Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 201710 Skessuhorn greindi frá því í síðustu viku að Akraneskaupstaður ætlar að innrita leikskólabörn oftar á ári en hingað til hefur aðeins verið innrit- að í leikskóla í ágúst. Skortur hefur verið á plássi hjá bæði dagforeldr- um og leikskólum að undanförnu og sagði Þórður Guðjónsson, for- maður skóla- og frístundarráðs, í samtali við Skessuhorn í síðustu viku, að sveitarfélagið þyrfti bæði að leita að skamm- og langtíma- lausnum til að greiða úr vanda- málinu. Skóla- og frístundarráð Akra- neskaupstaðar fundaði í vikunni sem leið þar sem ráðið fól sviðs- stjórum skipulags- og umhverfis- sviðs og stjórnsýslu- og fjármála- sviðs að taka saman upplýsingar og gögn um húsnæði sem gæti nýst til bráðabirgða til þess að mæta auk- inni eftirspurn um leikskólapláss. Þórði Guðjónssyni var falið að koma með tillögur að lausnum á því vandamáli sem uppi er á fund ráðsins 25. júlí næstkomandi og er þessi skoðun á aukningu á leik- skólaplássi hluti af þeirri vinnu. „Það er stór árgangur að byrja hjá okkur á leikskóla, 124 börn sem er öllu meira en við erum vön. Á sama tíma þurfum við að vera með frá- tekið pláss fyrir börn á leikskóla- aldri sem flytja í sveitarfélagið. Ungt fólk með börn á leikskóla- aldri er í auknum mæli að flytja til Akraness svo búast má við töluverði aukningu á leikskólum bæjarins á næsta ári. Við þurfum að bregðast við með bæði skamm- og langtíma- lausnum. Ein af þeim skammtíma- lausnum sem við horfum til núna er að auka leikskólapláss. Á þessum tímapunkti hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig það verður gert en við skoðum alla möguleika t.d. hvort nýta megi eitthvað hús- næði sem fyrir er á Akranesi,“ segir Þórður. „Það er ágætt að taka það fram að þrátt fyrir að við séum að leita leiða til að auka leikskólpláss þá stendur ekki til eins og er að ungbarnaleik- skóli taki til starfa á Akranesi. Við erum byrjuð að vinna að langtíma- markmiðum og erum að ganga frá nýjum þríhliða samningi milli bæj- arins, dagforeldra og foreldra en áður var aðeins tvíhliðasamningur dagforeldra og foreldra. Með því erum við að tengja bæinn betur við starfsemi dagforeldra. Við erum á fullu að vinna í þessum málum og þau skýrast betur í næsta mánuði,“ segir Þórður að endingu. bþb Þrír fjárfestar sem eru landeig- endur að Hraunsási II í Hálsasveit í Borgarfirði hyggjast hefja inn- heimtu aðstöðugjalds á bílastæðum við Hraunfossa. Gjaldtökuna ætl- uðu þeir að hefja síðastliðinn laug- ardag, 1. júlí, en urðu að fresta því í ljósi þess að slík innheimta er al- mennt talin brjóti í bága við nátt- úrverndarlög þar sem segir að slík gjaldtaka inn á friðlýst svæði krefj- ist leyfis hlutaðeigandi stofnunar, sem er Umhverfisstofnun. Hyggjast landeigendur, með fyrirtækið Berg- risa sem framkvæmdaaðila, inn- heimta 1000-2000 króna aðstöðu- gjald af smábílum sem lagt er við fossana, en hlutfallslega mun það gjald hækka fyrir jepplinga, jeppa og hópferðabíla, upp í 6000 krónur fyrir rútur. Markmiðið með gjald- tökunni er að sögn landeigenda að bæta aðstöðu á bílastæðum. Eig- endur jarðarhlutans Hrausáss II eru þrír þekktir fjárfestar sem víða hafa komið við í viðskiptalífinu á liðnum árum. Þetta eru þeir Lárus Blöndal hrl. og forseti íSí, Guðmundur A Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi ásamt Aðalsteini Karlssyni. Þremenningarnir keyptu Hrauns- ás II fyrir nokkrum árum og liggur þessi hluti jarðarinnar að fossunum og nær m.a. yfir um 90% af núver- andi bílastæðum. Nokkur bílastæði eru í eigu annarra og leigð af nú- verandi veitingaaðilum við fossana. Fjárfestarnir og eigendur Hraunsáss II hafa ekki lagt neina fjármuni í uppbyggingu ferðaþjón- ustu við Hraunfossa; bílastæði né vegagerð. Landið við Hraunfossa er friðlýst og í umsjón Umhverf- isstofnunar sem samkvæmt nátt- úruverndarlögum þarf að heimila ef taka á upp gjaldtöku. Bílastæðin eru í eigu og umsjón Vegagerðar- innar. Fyrirhuguð gjaldtaka er sam- kvæmt heimildum Skessuhorns í mikilli andstöðu við forsvarsmenn Umhverfisstofnunar, Vegagerðar og sveitarfélagsins Borgarbyggð- ar og þjónustuaðila á svæðinu sem nýverið lögðu í tugmilljóna fjár- festingu við uppbyggingu veitinga- staðar. Gjaldtaka inn á bílastæði við fossana þýddi forsendurbrest fyrir þá. Umhverfisstofnun er heimilt að beita dagssektum kjósi landeigend- ur að hefja innheimtu bílastæða- gjalda án heimildar. „Í andstöðu við okkur“ „Að gefnu tilefni viljum við rekstr- araðilar veitingastaðarins við Hraunfossa taka fram að við kom- um engan veginn að þessari gjald- töku og erum andsnúin henni,“ segir í tilkynningu sem send var út á föstudagsmorgun í framhaldi fréttar um málið. Snorri jóhann- esson, sem ásamt fjölskyldu sinni stendur að veitingastaðnum við Hraunfossa og hefur auk þess ver- ið landvörður á svæðinu undanfar- in ár, segir í samtali við Skessuhorn að fjölskylda hans hafi farið af stað í þessa fjárfestingu á síðasta ári í góðri trú um að vera þarna í skjóli Umhverfisstofnunar og ríkisins sem hefur umsjón með friðlýstum svæðum. „Okkar uppbygging hér er og hefur verið í góðu samstarfi við sveitarfélagið og hlutaðeigandi stofnanir ríkisins,“ segir Snorri. „Fyrir okkur lítur þetta þannig út að landeigendur sem keyptu spildu úr landi Hraunsáss fyrir nokkrum árum ætla sér að hagnast á land- inu. Ég óttast að ef af þessu verður sé um forsendubrest fyrir okkur að ræða,“ segir Snorri. Styrk haldið í gíslingu Framkvæmdasjóður ferðamanna- staða úthlutaði á þessu ári 22 milljónum króna til endurbóta og stækkunar á bílastæðum við Hraun- fossa til að mæta vaxandi fjölda gesta sem þangað koma. Ekki hef- ur verið ráðist í framkvæmdir fyr- ir þann styrk og samkvæmt heim- ildum Skessuhorns er væntanleg- um styrk nú haldið í gíslingu land- eigenda og framkvæmdaaðila sem segjast í fréttatilkynningu ekki hafa sótt um umræddan styrk né ætla að þiggja hann. 22 milljóna króna styrkur er því í andstöðu land- eigenda að Hraunsási II sem ætla sjálfir að kosta stækkun bílastæða, þrif, hálkuvarnir og annað, en hefja strax gjaldtöku til að kosta fram- kvæmdir. „Stýra umferð til að hámarka nýtingu“ Þrír fulltrúar landeigenda að Hraunsási II hittu rekstraraðila að veitingasölu á fundi nýverið. í minnisblaði eftir þann fund skrifa þeir Kristján Elvar Guðlaugsson, Guðlaugur Magnússon og Heiðar Sigurðsson, fulltrúar landeigenda og tengdir fyrirtækinu Bergrisa, að þeir ætli; „að starta því að taka þjónustugjald af bílum og ferða- þjónustu aðilum á svæðinu í sam- ráði við landeigendur að Hrauns- ási 2. Við munum verða með land- verði á staðnum sem eru merktir og munu aðstoða bílstjóra við að leggja svo við hámörkum fjöldann hverju sinni. Það sem við sjáum fyrir okkur [að] gera og hafa um- sjón með er: Stýra umferð til að hámarka nýtingu á svæðinu, sjá um að moka, sanda og salta á svæðinu, sjá um allt rusl á svæðinu og kom- um upp ruslafötum á svæðið sem vantar núna. Við ætlum líka að laga bílsastæðin núna strax svo þetta verði bjóðandi bílum sérstaklega í innkeyrslunni. Einnig að hefja undirbúning að stækka bílastæðin en við teljum það ekki ráðlegt akk- úrat núna í sumar, fara frekar í það í vetur þ.e. fyrir áramótin.“ Munu funda um málið Eftir að fréttir voru fluttar um mál- ið í ýmsum fjölmiðlum síðastliðinn föstudag, daginn fyrir fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðunum, ákváðu landeigendur Hraunfossa og fram- kvæmdaaðilar í umboði þeirra að fresta því um nokkra daga að hefja gjaldtöku. „Áætlað var að hefja gjaldtökuna klukkan 08.00 á laug- ardag en vegna vegna mótstöðu Vegagerðarinnar, Umhverfisstofn- unar og veitingamanns á svæð- inu verður það ekki gert að svo stöddu, eða þar til óvissu um rétt- inn til tökunnar hefur verið eytt,“ segir í fréttatilkynningu sem Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill hjá Kvis sendi út í umboði fram- kvæmdaaðila og landeigenda á tí- unda tímanum síðastliðinn laugar- dagsmorgun. Þá skrifar Hödd einn- ig: „Framkvæmdaaðilar verkefnis- ins vilja koma á framfæri að mik- il þörf er á að bæta bílastæðið og umhverfið við fossana. Ársskýrslur Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða styðja það álit og segir til dæmis í skýrslu stofnun- arinnar frá árinu 2013: „Bílastæði eru orðin afskaplega illa farin og subbuleg.“ í lok yfirlýsingar land- eigenda segir: „Strax eftir helgi ætla framkvæmdaaðilar og landeig- endur að óska eftir fundi með Um- hverfisstofnun til að ræða ástandið við Hraunfossa og vonandi finnst lausn svo hægt verði að gera svæðið öruggara og fallegra fyrir þá ferða- menn sem þangað koma.“ mm útlit er fyrir að berjaspretta verði mjög góð um vestanvert landið nú í sumar. Meðfylgjandi mynd var tekin af bláberjalyngi í uppsveit- um Borgarfjarðar um helgina og sýnir að bláber eru byrjuð að taka á sig lit. Veður hefur verið hagstætt fyrir allan gróður í vor og það sem af er sumri, fremur hlýtt en einn- ig næg rekja. Einkum var veðráttan í apríl og maí hagstæð og byrjuðu sætukoppar að blómstra snemma í júní. Ef veðrið verður hagstætt fyrir berjalyng og gróður almennt næstu vikur má fastlega gera ráð fyrir að hægt verði að kíkja til berja fyr- ir mánaðamót. Það er tveimur til þremur vikum fyrr en í meðalári. mm/ Ljósm. gó Landeigendur hyggjast hefja gjaldtöku á bílastæðum Bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði. Líkur á afar góðu berjasumri Auka leikskólapláss á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.