Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 201716 VISKUKÝRIN 2017 Hin árlega spurningakeppni Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri fimmtudaginn 9. febrúar og hefst keppnin klukkan 20:00. Nemendur, starfsfólk og heimamenn úr Borgarbyggð munu etja keppni. Spyrill er Logi Bergmann. Skemmtiatriði og sælgætissala í hléi. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er fyrir 14 ára og yngri. Athugið að Viskukýrin er áfengislaus skemmtun! VISKUKÝRIN 2017 Hin árlega spurningakeppni Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri fimmtudaginn 9. febrúar og hefst keppnin klukkan 20:00. Nemendur, starfsfólk og heimamenn úr Borgarbyggð munu etja keppni. Spyrill er Logi Bergmann. Skemmtiatriði og sælgætissala í hléi. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er fyrir 14 ára og yngri. Athugið að Viskukýrin er áfengislaus skemmtun! Hraunfossar og Barnafoss í Hall- mundarhrauni eru fallegir á öll- um árstímum. Þangað koma hóp- ar af ferðamönnum dag hvern óháð árstímum. Iðnaðarmenn sem eru að störfum við uppbyggingu veitinga- húss við Hraunfossa segja með ólík- indum sú mikla umferð sem er að fossunum nú um hávetur. Meðfylgj- andi mynd tók starfsmaður Into the Glacier, fyrirtækisins sem heldur uppi reglulegum ferðum í ísgöngin í Langjökli. „Það er upplagt að stoppa þarna á leið í Húsafell þaðan sem haldið er í ferð í ísgöngin,“ segir á fa- cebooksíðu Into the Glacier. mm Hraunfossar í vetrarham Síðasta haust steig Gréta Sigurð- ardóttir til hliðar sem hótelstjóri á Hótel Egilsen í Stykkishólmi og við starfinu tók Elín Ragna Þórðardótt- ir. Hún er fædd í Hólminum og sleit þar barnsskónum og virðist alltaf sækja heim aftur þó hún bregði sér frá til lengri eða skemmri tíma. „Ég er fædd hérna og uppalin og er voða mikill Hólmari, mjög heimakær þó ég hafi ekkert á móti Reykjavík. Mér leið vel þegar ég bjó þar en mér þykir alltaf voða vænt um Hólminn. Ég bjó hérna þangað til ég fór í framhalds- Gistirekstur breyttist í hótelstjórnun „Á litlu hóteli er hótelstjórinn dálítið allt í öllu og þarf sífellt að vera tilbúinn“ skóla, kom síðan aftur eftir hann. Næst fór ég í háskóla og kom aft- ur heim. Svo fór ég enn einu sinni í burtu en sneri aftur síðasta sumar og er búin að vera síðan þá,” segir Elín og hlær við. Kom upp í hendurnar á henni Það var einmitt síðasta sumar sem hún tók við daglegum rekstri gisti- heimilisins Bænir & brauð og síð- an Hótel Egilsen á haustmánuðum. Hún kveðst ekki hafa stefnt að hót- elrekstri í námi, ekki lært neitt sem tengist starfinu heldur lokið prófi í íþróttafræði. En hvernig kemur það til að íþróttafræðingur gerist hótel- stjóri? „Ég veit það eiginlega ekki,“ segir Elín og hlær við. „Hún Gréta treysti mér bara fyrir þessu,“ bætir hún við. „Ég vann á hótelinu áður, byrjaði þar fyrir fjórum árum síðan en flutti síðan til Reykjavíkur, eftir að mér bauðst 100% staða við kennslu. Eftir að ég flutti suður kom ég allt- af heim í Hólminn á sumrin og vann á Egilsen. Síðan gerðist það að hún spurði mig síðasta vor hvort ég væri til í að koma vestur og sjá um gisti- húsið Bænir & brauð í eitt ár. Ég ákvað að stökkva á það og tók við þeim rekstri í júní síðasta sumar. Síð- an breyttist það eiginlega bara í hótel- stjórnun líka,“ segir Elín og hlær við, en hún hefur séð um allan daglegan rekstur hótelsins síðan í október síð- astliðnum. „Þetta kom eiginlega bara upp í hendurnar á mér,“ segir hún og bætir því við að hún kunni því vel að reka lítið hótel og gistiheimilis í Stykkishólmi. „Mér líkar vel, ég er að vinna með skemmtilegu fólki og fæ góða aðstoð við ýmis verk, bæði frá Grétu sjálfri og fleirum. Svo er líka gaman að taka á móti ferðamönnum, þó þeir geti auðvitað verið mismun- andi, á bæði jákvæðan og neikvæðan hátt.“ Sumrið að verða fullbókað Á Hótel Egilsen eru tíu herbergi og þar starfa að jafnaði sex til átta manns eftir árstíðum. Á gistiheimilinu Bæn- ir & brauð eru fjögur herbergi og ein stúdíóíbúð og er umsjón þess alfar- ið í höndum Elínar. Báðir staðirnir eru opnir allan ársins hring og Elín segir rekstur beggja staðanna ganga prýðilega um þessar mundir. „Það er auðvitað minnst að gera akkúrat á þessum árstíma, en ég myndi segja að reksturinn gangi vel og að kom- andi tíð líti vel út. Það stefnir í að það verði meira að gera í febrúar en verið hefur. Bókanir eru góðar, það er að verða fullbókað á Egilsen í sumar og nánast fullbókað á Bænum & brauði líka, frá því í maí og alveg fram í sept- ember,” segir hún og bætir því við að henni þyki ferðamannatímabilið allt- af vera að lengjast. „Það var mikið að gera hjá okkur alveg fram í nóvember á síðasta ári. Ég held að allir séu sam- mála um það að ferðamannatímabil- ið er alltaf að lengjast ár frá ári.“ Að mörgu að huga Aðspurð hvað hafi komið henni á óvart við gistireksturinn segir hún að það sé helst að hve mörgu sé að huga. „Það eru ekki síst allir þessir litlu hlutir sem maður hafði aldrei velt fyrir sér áður. Til dæmis hafði ég aldrei gert vaktaplan fyrr og þurfti að læra það. Þá þarf ég að panta inn ákveðna hluti og stöðugt að vera að huga að því að öll smáatriði séu í lagi. Ef ein hurð inn á herbergi lokast ekki almennilega þá þarf að laga það strax, alls konar svona lít- il atriði sem mér hafði aldrei dottið í hug og ég átti ekki von á að ég þyrfti að sjá um,“ segir Elín. „Á litlu hóteli eins og Egilsen er hótelstjórinn dá- lítið allt í öllu og þarf alltaf að vera tilbúinn. Ef það vantar eitthvað þarf maður að vera tilbúinn að stökkva til og getur átt von á að þurfa að vinna langt fram á kvöld með stuttum fyr- irvara,“ segir hún en bætir því við að það sé bara hluti af starfinu. „Mér finnst allt í lagi að það sé svoleiðis. Auðvitað er maður stundum latur og vildi heldur vera heima, en það þýð- ir ekkert. Maður þarf bara að gera þetta því það er enginn annar sem reddar hlutunum,“ segir Elín Ragna Þórðardóttir að lokum. kgk Elín Ragna Þórðardóttir, hótelstjóri á Hótel Egilsen í Stykkishólmi. Hér á Mannamóti í ferðaþjónustu ásamt Jóni Viðari Páls- syni, starfsmanni Egilsen. Hótel Egilsen. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Starfólk óskast í veiðihús í Borgarfirði sumarið 2017 Störfin sem um er að ræða: Umsjón með morgunverði fyrir veiðimenn og frágangur á herbergjum Þjónusta við veiðimenn og frágangur á veiðihúsi, sjá um uppgjör og fleira í samráði við matreiðslumann Skemmtileg og fjölbreytt vinna sem býður upp á sveigjanlegar vaktir Reynsla er kostur en ekki æskileg. Viðkomandi verður að vera 18 ára eða eldri. Vinnsamlegast sendið umsókn með ferislkrá á viktoro@simnet.is Öllum umsóknum verður svarað SK ES SU H O R N 2 01 7

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.