Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 75 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Skipulag.“ Vinningshafi er Auður Sæmundsdóttir, Höfðagrund 7, 300 Akranesi. Sendi- boði Læri Grugg Hagur 501 Brellur Hraði Sprikl- andi Svall Ógn Natni Skortur Múl- asni Væta Nafn- laus Eink.st. Röst Hæð 4 Mikill Spyr Börn Sjón- varps- tæki 6 Skass Tusku 8 Ferð Nál Sérhlj. Ósk Kvakar Reykur Al- gleymi Kaðall Á fæti Lítil Titill Allsgáð Upptök Bónus Saggi Manna- mót Venja Átölur Böl Óreiða Leikni Alltaf Næði Baldin Andar Dreif Tvenna 2 Dvel Tif Stóin Tákn Kjáni Yndi Snjó Kassi Mjaka Ras Samhlj. Viðmót Rífur Gola Að Poki Öldu- rót Vél Sáldra Sómi Veskið Gróður- nál Líkt Skjól Ofsaleg Stafur 5 Svertir Étandi Slá Sögn Dvöl Mál 100 Tvíhlj. Kaffi- brauð Golu Ávani Seppi 3 9 1 Býli Keyra Frá Skinn Hljóð- færi Eins um I 7 Veifa 50 Utan Rák Svik Reiðar 1 2 3 4 5 6 7 8 9 A F T U R B A T I M O T T A L E I F A R R O Ð K R Í T L Y F S N E M M A E U N A T R E I N I R M Æ L S K A R A F L A Ð I A F S A K A R V A L Á Ð U S P I K U X I I Ð I N A R T N A R R A S L E N D T Ó L G Ý R L I R Ö N D S Á H R O S S N G Á K B R Ú S K Ý L S T U N D E I Á R T A L A U N A Ð U R T Ó A F L G Ó L R E N N I R Í S T Ó I L D I É G F A T A T Ð M U N D A S I G U M A R U R N A R R A K U R T Í A H R A M I S T R Ý A U A F A A T L Æ T I L Ú I Ð S K I P U L A GL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Hátónsbarkinn, söngkeppni Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og félagsmiðstöðvarinnar Arn- ardals á Akranesi, var haldinn að kvöldi síðasta þriðjudags. Keppnin fór fram fyrir fullu húsi í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Þar kepptu fjögur atriði frá hvor- um skóla fyrir sig til úrslita. Flytj- endur stóðu sig með stakri prýði, stemningin var góð og almenn ánægja með keppnina. Um und- irleik sá hljómsveit skipuð nem- endum og kennurum skólanna og í dómnefnd sátu þau Kristinn Bragi Garðarsson, Margrét Saga Gunn- arsdóttir og Pétur Óðinsson. Að lokum fór svo að Aldís Inga Sigmundsdóttir í 9. bekk var val- in Hátónsbarki Brekkubæjarskóla, en hún söng lagið Ástfangin. Há- tónsbarki Grundaskóla var Katrín Lea Daðadóttir í 8. bekk, en hún flutti lagið Ex‘s and Oh‘s. Þær Al- dís Inga og Katrín Lea munu síð- an taka þátt í söngkeppni SamVest sem fram fer á morgun, fimmtu- dag, á Hólmavík. Keppa þær þar fyrir hönd Arnardals. Þau atriði sem hafna í tveimur efstu sætum þeirrar keppni tryggja sér síðan sæti í Söngkeppni Samfés sem full- trúar landshlutans, en keppnin fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík laugardaginn 25. mars. kgk Húsfyllir á Hátónsbarkanum Aldís Inga Sigmundsdóttir, Hátónsbarki Brekkubæjarskóla og Katrín Lea Daðadóttir, Hátónsbarki Grundarskóla. Ljósm. Björgvin Þór Þórarinsson. Síðastliðið laugardagskvöld var hið árlega þorrablót félagasamtakanna í Ólafsvík haldið í félagsheimilinu Klifi. Var uppselt á blótið og kom- ust færri að en vildu. Var ekki ann- að að sjá en gestir skemmtu sér kon- unglega og ekki spillti fyrir góðmet- ið sem þeir félagar frá veisluþjónust- unni Galito á Akranesi sáu um. Auk þess voru skemmtiatriði þar sem gert var létt grín af atburðum sem gerst hefur í bænum á liðnu ári. af Húsfyllir á þorrablóti í Ólafsvík Kunnuglegt atriði þegar áhöfn Steinunnar voru færð blóm. Bæjarstjórinn kom við sögu á árinu. Borgnesingurinn Unnur Helga Vífilsdóttir, nemandi á miðstigi í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, tók um liðna helgi þátt í söngkeppn- inni Vox Domini í Salnum í Kópa- vogi. Komst hún í úrslit og varð í fjórða sæti í sínum flokki. Keppt var í þremur flokkum; miðstigs- flokki, framhaldsflokki og opn- um flokki. Á úrslitakvöldinu var einnig valin rödd ársins og var það Marta Kristín Friðriksdóttir sem hreppti þann titil en hún sigraði jafnframt í opnum flokki. Undirleikari með Unni Helgu var móðir hennar Jónína Erna Arnardóttir tónlistarkennari og píanisti. Það er Félag íslenskra söngkennara sem stóð fyrir keppn- inni en í henni taka þátt nemendur í klassískum söng. Lengra komn- ir söngnemendur og nemendur sem lokið hafa grunnprófi eiga þess kost að taka þátt í keppninni. Flestir söngvararnir sem komust í úrslit voru af höfuðborgarsvæðinu, en tveir af landsbyggðinni; Unnur Helga auk nemanda frá Tónlistar- skólanum á Ísafirði. mm Komst í úrslit í keppni söngnemenda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.