Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 4. júLí 2017 21 Ólafsvíkurvakan tókst með ágætum og veðrið lék við fólk Fjölmenni var á bæjarhátíðinni Ólafsvíkurvöku sem fór fram um síðustu helgi. Veðrið lék við íbúa og gesti sem nutu dagskrár í sól og blíðu. Hátíðin hófst á föstudag með opnun handverks- og myndlist- arsýningar í Átthagastofunni. Þar sýndu verk sín Vagn Ingólfsson og Metta íris Kristjánsdóttur. Dorg- keppni var fyrir börn á bryggjunni og að vanda voru margir sem tóku þátt. Allir keppendur fengu verð- launapening og grillaðar pylsur að launum. í Frystiklefanum í Rifi voru tónleikar með jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar og voru þeir vel sóttir. Dagskrá föstudags- ins lauk svo með bryggjuballi það sem hljómsveitin Meginstreymi spilaði. Á laugardag hófst dagskráin með Snæfellsjökulshlaupinu sem var ræst frá Arnarstapa og hlaupið yfir jökulháls. Metþátttaka var í hlaup- inu að þessu sinni en 215 hlaupar- ar tóku þátt. Þetta er í sjötta skipti sem hlaupið er haldið. í karlaflokki sigraði Bjarki Freyr Rúnarsson á tímanum 01:40:38 en í kvenna- flokki Elísabet Margeirsdóttir á tímanum 01:46:17. Mörg skemmtiatriði voru í boði fyrir börnin á laugardaginn. Nefna má veltibíl, vatnabolta, íþrótta- álfurinn mætti og margt fleira var í boði. Ólafsvíkurvöku lauk svo með hátíðardagskrá í Sjómanna- garðinum, skrúðgöngur voru úr öllum hverfum sem sameinuðust að endingu. Keppt var um best skreytta hverfið og var appelsínu- gula hverfið með besta skemmtiat- riðið. Að endingu var svo brekku- söngur sem Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar sáu um. Dans- leikur var í félagsheimilinu Klifi þar sem hljómsveitin Albatross lék fyrir dansi. af Keppendur í Snæfellsjökulshlaupinu kæla sig niður í bæjarlæknum að hlaupinu loknu. Þessi unga dama sigraði í dorgkeppninni með stærsta fiskinn sem var rúmlega kílós þungur ufsi. Sigurvegarar í Snæfelsjökulshlaupinu; Bjarki Rúnarsson og Elísabet Margeirs- dóttir. Vagn Ingólfsson og Mettu Íris voru með sýningu á verkum sínum í Átthagastof- unni. Appelsínugula hverfið var með besta skemmtiatriðið og hér sést hópurinn syngja með í brekkusöngnum. Markaður var og hér má sjá ungar dömur frá Kenya selja vörur til þess að styrka skólagöngu barna í heimalandi þeirra. Fjör í brekkusöngnum; íbúar og gestir vel skreyttir. Íþróttaálfurinn skemmti börnum á Þorgrímspalli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.