Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.07.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 5. júLí 201726 Hvaða íþrótt þykir þér skemmtilegust? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Kristinn Pétursson „Knattspyrna.“ Hafþór Freyr Hjálmsson „Fótbolti.“ Guðmundur Pálsson „Golf.“ Ásta Jenný Magnúsdóttir „Mér finnst gaman að hjóla mér til ánægju og yndisauka.“ Eva Ósk Gísladóttir „Lyftingar og handbolti.“ Snæfell fram- lengir við fimm leikmenn STYKK: Körfuknatt- leiksdeild Snæ- fells hefur fram- lengt samninga við fimm leikmenn liðs- ins, samið hefur ver- ið við fjórar konur og einn karl. Leikmenn- irnir sem um ræðir eru; Sara Diljá Sigurðardóttir, Berglind Gunnarsdóttir, sem valin var besti leik- maður Snæfells á síðustu leiktíð, Hugrún Eva Valdimarsdóttir, Rebekka Rán Karls- dóttir og Rúnar Þór Ragnarsson. Karlalið Snæfells mun leika í fyrstu deild í vetur en kvennaliðið í efstu deild. -bþb Hörður Ingi kallaður til baka ÓLAFSVÍK: Hörður Ingi Gunnarsson, ungur bakvörður FH, hefur verið í láni hjá Víkingi Ólafsvík í sumar. Hörður hef- ur komið við sögu í sjö leikjum Víkings í Pepsideildinni en hefur nú verið kallaður til baka úr láni. -bþb Kári gerði jafntefli AKRANES: Á Akranesi fimmtudaginn 29. júní tók lið Kára á móti Ægi frá Þor- lákshöfn í þriðju deild karla í knatt- spyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og lauk með markalausu jafntefli. Kári er nú í öðru sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Vængjum Júpíters. Næsti leikur Kára er gegn Dalvík/Reyni næst- komandi laugardag. -bþb Skallagrím- ur heldur sér í toppbaráttunni BORGARNES: Mánudaginn síðasta lék Skallagrímur við Ými í C-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Mark Ýmis skor- aði Birgir Magnússon og mark Skalla- gríms Viktor Ingi Jakobsson. Skallagrím- ur er í toppbaráttu riðilsins í fjórða sæti með þrettán stig, einungis þremur frá toppsætinu. Næsti leikur Skallagríms er mánudaginn 10. júlí gegn Kóngunum. -bþb Snæfell/UDN tapaði stórt SNÆF: Lítið hefur gengið hjá Snæfelli/ UDN í A-riðli fjórðu deildar karla í sum- ar. Liðið hefur fengið á sig 69 mörk í sjö leikjum og fjórtán af þeim komu í 14-1 tapi laugardaginn síðasta. Mark Snæ- fells/UDN skoraði Sindri Geir Sigurð- arson. Næsti leikur Snæfells/UDN er þriðjudaginn 11. júlí. -bþb Laugardaginn 1. júlí var hjólreiða- keppnin jökulmílan haldin á Snæ- fellsnesi. Samtals var um sex hjóla- viðburði að ræða og voru tæplega 130 hjólreiðamenn skráðir til leiks, auk 20 keppenda í Mílusprettinum. Einmunablíða var á laugardaginn og nýttu því margir hjólarar logn- ið og meðvindinn til að bæta skráða tíma. í íslandsmeistaramóti í flokki kvenna sigraði Erla Sigurlaug Sig- urðardóttir mjög örugglega á tím- anum 2:52:48, en konurnar hjóluðu 101 km. í karlaflokki sigraði Anton Örn Elfarsson eftir æsispennandi endasprett við Óskar Ómarsson, Hafstein Ægi Geirsson og Bjarna Garðar Nicolaisson sem komu í mark í þessari röð, vart með sjónar- mun. Karlarnir hjóluðu 161 km og var Anton Örn á tímanum 4:03:52 og bætti þar með fjögurra ára gam- alt met í heilli jökulmílu um tæpar 18 mínútur. íslandsmeistari ungmenna und- ir 23 ára aldri varð Heiðar Snær Rögnvaldsson, en hann hjólaði með körlunum 161 km. í junior-flokkn- um marði Sæmundur Guðmunds- son íslandsmeistaratitilinn eftir hressandi endaspretti við Kristinn jónsson og Sólon Nóa Sindrason, en þeir hjóluðu hálfa jökulmílu sem er 78 km frá Grundarfirði til Stykkishólms og til baka. Þá fór fram almenningsviðburð- urinn jökulmílan sem var ekki hluti af íslandsmeistaramótinu en jafnlöng. í heilli jökulmílu sigraði Eiríkur Þór jónsson á tímanum 4:42:53 karlaflokkinn og kvenna- flokkinn sigraði Eva Margrét Æv- arsdóttir á tímanum 5:00:29. í hálfri jökulmílu sem er 78 km leið sigraði Davíð F. Albertsson á tím- anum 2:10:35 og fyrst kvenna var Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir á tímanum 2:21:49. Loks voru 20 krakkar skráðir í Mílusprett, en þau hjóluðu einn eða tvo hringi um Grundarfjörð, allt eftir aldri, en yngsti keppand- inn var fæddur 2011 og elsti 2004. Keppnisstjóra reyndist þrautin þyngri að fá suma þeirra til að hætta keppni. Það leystist þó þegar kepp- endur voru kallaðir í verðlaunaaf- hendingu þar sem þeir fengu med- alíur, grillaðar pylsur og sleikjó í verðlaun. „Hjólreiðafélagið Hjólamenn þakkar vegfarendum, heimamönn- um og þátttakendum fyrir frábæran hjóladag. Öll úrslit eru birt á vefn- um timataka.net.“ mm Á Akranesi var í síðustu viku hald- in þríþrautin Álmaðurinn. Keppn- in er smækkuð útgáfa af járnmann- inum sem margir þekkja. Álmaður- inn er skipulagður af Sjóbaðsfélagi Akraness í samstarfi við Björgunar- félag Akraness og íA. Álmaðurinn í ár hófst við Akraneshöll þar sem keppendur hjóluðu upp að Akra- fjalli en leiðin er 5,5 kílómetrar, 1,3 km á malbiki og 4,2 km á möl. Eftir hjólaferðina uppeftir þurftu kepp- endur að ganga upp á Háahnúk og svo var hjólað til baka frá Akrafjalli að Langasandi. Á Langasandi tók við 400 metra sund í sjónum og þar með kláraðist keppnin. Keppt var bæði í einstaklings- og liðakeppni í Álmanninum og var þátttaka góð í ár. Fimm lið; átta konur og átján karlar tóku þátt. Sólrún Sigþórsdóttir sigraði í kvennaflokki og Ingvar Hjartarson í karlaflokki. Bæði settu þau nýtt brautarmet í Álmanninum. Það var liðið Swagatron sem sigraði í liða- keppninni. bþb/ Ljósm. Facebook síða ÍA. Brautarmet í karla- og kvennaflokki slegin í Álmanninum Sólrún Sigþórsdóttir sigraði í kvenna- flokki og setti jafnframt brautarmet í Álmanninum. Karlaflokkinn sigraði Ingvar Hjartarson. Í fyrsta hluta Álmannsins hjóla keppendur frá Akraneshöll að Akrafjalli. Veðrið var frábært til hjólreiða á laugardaginn. Ljósm. tfk. Alls tóku 150 þátt í Jökulmílu og tengdum keppnisgreinum Erla Sigurlaug og Anton Örn urðu sigurvegarar í Íslandsmótinu. Ljósm. úr einkasafni Erlu Sigurlaugar. Fyrstu karlarnir eru hér að koma í mark í meistaraflokki. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.