Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Síða 4

Skessuhorn - 05.07.2017, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Skemmdarverkamenn ganga lausir Það er nú svo að fréttir liðinnar viku ættu að öllu óbreyttu að endurspegla þann veruleika sem við búum við. Að einhverju leyti er það svo en þó alls ekki alltaf. Ég kýs nefnilega að trúa því að það flokkist sem undantekning að fólk sé látið greiða 400 krónur fyrir tepoka án vatns á hóteli eða 1200 krónur fyrir smurða brauðsneið í bakaríi. Þetta eru atriði sem ég hef hnot- ið um á samfélagsmiðlum og öðrum fjölmiðlum undanfarna daga. Það er nefnilega staðreynd að stórir fjölmiðlar lepja oft upp vitleysuna af sam- félagsmiðlum þegar einhver í fýlukasti kýs að láta ljós sitt skína. Einkum er hætt við þessari eftiröpun á sumrin þegar óvanir blaðamenn leysa þá vönu af á stóru miðlunum, samanber fyrirsögn á mbl.is í fyrradag þar sem sagði orðrétt: „Keyrt á hátt í 155 kindur.“ Sú frétt sem mér finnst persónulega standa upp úr og snertir okkur Vest- lendinga mest af tíðindum liðinnar viku er framferði fjárfesta sem fyrir nokkrum árum keyptu hluta úr jörðinni sem liggur sunnan við Hraunfossa. Af öllu því sem ég hef séð, heyrt og lesið um þetta mál, finnst mér enginn vafi leika á að hér ætla eigendur þessa lands að græða mikla peninga á stutt- um tíma. Ætla að hefja gjaldtöku á bílastæði inn á friðlýst svæði án þess að hafa á nokkrum tímapunkti lagt krónu í uppbyggingu, vegagerð, stíga eða annað, enda allar þessar framkvæmdir kostaðar af hinu opinbera. Reyndar voru þessir fjárfestar kveðnir í kútinn daginn áður en gjaldtaka átti að hefj- ast. Þeim var bent á að slíkt bryti í bága við náttúruverndarlög enda þarf Umhverfisstofnun að heimila slíka gjaldtöku áður en af henni getur orðið. Þessir sömu fjárfestar eiga í sameiningu fremur bágborna viðskiptasögu. Hafa reyndar verið misjafnlega lunknir við að fela slóð sína. Flinkastur hef- ur Lárus L Blöndal forseti íSí verið við það. Hann var við síðasta stjórnar- kjör í íSí kosinn þar rússneskri kosningu. Guðmundur frá Núpum, við- skiptafélagi hans, hefur að baki risastórt gjaldþrot. Keypti upp fjölda jarða í nafni Lífsvals á árunum fyrir hrun en er þekktastur fyrir að misfara með sjóð sem fjarskyld amerísk frænka hans fól honum að úthluta úr styrkjum til langveikra barna í Bandaríkjunum og íslandi. Nú eru þessir pörupiltar byrj- aðir hreina og klára skemmdaverkastarfsemi, nú á Vesturlandi. Ég vil taka fram að ég hef ekkert á móti því að landeigendur þar sem það á við hefji gjaldtöku inn á viðkvæm svæði, sem án fjárfestingar eða stuðn- ings hins opinbera til framkvæmda, bæru ekki þann fjölda gesta sem um þau fara. Til dæmis finnst mér sjálfsagt mál að eigendur Helgafells í Helga- fellssveit rukki gesti um nokkrar krónur til að standa straum af stígagerð, vörslu og hreinlæti. Þetta á hins vegar ekki við um þremenningana sem eiga hluta af Hraunsásslandi í Borgarfirði. Þeir hafa nú hafnað rausnarleg- um 22 milljóna króna styrk frá ríkinu sem búið var að úthluta til að standa straum af gerð bílastæða við Hraunfossa. Þeir ætla augljóslega að græða miklu meiri peninga en þá upphæð á stuttum tíma og þeim er nákvæmlega sama þótt t.d. veitingamaður á staðnum fari á hausinn vegna framferðis þeirra og gjörða. Ég viðurkenni fúslega að ég er reiður vegna hátternis þessara manna. Ég mun á þessum vettvangi sem öðrum þar sem ég fæ því við komið berjast gegn ósvífnum peningamönnum sem blygðunarlaust ætla að vinna tjón á kostnað heiðarlegs fólks. Þessa menn ber að stöðva og ætla ég rétt að vona að hið opinbera sýni dug til þess og beiti þeim lögum sem tiltæk eru. Sú umfjöllun sem þessir menn hafa nú kveikt hefur því miður skaðað orðspor ferðþjónustunnar og framtíð hennar á Vesturlandi. Milljónfalt meira en einhver 400 króna tepoki eða 1200 króna brauðsneið. Það er bara léttvægt röfl í samanburði við fyrrgreinda skemmdarverkamenn. Magnús Magnússon. Leiðari Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að bryggju í Grundarfirði síðastliðinn fimmtudag. Þar var á ferðinni franska skipið Le Soleal sem var smíðað árið 2012 og fór í jómfrúarferð sína árið eftir. Skip- ið tekur 264 farþega og er með 139 í áhöfn. Flestir farþeganna stigu beint upp í rútur og fóru í skipu- lagðar ferðir um Snæfellsnesið en nokkrir spókuðu sig um í bænum og sáu hvað Grundarfjörður hef- ur upp á margt að bjóða. Von er á fjölda skipa í Grundarfjörð á næstu vikum. Þannig er til dæmis áætlað að þrjú skip eigi viðkomu meðan bæjarhátíðin Á góðri stund verður haldin, síðar í þessum mánuði. tfk Veiði hófst í Laxá í Dölum síðast- liðinn miðvikudag og tók fyrsti laxinn í fyrsta kasti. Það var Ævar Sveinsson sem kastaði flugunni á Höskuldsstaðastreng og fiskurinn tók með það sama. Fyrsta daginn veiddust átta laxar og margir þeirra tveggja ára og vel vænir fiskar. Lax er komin um alla á. Boltafiskur slapp af hjá einum veiðimanni eftir að flugan festist í háfnum. gb Héraðsdómur Vesturlands hefur kveðið upp dóm í máli sem Verka- lýðsfélag Akraness höfðaði gegn Hvali hf. fyrir hönd starfsmanns í hvalskurði. Krafan sem dómurinn samþykkti laut að sérstakri greiðslu sem getið er um í ráðningarsamn- ingi starfsmanna, en dómurinn féllst á að Hvalur skyldi greiða umrædd- um starfsmanni 455.056 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 19. janúar 2016. Hvalur hf. var einnig dæmd- ur til að greiða 500.000 krónur í málskostnað. Krafa stefnanda var í fjórum liðum og var Hvalur sýkn- aður af þremur þeirra. Ágreiningur málsaðila laut að því að Hvalur hf. hélt því fram að sérstök greiðsla upp á 5.736 kr. fyrir hverja unna vakt, vegna skerðingar á hvíldartíma og ferða til og frá vinnustað, hafi ver- ið inni í vaktavinnukaupi starfs- mannsins, en dómurinn tók und- ir kröfu VLFA um að starfsmenn hefðu mátt skilja ráðningarsamn- inginn þannig að þessi greiðsla væri til viðbótar vaktakaupi. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA telur dóminn hafa fordæm- isgefandi gildi gagnvart öllum þeim starfsmönnum sem unnu hjá Hvali hf. á vertíðunum 2013, 2014 og 2015 og að dómurinn geti því náð til allt að 130 starfsmanna. „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hversu mikið fordæmisgildi þessi dómur hefur í krónum talið, en það má alveg áætla að hann muni kosta Hval hf. um eða yfir 200 milljónir,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Ekki liggur fyrir hvort Hvalur hf. muni áfrýja dómnum, en fyrirækið hef- ur allt af þrjá mánuði til að ákveða það. mm Rekstur Reykhólahrepps var já- kvæður um 39,5 milljónir á síðasta ári, en ársreikningur sveitarfélags- ins var lagður fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar síðastlið- inn föstudag. Rekstrartekjur A og B hluta námu 533,7 milljónum króna á síðasta ári, en þar af námu rekstrar- tekjur A hluta 398,1 milljón. Rekstr- arniðurstaða samstæðu A og B hluta var því sem fyrr segir 39,5 milljónir króna, en niðurstaða A hluta var já- kvæð um 37,1 milljón. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A flokki nam 0,5%, sem einnig er lögbundið hámark, í B flokki nam það 1,32% sem er lögbundið hlut- fall og 1,65% í C flokki, sem er lög- bundið hámark þess með álagi. Heildareignir sveitarfélags- ins námu 626 milljónum króna og heildarskuldir 185,7 milljónum. Eigið fé í árslok 2016 nam 440,3 milljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi en eigið fé A hluta nam 379,1 milljón. kgk/ Ljósm. úr safni. Hvalur hf. dæmdur til greiðslu vangoldinna launa La Soleal en nær liggur hvalaskoðunarbáturinn Láki við flotbryggjuna. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði Jákvæður rekstur Reykhólahrepps Ævar Sveinsson með fyrsta laxinn úr Laxá í Dölum sem tók í fyrsta kasti. Fyrsti laxinn tók í fyrsta kasti

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.