautar og
Þjóðbrautar, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í
því að miðsvæði M4 er stækkað til norðurs og mun svæðið vera með blandaðri
landnotkun. S8/V6/A7 mun minnka að sama skapi. Breyting á deiliskipulagi Dal-
braut-Þjóðbraut verður kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Hægt er að nálgast lýsingarnar á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is
og í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18.
Ábendingar varðandi tillögurnar eiga að vera skriflegar og berast fyrir 20. febrúar
2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar Stillholti 16-18 eða á netfangið
skipulag@akranes.is.
Opinn kynningarfundur
Opinn kynningafundur á lýsingum fyrir Sementsreit og Dalbraut-Þjóðbraut verður
haldinn þann 16. febrúar í sal Grundaskóla á Akranesi frá kl. 18:00 til 20:00.
Nánar auglýst síðar.
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í
ósamsettum einingum, eða lætur okkur um
samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við
líka uppsetningu og endanlegan frágang.
Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUM OG EININGUM
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
HÁGÆÐA ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR
FATASKÁPAR &
RENNIHURÐIR
Opið:
Fyrsta mót Vesturlandsdeildarinnar
í hestaíþróttum fer fram í reiðhöll-
inni Faxaborg í Borgarnesi föstu-
dagskvöldið 3. febrúar. Vesturlands-
deildin er einstaklings- og liða-
keppni en 24 knapar mynda sex,
fjögurra manna lið, sem etja kappi
í sex greinum hestaíþrótta á fimm
kvöldum nú í febrúar og mars.
Húsið verður opnað klukkan
18.00 og hefst dagskrá með setningu
kl. 18.30. Loks er von á fyrsta hesti í
braut kl. 19.00. Keppnisgrein þessa
fyrsta kvöld í Vesturlandsdeildinni
er fjórgangur og lofa mótshaldarar
hörkukeppni þar sem von er á öll-
um sterkustu fjórgöngurum Vestur-
lands. Ráslisti verður birtir í kvöld,
miðvikudag. Aðgangseyrir er 1500
krónur en þó frítt inn fyrir 10 ára
og yngri.
Keppnislið:
Gufudagur/Arnbjörg/Söðulsholt
sendir lið til keppni (fyrirvari er
gerður um endanlegt nafn). Lið-
ið skipa: Gunnar Halldórsson liðs-
stjóri, Styrmir Sæmundsson, Hall-
dór Sigurkarlsson og Iðunn S Svans-
dóttir.
Sigurlið síðasta árs var Snókur/
Cintamani. Það vann mjög öruggan
sigur í deildinni í fyrra en liðsmenn-
irnir hömpuðu liðsplattanum í fjór-
um af fimm greinum. Liðið mætir
aftur til leiks í ár en hefur þó gengið
í gegnum miklar mannabreytingar.
Liðið skipa nú: Heiða Dís Fjeldsted
sem er liðsstjóri, Þorgeir Ólafsson,
Linda Rún Pétursdóttir og Benedikt
Þór Kristjánsson sem er einn núver-
andi liðsmanna sem skipaði sigurlið
síðasta árs.
Lið Leiknis átti góðu gengi að
fagna í fyrra og hafnaði í öðru sæti
liðakeppninnar en átti fulltrúa í
öllum úrslitum. Liðið mætir með
sama mannskap til leiks í ár en ör-
lítil nafnabreyting hefur átt sér stað.
Liðið heitir nú Leiknir/Skáney.
Liðsmenn eru sem fyrr þau Randi
Holaker liðsstjóri, Haukur Bjarna-
son, Berglind Ragnarsdóttir og
Konráð Valur Sveinsson.
Snæfellsku hrossaræktarbúin
Hrísdalur og Berg leggja saman í
púkk og senda á nýjan leik lið í Vest-
urlandsdeildina í vetur. Liðsskipan
er að mestu óbreytt en þó er Lárus
Ástmar hættur en í hans stað kem-
ur Guðný Margrét Siguroddsdóttir.
Liðið skipa því Anna Dóra Markús-
dóttir liðsstjóri, Jón Bjarni Þorvarð-
arson, Siguroddur Pétursson og ný-
liðinn Guðný Margrét.
Lið Eques er undir nýju nafni
Fasteignamiðstöðvarinnar með ör-
litlum mannabreytingum frá síð-
asta ári. Liðið skipa sem fyrr þeir
Guðmundur M. Skúlason liðsstjóri,
Bjarki Þór Gunnarsson og Guð-
bjartur Stefánsson auk þess sem
Þórdís Fjeldsted er gengin til liðs
við þá.
Sjötta og síðasta keppnislið skipa
þau Gyða Helgadóttir, Ólafur Axel,
Thelma Harðardóttir og Marie
Greve Rasmussen. Þegar Skessu-
horn fór í prentun síðdegis í gær
var ekki búið að kynna liðið og því
lá ekki fyrir nafn þess né hver væri
liðsstjóri.
mm
Vesturlandsdeildin
hefst á föstudaginn
Lið Snóks/Cintamani er mikið breytt frá síðasta ári þegar það sigraði í deildinni.