Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. júLí 2017 7 Heilbrigðisstofun Vesturlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga Starfsstöðvar: Starfsmannaheilsuvernd Norðuráli Sjúkrahúsið Akranesi Heilsugæslustöð Akarnesi (skólahjúkrun, heimahjúkrun) Heilsugæslustöð Borgarnesi Um er að ræða bæði vaktavinnu og dagvinnu. Hugsanlega hægt að starfa á fleiri en einni starfsstöð. Starfshlutfall er samkomulag. Hæfnikröfur Lögð er áhersla á faglegan metnað, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Íslenskt hjúkrunarleyfi Góða tölvukunnáttu, góða íslenskukunnátta, ökuleyfi Laun greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Fíh og fjármálaráðherra og stofnanasamningi HVE. Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn til að skoða. Umsóknarfrestur er til 17. Júlí 2017 Nánari upplýsingar gefur Rósa Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, netfang: rosa.marinosdottir@hve.is Umsóknir sendist á netfangið rosa.marinosdottir@hve.is Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá auk afrits af hjúkrunarleyfi og prófskírteinum. Umsóknareyðublöð er að finna á http://www.hve.is/islenska/hve/laus-storf/ Öllum umsóknum verður svarað. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa GAMLI SKÓLI YNDISGARÐAR SKÓLA- STJÓRAHÚS F R Ú A R G A R Ð U R HALLDÓRSFJÓS SKEMMAN KAFFIHÚS GRUNNSKÓLI ENGJAR LANDBÚNAÐARSAFN B Ú T Æ K N I- H Ú S GAMLA-BÚT HVANNEYRI PUB ULLARSEL BÓKALOFTIÐ LEIKFIMIHÚS MARKAÐUR HVANNEYRARHÁTÍÐ 8.júlí KL. 13.30 - 17 # HVANNEYRARHATID / NÁNARI DAGSKRÁ Á FACEBOOK Ókeypis aðgangur í LANDBÚNAÐARSAFN ÍSLANDS / Heimsókn Fornbílafjelags Borgarfjarðar* / TÓVINNA á vegum Ullarselsins / VEITINGASALA & MARKAÐUR á Hvanneyrartorfunni / SKEMMTIDAGSKRÁ kerruferðir, ratleikur og leikir fyrir börn, / LEIÐSÖGN um gömlu torfuna / ÍSBÚÐIN VALDÍS mætir* / SUMARLIST 2017 opnun á listsýningu / Sýning á íslenskum LANDNÁMSHÆNUM / BIRKIÐ sem erfðaauðlind / Saga HVANNEYRARKIRKJU sögð / BÓKALOFTIÐ Halldórsfjósi / HÚSDÝR á svæðinu / Leiðsögn um YNDISGARÐA / og fleira / Allir velkomnir! *ef veður leyfir Undanfarin tvö ár hefur ver- ið uppi óvissa um lögmæti vatns- töku Veitna ohf. úr vatnsbóli Ak- urnesinga í Berjadalsá. Málavextir eru þeir að 7. október 2015 barst Orkuveitu Reykjavíkur bréf frá lögmanni Hólmsbúðar ehf., en fé- lagið keypti landið Ytri-Hólmi I árið 2013 og eignaðist þar með ásamt Ytri-Hólmi II hluta lands sem nær yfir vatnsból Akurnesinga og Veitur ohf. reka. í bréfinu var óskað eftir því að fyrirtækið Veitur gengi til samninga við Hólmsbúð um greiðslur fyrir afnot af landi og vatnsréttindum úr vatnsbóli Akur- nesinga í Berjadalsá. í svarbréfi OR tveimur dögum síðar benti OR á að Pétur Ottesen, fyrrum alþingis- maður og þáverandi eigandi Ytri- Hólms, hafi afsalað sér réttindum til vatnstöku í Berjadalsá 15. mars árið 1958. Lögmenn Hólmsbúðar ehf. töldu það ekki geta staðist þar sem afsalið hafði ekki verið fært inn í veðmála- bækur sýslumannsembættis Mýra- og Borgarfjarðarsýslu á sínum tíma og afsalinu því ekki þinglýst. Veit- ur gerðu þá kröfu að sýslumaður Vesturlands leiðrétti það og færði afsalið frá 1958 til þinglýsingabók- ar. Hafnaði sýslumaður kröfunni og hófst þá dómsmál þar sem Veit- ur ohf. kröfðust þess að ákvörð- un sýslumanns yrði felld úr gildi en Hólmsbúð ehf. krafðist þess að ákvörðun sýslumanns yrði staðfest. Eigandi og ábúandi Ytri-Hólms II gerði ekki kröfu í málinu en taldi að fallast ætti á kröfu Veitna um að færa afsalið í þinglýsingabók. Dómur var kveðinn upp í hér- aðsdómi Vesturlands 6. júní síðast- liðinn. Var niðurstaða dómsins að ákvörðun sýslumanns yrði felld úr gildi og lagt fyrir hann að færa um- rætt afsal frá 1958 í þinglýsingabók embættisins. Byggði dómurinn á því að næg sönnunargögn væru fyrir því að aðeins væri um mis- tök að ræða að afsalið hafi ekki ver- ið fært inn í veðmálabækur sýslu- mannsembættisins á sínum tíma. Benti dómurinn á að í afsalinu væri texti þess efnis að afsalið hefði ver- ið móttekið og nafn og embættis- merki jóns Steingrímssonar þáver- andi sýslumanns stimplað á skjalið. Þá hafi einnig verið límt á skjalið stimpilmerki sem staðfesti að það hafi verið greitt. Taldi dómurinn því að óumdeilanlegt væri að sýslu- manni Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hafi borist afsalið 27. mars 1958 og það verið gert tækt til þinglýsingar en mistök hafi orðið til þess að ekki var gengið frá þinglýsingunni. bþb/ Ljósm. kgk. Dómur upp kveðinn í vatnsréttindamáli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.