Skessuhorn


Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.02.2017, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 11 S K E S S U H O R N 2 01 7 Frístundafulltrúi Laust er til umsóknar starf frístundafulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins er varða frístundastarf, viðburðastjórnun og kynningarstarf. Um nýtt starf er að ræða og mun viðkomandi fá tækifæri til að taka þátt í mótun þess. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Umsjón og skipulag frístundastarfs fyrir alla aldurshópa. Umsjón með rekstri íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar. Skipulag og umsjón leikjanámskeiða og vinnuskóla. Viðburðastjórnun og kynningarstarf. Mótun og skipulagning forvarnarstarfs. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og skipulagi íþrótta- og æskulýðsmála eða sambærilegum störfum er mikilvæg. Reynsla af stjórnunarstörfum á vettvangi félagsstarfa, íþrótta- og æskulýðsmála er æskileg. Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um starf frístundafulltrúa Hvalfjarðarsveitar er til og með 17. febrúar 2017. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi. Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes, eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is. Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 630 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar eru næg og fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á iðnaðarsvæðinu við Grundartanga með fjölmörgum iðnfyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is. GRUNDARFIRÐI Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) leitar eftir sjúkraþjálfara við heilsugæslustöðina í Grundarfirði sem tæki að sér sjálfstæðan rekstur sjúkraþjálfunar í samstarfi við stjórnendur stofnunarinnar. Nýlega innréttuð vinnuaðstaða er til staðar sem búin verður út í samræmi við fyrirhugaða þjónustu. Fjölbreyttir möguleikar eru á Snæfellsnesi, t.d. í tengslum við sjúkraþjálfara HVE í Stykkishólmi, Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði og starfsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellsness í Grundarfirði. Lögð er áhersla á metnað, skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Íslenskukunnátta áskilin. Nánari upplýsingar veitir Ásthildur E. Erlingsdóttir. Áhugasömum er bent á að hafa samband við hana í síma 432-1350 eða á netfangið asthildur.erlingsdottir@hve.is. Umsóknir sem greina frá menntun, reynslu og fyrri störfum eða starfsemi, ásamt staðfestingu prófskírteina sendist á netfangið asthildur.erlingsdottir@hve.is eða á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, bt. Ásthildur Erlingsdóttir, Hrannarstíg 7, 350 Grundarfjörður. Umsóknum má einnig skila rafrænt með því að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu stofnunarinnar, www.hve.is, undir flipanum Laus störf. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar 2017. Öllum umsóknum verður svarað. Sjúkraþjálfari hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Grundarfirði SK ES SU H O R N 2 01 7 Dyr Krambúðarinnar voru opn- aðar fyrsta sinni fyrir viðskipta- vinum á Akranesi klukkan 13 síð- astliðinn fimmtudag. Verslunin er undir nýju vörumerki sem Sam- kaupskeðjan er að byggja upp og nefnist Krambúð og er verslunin á Akranesi fjórða þessarar tegund- ar á landinu. Verslunin er til húsa að Garða- grund 1, þar sem Grundaval og nú síðast Samkaup Strax hafa ver- ið til húsa. Hefur húsnæðið ver- ið endurnýjað og endurinnréttað að töluverðu leyti, í stíl við aðrar Krambúðir á landinu. „Hönnun Krambúðarinnar miðast af því að vísa til íslenskr- ar náttúru þar sem birki, grjót, hraun og sina ræður ríkjum. And- rúmsloftið á að vera létt með ein- földu og stílhreinu litavali og á upplifunin að taka mið af því,“ sagði Gísli Gíslason rekstrarstjóri þegar hann sýndi blaðamanni nýju verslunina. „Í Krambúðinni er lagt upp með að viðskiptavin- ir geti orðið sér úti um þær vörur sem þarf til heimilisins hverju sinni á hagstæðu verði. Fyrir fólk sem er á ferðinni eða þá sem vant- ar skyndilausnir verður boðið upp á bakað á staðnum, tilbúna rétti, samlokur, tilbúin salöt og kaffi,“ segir. Opnunartíminn verður sem hér segir; frá klukkan 8.00-23.30 virka daga og kl. 9.00- 23.30 um helgar. kgk Krambúð var opnuð á Akranesi á fimmtudaginn Húsnæðið hefur verið endurnýjað og endurinnréttað að nokkru leyti. Starfsfólk Krambúðar, f.v. Árdís, Valdís Hrönn, Gísli rekstrarstjóri, Marinó og Þórhildur. Þórhildur afgreiðir einn af fyrstu viðskiptavinum Krambúðar á Akranesi. Keyptir voru bananar. Boðið er upp á brauðmeti bakað á staðnum. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.